Sólstrandargæi í snjó á Sauðárkróki Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2015 06:30 Israel Martin var kjörinn besti þjálfarinn. Hér talar hann við sína menn í Tindastól. Fréttablaðið/Andri Marinó Israel Martin, Spánverjinn sem þjálfar Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta, var kjörinn besti þjálfarinn í seinni hluta deildarinnar þegar hún varð gerð upp í Laugardalnum í dag. Martin skilaði nýliðunum í annað sæti deildarinnar og mæta þeir Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Spánverjinn bauð ekki upp á sömu klisjuna og flestir þegar hann var spurður hvort þessi verðlaun hefðu mikla þýðingu fyrir hann. Oft eru íþróttamenn hérlendis vanir – sama hversu oft eða sjaldan þeir fá einstaklingsverðlaun – að segja þau engu máli skipta. Israel Martin var ekki á þeim buxunum. „Þetta hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði hann ákveðinn svo blaðamanni brá næstum, ekki vanur að heyra þetta. Hressandi. „Þetta gefur mér aukaorku og hvetur mig til dáða fyrir úrslitakeppnina. Ég og við strákarnir erum mjög ánægðir með árangurinn og við megum njóta hans,“ bætti Spánverjinn við. Hann vildi þó auðvitað þakka liðinu fyrir. „Þjálfari án leikmanna gerir lítið þannig að ég vil þakka leikmönnunum mínum. Þeir eru ástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun. Þessir strákar eru mér mjög mikilvægir.“Engin pressa á stólunum Tindastóll var lang næstbesta liðið í Dominos-deildinni í vetur. Það var sex stigum á eftir toppliði KR en átta stigum á undan Haukum og Njarðvík sem komu í næstu sætum. Miðað við gengið í deildarkeppninni er búist við miklu af Stólunum í úrslitakeppninni. „Við erum nýliðar og stóðum okkur frábærlega í deildinni og viljum komast langt í úrslitakeppninni. Það er samt engin pressa á okkur. Við höfum engu að tapa,“ segir Martin, en hvernig líst honum á mótherjann? „Þór er lið sem ég virði mikið. Það er gott lið með góðan sóknarleik sem sækir mikið á körfuna. Hjá okkur eru allir í góðu formi en við megum ekki hugsa um leik tvö áður en leikur eitt er búinn.“Úr sólinni í snjóinn Martin er frá Tenerife þar sem hann þjálfaði í sjö ár og byggði upp lið áður en hann hélt til Kanaríeyja og síðar til Kósóvó þaðan sem hann kom til Íslands. Miðað við veturinn sem hefur herjað á Ísland er skondið að hugsa til þess að þjálfarinn komi frá einum af vinsælustu sumarleyfisdvalarstöðum Íslendinga. „Það er einmitt mikið af fólki að spyrja mig að þessu,“ segir Martin og hlær. „En þetta er körfuboltalífið og þess vegna elska ég það. Maður fær tækifæri til að starfa í öðrum löndum og læra nýja hluti,“ segir Martin sem nýtur lífsins í Skagafirðinum. „Lífið er frábært. Ég er frá litlum bæ á Tenerife þar sem búa um 10.000 manns. Það eru auðvitað fleiri en á Sauðárkróki en samt. Það eru allir svo vinalegir í bænum og hugsa vel um mig, konuna og nýja barnið mitt. Við höfum allt sem við þurfum og því hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Ég er mjög þakklátur,“ segir Martin.Verðum að hlúa að ungviðinu Aðspurður hversu góð íslenska deildin sé hugsar Martin sig aðeins um en segir svo: „Það eru auðvitað nokkrir landsliðsmenn farnir í atvinnumennsku þannig gæðin hafa farið aðeins niður á milli leiktíða. Ég er í sambandi við nokkra þjálfara í deildinni sem ég hef talað við um þetta,“ segir hann, en viðurkennir að erfitt sé að bera íslensku deildina saman við aðrar deildir. „Gæðin eru fín og þau munu bara aukast ef við hlúum að okkar strákum og gefum þeim mínútur. Við getum samt ekki borið íslensku deildina saman við aðrar því þetta er allt öðruvísi körfubolti. Hér eru menn minni og taka fleiri opin skot og þrista. Gæðin eru engu að síður fín,“ segir Israel Martin. Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Israel Martin, Spánverjinn sem þjálfar Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta, var kjörinn besti þjálfarinn í seinni hluta deildarinnar þegar hún varð gerð upp í Laugardalnum í dag. Martin skilaði nýliðunum í annað sæti deildarinnar og mæta þeir Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Spánverjinn bauð ekki upp á sömu klisjuna og flestir þegar hann var spurður hvort þessi verðlaun hefðu mikla þýðingu fyrir hann. Oft eru íþróttamenn hérlendis vanir – sama hversu oft eða sjaldan þeir fá einstaklingsverðlaun – að segja þau engu máli skipta. Israel Martin var ekki á þeim buxunum. „Þetta hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði hann ákveðinn svo blaðamanni brá næstum, ekki vanur að heyra þetta. Hressandi. „Þetta gefur mér aukaorku og hvetur mig til dáða fyrir úrslitakeppnina. Ég og við strákarnir erum mjög ánægðir með árangurinn og við megum njóta hans,“ bætti Spánverjinn við. Hann vildi þó auðvitað þakka liðinu fyrir. „Þjálfari án leikmanna gerir lítið þannig að ég vil þakka leikmönnunum mínum. Þeir eru ástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun. Þessir strákar eru mér mjög mikilvægir.“Engin pressa á stólunum Tindastóll var lang næstbesta liðið í Dominos-deildinni í vetur. Það var sex stigum á eftir toppliði KR en átta stigum á undan Haukum og Njarðvík sem komu í næstu sætum. Miðað við gengið í deildarkeppninni er búist við miklu af Stólunum í úrslitakeppninni. „Við erum nýliðar og stóðum okkur frábærlega í deildinni og viljum komast langt í úrslitakeppninni. Það er samt engin pressa á okkur. Við höfum engu að tapa,“ segir Martin, en hvernig líst honum á mótherjann? „Þór er lið sem ég virði mikið. Það er gott lið með góðan sóknarleik sem sækir mikið á körfuna. Hjá okkur eru allir í góðu formi en við megum ekki hugsa um leik tvö áður en leikur eitt er búinn.“Úr sólinni í snjóinn Martin er frá Tenerife þar sem hann þjálfaði í sjö ár og byggði upp lið áður en hann hélt til Kanaríeyja og síðar til Kósóvó þaðan sem hann kom til Íslands. Miðað við veturinn sem hefur herjað á Ísland er skondið að hugsa til þess að þjálfarinn komi frá einum af vinsælustu sumarleyfisdvalarstöðum Íslendinga. „Það er einmitt mikið af fólki að spyrja mig að þessu,“ segir Martin og hlær. „En þetta er körfuboltalífið og þess vegna elska ég það. Maður fær tækifæri til að starfa í öðrum löndum og læra nýja hluti,“ segir Martin sem nýtur lífsins í Skagafirðinum. „Lífið er frábært. Ég er frá litlum bæ á Tenerife þar sem búa um 10.000 manns. Það eru auðvitað fleiri en á Sauðárkróki en samt. Það eru allir svo vinalegir í bænum og hugsa vel um mig, konuna og nýja barnið mitt. Við höfum allt sem við þurfum og því hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Ég er mjög þakklátur,“ segir Martin.Verðum að hlúa að ungviðinu Aðspurður hversu góð íslenska deildin sé hugsar Martin sig aðeins um en segir svo: „Það eru auðvitað nokkrir landsliðsmenn farnir í atvinnumennsku þannig gæðin hafa farið aðeins niður á milli leiktíða. Ég er í sambandi við nokkra þjálfara í deildinni sem ég hef talað við um þetta,“ segir hann, en viðurkennir að erfitt sé að bera íslensku deildina saman við aðrar deildir. „Gæðin eru fín og þau munu bara aukast ef við hlúum að okkar strákum og gefum þeim mínútur. Við getum samt ekki borið íslensku deildina saman við aðrar því þetta er allt öðruvísi körfubolti. Hér eru menn minni og taka fleiri opin skot og þrista. Gæðin eru engu að síður fín,“ segir Israel Martin.
Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira