Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2015 12:00 Ríkisstjórnin afgreiddi þingsályktunartillögu forsætisráðherra um nýjar byggingar á mánudag en þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki enn afgreitt hana þar sem hún er of dýr. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er virkilega ánægjulegt að sjá að þetta fallega hús Guðjóns Samúelssonar muni loks rísa á þessum stað, þar sem það fellur vel inn í umhverfið og prýðir miðborgina,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um tillögur sínar um viðbyggingu á Alþingisreitnum sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018, en þar er meðal annars lagt til að byggt verði við Alþingishúsið eftir gömlum teikningum Guðjóns, auk þess sem Sigmundur vill reisa nýja Valhöll á Þingvöllum og ljúka við byggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar. Sigmundur segir það mun hagkvæmara að byggja nýtt hús svo hægt sé að hýsa alla starfsemi Alþingis á einum stað, en nú fari háar fjárhæðir í að leigja húsnæði í kringum Austurvöll sem hann segir einn dýrasta reit landsins. Ríkisstjórnin afgreiddi tillöguna á mánudag og var hún lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í kjölfarið. Hún hefur ekki enn verið afgreidd af þingflokki sjálfstæðismanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja sjálfstæðismenn tillögurnar of dýrar í framkvæmd og enga þörf á þeim gífurlegu framkvæmdum sem í þeim felast. Sigmundur er samt sem áður ákveðinn að um sé að ræða mikilvægar framkvæmdir. „Ekki er síður síður mikilvægt að hús íslenskra fræða verði loks reist, þar sem þjóðin og ferðamenn geta meðal annars kynnst þjóðargersemunum, handritunum,“ segir Sigmundur. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu á Háskóli Íslands til peninga til að leggja á móti kostnaði ríkisins við bygginguna og talið að almenn samstaða sé um að klára það hús þegar möguleiki gæfist. Að auki hafi ríkið fengið tryggingabætur þegar Valhöll á Þingvöllum brann árið 2009 sem hægt væri að nýta til að hefja framkvæmdir þar. Húsið myndi nýtast við þjónustu við ferðamenn á svæðinu og auka virðissköpun. Þar á bæ eru menn því ósammála afstöðu þingflokks sjálfstæðismanna um of dýrar framkvæmdir. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
„Það er virkilega ánægjulegt að sjá að þetta fallega hús Guðjóns Samúelssonar muni loks rísa á þessum stað, þar sem það fellur vel inn í umhverfið og prýðir miðborgina,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um tillögur sínar um viðbyggingu á Alþingisreitnum sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018, en þar er meðal annars lagt til að byggt verði við Alþingishúsið eftir gömlum teikningum Guðjóns, auk þess sem Sigmundur vill reisa nýja Valhöll á Þingvöllum og ljúka við byggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar. Sigmundur segir það mun hagkvæmara að byggja nýtt hús svo hægt sé að hýsa alla starfsemi Alþingis á einum stað, en nú fari háar fjárhæðir í að leigja húsnæði í kringum Austurvöll sem hann segir einn dýrasta reit landsins. Ríkisstjórnin afgreiddi tillöguna á mánudag og var hún lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í kjölfarið. Hún hefur ekki enn verið afgreidd af þingflokki sjálfstæðismanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja sjálfstæðismenn tillögurnar of dýrar í framkvæmd og enga þörf á þeim gífurlegu framkvæmdum sem í þeim felast. Sigmundur er samt sem áður ákveðinn að um sé að ræða mikilvægar framkvæmdir. „Ekki er síður síður mikilvægt að hús íslenskra fræða verði loks reist, þar sem þjóðin og ferðamenn geta meðal annars kynnst þjóðargersemunum, handritunum,“ segir Sigmundur. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu á Háskóli Íslands til peninga til að leggja á móti kostnaði ríkisins við bygginguna og talið að almenn samstaða sé um að klára það hús þegar möguleiki gæfist. Að auki hafi ríkið fengið tryggingabætur þegar Valhöll á Þingvöllum brann árið 2009 sem hægt væri að nýta til að hefja framkvæmdir þar. Húsið myndi nýtast við þjónustu við ferðamenn á svæðinu og auka virðissköpun. Þar á bæ eru menn því ósammála afstöðu þingflokks sjálfstæðismanna um of dýrar framkvæmdir.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00