Fögnum og grátum með náunga okkar Toshiki Toma skrifar 11. mars 2015 07:00 Tíminn flýgur. Í dag 11. mars eru fjögur ár liðin síðan jarðskjálftar og flóðbylgjur skóku Japan árið 2011. Um 16.000 manns létu lífið nær samstundis og 2.600 manns er saknað. Hamfarirnar höfðu og hafa haft gríðarleg áhrif á japanskt samfélag bæði efnahagslega og andlega. Ég hef heyrt að lífið á hamfarasvæðunum hafi lagast lítið eitt en enn eigi eftir að takast á við alvörumál eins og eftir kjarnorkuleka en ekki síður sorgina og áfallið í lífi þess fólks sem missti fjölskyldu sína og æskuvini, heimili og jafnvel heimabæ og mun aldrei geta gleymt því eða þurrkað það út úr brjósti sínu þar sem söknuðurinn er endalaus. Ég veit að þetta er ekki „eini sorglegi atburðurinn“ í heiminum okkar. Það deyja fleiri en sex milljónir barna á hverju ári, jafnvel talin aðeins yngri en fimm ára, samkvæmt skýrslu UNICEF. Það gæti því virkað undarlegt og sjálfhverft að minnast fórnarlamba ákveðins atburðar á heimalandi sínu á ákveðnum degi, en ekki minnast á sama hátt allra í heiminum sem farið hafa í gegnum erfiðleika og upplifað áfall. Það er ef til vill ákveðin takmörkun manneskju. „Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum“ (Rom. 12:15) eru uppáhaldsorð mín í Biblíunni. Það þýðir að við skulum lifa með náungum okkar alla tíð, hvort sem tíminn er góður eða slæmur. Ef við verðum ánægð með því að takmarka „náunga okkar“ við fjölskyldur okkar, vini eða samlanda, þá mun það vera ekki eftirsóknarvert. Aftur á móti ef við hvorki fögnum né grátum, ekki einu sinni með fólkinu í kringum okkur eða samlöndum, þá mun slíkt aðeins þýða að við eigum enga náunga. Það er ekki gott. Við þurfum að stíga fyrsta skrefið, þaðan sem við erum stödd núna. Ég held að Japanar séu þjóð, sem fyrir ykkur sem búið á Íslandi sé langt í burtu. Engu að síður sýnduð þið mikla samúð, samstöðu og aðstoð eftir hamfarirnar. Fjölmörg samtök og einstaklingar lögðu sitt á vogarskálarnar eins og Rauði kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Samtökin Vinir Japans, ÆSKÞ og fleiri sem ég gæti nefnt. Það voru sendar prjónaflíkur frá einstaklingum alls staðar af á landinu. Þá voru bænastundir í mörgum söfnuðum og hjá einstaklingum. Sem einn af Japönum sem búa á Íslandi vil ég þakka ykkur innilega fyrir. Guð gefi fórnarlömbum hamfaranna í Japan frið, hugsi til allra sem eru í neyð í heiminum, og blessi alla sem reyna að fagna og gráta með náunga sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Toshiki Toma Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Tíminn flýgur. Í dag 11. mars eru fjögur ár liðin síðan jarðskjálftar og flóðbylgjur skóku Japan árið 2011. Um 16.000 manns létu lífið nær samstundis og 2.600 manns er saknað. Hamfarirnar höfðu og hafa haft gríðarleg áhrif á japanskt samfélag bæði efnahagslega og andlega. Ég hef heyrt að lífið á hamfarasvæðunum hafi lagast lítið eitt en enn eigi eftir að takast á við alvörumál eins og eftir kjarnorkuleka en ekki síður sorgina og áfallið í lífi þess fólks sem missti fjölskyldu sína og æskuvini, heimili og jafnvel heimabæ og mun aldrei geta gleymt því eða þurrkað það út úr brjósti sínu þar sem söknuðurinn er endalaus. Ég veit að þetta er ekki „eini sorglegi atburðurinn“ í heiminum okkar. Það deyja fleiri en sex milljónir barna á hverju ári, jafnvel talin aðeins yngri en fimm ára, samkvæmt skýrslu UNICEF. Það gæti því virkað undarlegt og sjálfhverft að minnast fórnarlamba ákveðins atburðar á heimalandi sínu á ákveðnum degi, en ekki minnast á sama hátt allra í heiminum sem farið hafa í gegnum erfiðleika og upplifað áfall. Það er ef til vill ákveðin takmörkun manneskju. „Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum“ (Rom. 12:15) eru uppáhaldsorð mín í Biblíunni. Það þýðir að við skulum lifa með náungum okkar alla tíð, hvort sem tíminn er góður eða slæmur. Ef við verðum ánægð með því að takmarka „náunga okkar“ við fjölskyldur okkar, vini eða samlanda, þá mun það vera ekki eftirsóknarvert. Aftur á móti ef við hvorki fögnum né grátum, ekki einu sinni með fólkinu í kringum okkur eða samlöndum, þá mun slíkt aðeins þýða að við eigum enga náunga. Það er ekki gott. Við þurfum að stíga fyrsta skrefið, þaðan sem við erum stödd núna. Ég held að Japanar séu þjóð, sem fyrir ykkur sem búið á Íslandi sé langt í burtu. Engu að síður sýnduð þið mikla samúð, samstöðu og aðstoð eftir hamfarirnar. Fjölmörg samtök og einstaklingar lögðu sitt á vogarskálarnar eins og Rauði kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Samtökin Vinir Japans, ÆSKÞ og fleiri sem ég gæti nefnt. Það voru sendar prjónaflíkur frá einstaklingum alls staðar af á landinu. Þá voru bænastundir í mörgum söfnuðum og hjá einstaklingum. Sem einn af Japönum sem búa á Íslandi vil ég þakka ykkur innilega fyrir. Guð gefi fórnarlömbum hamfaranna í Japan frið, hugsi til allra sem eru í neyð í heiminum, og blessi alla sem reyna að fagna og gráta með náunga sínum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar