Mannanöfn og örnefni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. apríl 2015 13:00 Örnefnin eru úr ýmsum áttum, að sögn Jónínu. Allt frá því að vera á einni bújörð sem verið er að kortleggja yfir í örnefni í sólkerfinu. Vísir/Valli „Við fögnum fimmtán ára afmæli Nafnfræðifélagsins með málþingi og kaffiveitingum á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins,“ segir Jónína Hafsteinsdóttir. Hún var starfsmaður Örnefnastofnunar og ein þeirra sem stofnuðu Nafnfræðifélagið vorið 2000. Jónína segir starf félagsins á þessum fimmtán árum hafa falist í fyrirlestrahaldi þar sem mannanöfn og örnefni hafi verið ríkjandi efni. „Það hefur verið fjallað um gælunöfn og ættarnöfn, mannanafnalögin, nöfn þræla í Íslendingasögum og jólasveina. En líka kindanöfn, hljómsveitanöfn og bátanöfn svo eitthvað sé nefnt.“ Örnefnin eru allt frá því að vera á einni bújörð sem verið er að kortleggja yfir í örnefni í sólkerfinu að sögn Jónínu. „Það eru nánast engin takmörk." Á málþinginu á morgun verða þrjú erindi. Margrét Valmundsdóttir hjá Stofnun Árna Magnússonar segir frá því hvernig vitneskja um örnefni helst milli kynslóða. Jón Axel Harðarson prófessor fjallar um guðsheitið Yngva í germanskri goðafræði og mannanöfn leidd af því og Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir keltneskufræðingur ræðir um mikilvægi vegvísa á ákveðnum tungumálum.Málþingið hefst klukkan 13.15 á morgun og er ókeypis og öllum opið. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við fögnum fimmtán ára afmæli Nafnfræðifélagsins með málþingi og kaffiveitingum á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins,“ segir Jónína Hafsteinsdóttir. Hún var starfsmaður Örnefnastofnunar og ein þeirra sem stofnuðu Nafnfræðifélagið vorið 2000. Jónína segir starf félagsins á þessum fimmtán árum hafa falist í fyrirlestrahaldi þar sem mannanöfn og örnefni hafi verið ríkjandi efni. „Það hefur verið fjallað um gælunöfn og ættarnöfn, mannanafnalögin, nöfn þræla í Íslendingasögum og jólasveina. En líka kindanöfn, hljómsveitanöfn og bátanöfn svo eitthvað sé nefnt.“ Örnefnin eru allt frá því að vera á einni bújörð sem verið er að kortleggja yfir í örnefni í sólkerfinu að sögn Jónínu. „Það eru nánast engin takmörk." Á málþinginu á morgun verða þrjú erindi. Margrét Valmundsdóttir hjá Stofnun Árna Magnússonar segir frá því hvernig vitneskja um örnefni helst milli kynslóða. Jón Axel Harðarson prófessor fjallar um guðsheitið Yngva í germanskri goðafræði og mannanöfn leidd af því og Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir keltneskufræðingur ræðir um mikilvægi vegvísa á ákveðnum tungumálum.Málþingið hefst klukkan 13.15 á morgun og er ókeypis og öllum opið.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira