Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2015 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var meðal annars viðstaddur samningsundirritun Orku Energy í Reykjavík í desember 2013. Mynd/Orka Energy Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra segir að vinnuferð ráðuneytisins til Kína þar sem hann sat meðal annars fundi með jarðavarmafyrirtækinu Orka Energyhafi verið sú fyrsta sinnar tegunar í ráðherratíð hans. Illugi starfaði fyrir Orku Energy sem ráðgjafi meðan hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið og hafa vinnuferðir hans til Kína með fulltúum fyrirtækisins eftir að hann tók við embætti ráðherra vakið athygli. Aðspurður um hvort hann hafi farið í fleiri sambærilegar utanlandsferðir í ráðherratíð sinni til að greiða götur íslenskra orkufyrirtækja eða annarra segir hann svo ekki vera. „Komi til fleiri slíkra ferða til annarra landa, verður leitast við að aðstoða íslensk fyrirtæki sem þar starfa eftir föngum, sérstaklega þau sem starfa á sviði hátækni og vísinda,“ segir Illugi í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Illugi segir íslenska ráðamenn á undanförnum árum hafa stutt við starfsemi Orku Energy í Kína. „Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson hafa öll verið vitstödd undirritanir samninga sem Orka Energy hefur gert við samstarfsaðila sína í Kína. Þessi starfsemi Orku hefur leitt til þess að tugir íslenskra vísindamanna og sérfræðinga á sviði jarðhita hafa fengið störf vegna jarðhitaverkefna Orku í Kína,“ segir Illugi.Styður starfsemina Íslenskir ráðamenn hafa áður stutt við starfsemi Orku Energy í Kína, þar á meðal Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson, segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Fréttablaðið/GVAIllugi gefur ekki upp fjárhæð greiðslna Orku Energy fyrir störf hans hjá fyrirtækinu en bendir á að nálgast megi upplýsingar um tekjur hans á þeim árum í opinberum gögnum. Hann segist aðeins hafa unnið fyrir fyrirtækið meðan hann var utan þings, verkefnin hafi klárast á árinu 2012 og þess vegna hafi hann getið um þau í hagsmunaskráningu Alþingis, sem síðan hefur farist fyrir að uppfæra.Illugi segist einnig hafa starfað fyrir fleiri fyrirtæki meðan hann var utan þings, þar á meðal að verkefnum í Asíu. Meðal þeirra verkefna var skoðun á möguleikum á markaðssetningu á snyrtivörum líftæknifélagsins Orf í Asíu. Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra segir að vinnuferð ráðuneytisins til Kína þar sem hann sat meðal annars fundi með jarðavarmafyrirtækinu Orka Energyhafi verið sú fyrsta sinnar tegunar í ráðherratíð hans. Illugi starfaði fyrir Orku Energy sem ráðgjafi meðan hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið og hafa vinnuferðir hans til Kína með fulltúum fyrirtækisins eftir að hann tók við embætti ráðherra vakið athygli. Aðspurður um hvort hann hafi farið í fleiri sambærilegar utanlandsferðir í ráðherratíð sinni til að greiða götur íslenskra orkufyrirtækja eða annarra segir hann svo ekki vera. „Komi til fleiri slíkra ferða til annarra landa, verður leitast við að aðstoða íslensk fyrirtæki sem þar starfa eftir föngum, sérstaklega þau sem starfa á sviði hátækni og vísinda,“ segir Illugi í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Illugi segir íslenska ráðamenn á undanförnum árum hafa stutt við starfsemi Orku Energy í Kína. „Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson hafa öll verið vitstödd undirritanir samninga sem Orka Energy hefur gert við samstarfsaðila sína í Kína. Þessi starfsemi Orku hefur leitt til þess að tugir íslenskra vísindamanna og sérfræðinga á sviði jarðhita hafa fengið störf vegna jarðhitaverkefna Orku í Kína,“ segir Illugi.Styður starfsemina Íslenskir ráðamenn hafa áður stutt við starfsemi Orku Energy í Kína, þar á meðal Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson, segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Fréttablaðið/GVAIllugi gefur ekki upp fjárhæð greiðslna Orku Energy fyrir störf hans hjá fyrirtækinu en bendir á að nálgast megi upplýsingar um tekjur hans á þeim árum í opinberum gögnum. Hann segist aðeins hafa unnið fyrir fyrirtækið meðan hann var utan þings, verkefnin hafi klárast á árinu 2012 og þess vegna hafi hann getið um þau í hagsmunaskráningu Alþingis, sem síðan hefur farist fyrir að uppfæra.Illugi segist einnig hafa starfað fyrir fleiri fyrirtæki meðan hann var utan þings, þar á meðal að verkefnum í Asíu. Meðal þeirra verkefna var skoðun á möguleikum á markaðssetningu á snyrtivörum líftæknifélagsins Orf í Asíu.
Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira