Svar við vinsamlegri ábendingu Hjálmar Sveinsson skrifar 27. mars 2015 07:00 Ágæti Sigurður Oddsson. Þakka þér vinsamlega ábendingu í blaðinu í gær. Ég á reyndar erfitt með að skilja af hverju þú kallar fyrirhugaðar framkvæmdir við Grensásveg sunnanverðan skemmdarverk. Þær fela í sér að fjórum akreinum fyrir bílaumferð verður fækkað í tvær og plássið sem skapast í þessu breiða göturými verður notað til að endurnýja og breikka gangstéttir og leggja upphækkaða hjólastíga beggja vegna. Þetta er gert til að skapa meira svigrúm fyrir fótgangandi vegfarendur og hjólandi og til að hægja svolítið á bílaumferðinni. Mælingar sýna að hún er alltof hröð. Iðulega milli 50 og 60 km, jafnvel upp í 72. Framkvæmdin mun ekki minnka bílaafkastagetu götunnar. Sólarhringsumferð á Grensásvegi er um 10.000 bílar á sólarhring, það er langt undir viðmiðum sem umferðarverkfræðingar nota til að meta hvort bílagötur eigi að vera fjórar akreinar eða tvær. Umferðarspár til næstu 30 ára sýna að umferðin við Grensásveg mun aldrei ná þeim mörkum, eða 20.000 bílum á sólarhring. Ef áhyggjur þínar snúast um að þetta muni hægja á bílaumferðinni, bendi ég á að banaslysum á gangandi vegfarendum hefur fækkað mikið síðastliðin 15 ár í Reykjavík. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að tekist hefur að hægja á bílaumferðinni, ekki síst með því að lækka hámarkshraðann í 30 km á fjölda gatna. Það er nefnilega hraðinn sem drepur. Ef keyrt er á gangandi vegfarenda á 50 km hraða eru 80% líkur á að hann deyi. Ef keyrt er á hann á 30 km eru 80% líkur á að hann lifi af. Í sérstökum kafla um Bústaði-Háaleiti í nýju aðalskipulagi borgarinnar er lögð áhersla á að draga úr neikvæðum áhrifum mikillar og hraðrar bílaumferðir í gegnum borgarhlutann. Sú áhersla er komin til vegna samtals við íbúa á fjölmörgum fundum undanfarin ár. Fyrir allmörgum árum var Skeiðarvogi breytt úr fjögurra akreina götu í tveggja akreina til að hægja á bílaumferðinni og gera götuna öruggari fyrir gangandi vegfarendur. Þá var líka talað um skemmdarverk í blöðunum. Í dag held ég að engum detti í huga að gera Skeiðarvoginn aftur að fjögurra akreina götu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ágæti Sigurður Oddsson. Þakka þér vinsamlega ábendingu í blaðinu í gær. Ég á reyndar erfitt með að skilja af hverju þú kallar fyrirhugaðar framkvæmdir við Grensásveg sunnanverðan skemmdarverk. Þær fela í sér að fjórum akreinum fyrir bílaumferð verður fækkað í tvær og plássið sem skapast í þessu breiða göturými verður notað til að endurnýja og breikka gangstéttir og leggja upphækkaða hjólastíga beggja vegna. Þetta er gert til að skapa meira svigrúm fyrir fótgangandi vegfarendur og hjólandi og til að hægja svolítið á bílaumferðinni. Mælingar sýna að hún er alltof hröð. Iðulega milli 50 og 60 km, jafnvel upp í 72. Framkvæmdin mun ekki minnka bílaafkastagetu götunnar. Sólarhringsumferð á Grensásvegi er um 10.000 bílar á sólarhring, það er langt undir viðmiðum sem umferðarverkfræðingar nota til að meta hvort bílagötur eigi að vera fjórar akreinar eða tvær. Umferðarspár til næstu 30 ára sýna að umferðin við Grensásveg mun aldrei ná þeim mörkum, eða 20.000 bílum á sólarhring. Ef áhyggjur þínar snúast um að þetta muni hægja á bílaumferðinni, bendi ég á að banaslysum á gangandi vegfarendum hefur fækkað mikið síðastliðin 15 ár í Reykjavík. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að tekist hefur að hægja á bílaumferðinni, ekki síst með því að lækka hámarkshraðann í 30 km á fjölda gatna. Það er nefnilega hraðinn sem drepur. Ef keyrt er á gangandi vegfarenda á 50 km hraða eru 80% líkur á að hann deyi. Ef keyrt er á hann á 30 km eru 80% líkur á að hann lifi af. Í sérstökum kafla um Bústaði-Háaleiti í nýju aðalskipulagi borgarinnar er lögð áhersla á að draga úr neikvæðum áhrifum mikillar og hraðrar bílaumferðir í gegnum borgarhlutann. Sú áhersla er komin til vegna samtals við íbúa á fjölmörgum fundum undanfarin ár. Fyrir allmörgum árum var Skeiðarvogi breytt úr fjögurra akreina götu í tveggja akreina til að hægja á bílaumferðinni og gera götuna öruggari fyrir gangandi vegfarendur. Þá var líka talað um skemmdarverk í blöðunum. Í dag held ég að engum detti í huga að gera Skeiðarvoginn aftur að fjögurra akreina götu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar