Lewis er ekki að hætta: Aldur er bara tala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2015 07:00 Darrel Lewis og félagar í Tindastól fagna hér sigrinum á Ásvöllum. Fréttablaðið/Stefán Darrel Lewis og félagar í Tindastól eru þremur sigurleikjum frá því að endurskrifa ekki aðeins sögu Tindastóls heldur einnig sögu úrslitakeppni úrvalsdeildar karla. Tindastóll hefur aldrei orðið Íslandsmeistari og nýliðar hafa aldrei unnið titilinn. „Tindastólsliðið er að spila mjög vel saman og það er engin eigingirni í þessu liði,“ segir Darrel Lewis um lykilinn að góðu gengi liðsins í vetur. „Eftir undirbúningstímabilið þá sagði ég við strákana að ef við spiluðum svona allt tímabilið þá gætum við náð langt,“ segir Darrel. „Það er mjög góð blanda í liðinu. Við erum með eldri og reyndari leikmenn eins og mig sjálfan, Darrell Flake og báða Helgana. Ég hef spilað í mörgum löndum og kem inn með það sem ég hef lært og reyni að miðla því til strákanna. Svo erum við með unga stráka sem er tilbúnir að hlusta á okkur. Það er mikilvægt. Þeir þykjast ekki vita allt, þeir hlusta fyrir alvöru og þeir eru tilbúnir að leggja mikið á sig,“ segir Darrel. Darrel Lewis hefur heldur ekki hlotið stóra titilinn og margir myndu áætla að maður á hans aldri væri búinn að missa af þeim möguleika. Darrel fagnaði 39 ára afmæli sínu um miðjan febrúar en hann er enn í hópi bestu leikmanna deildarinnar og var mjög góður í undanúrslitaeinvíginu á móti Haukum.Aldurinn er bara tala „Það pirrar mig ekki að fólk sé að velta sér upp úr því hvað ég sé gamall en það skiptir bara engu máli. Aldurinn er bara tala en þetta snýst meira um það að ég haldi mér í formi. Mér líður ekki eins og ég sé 39 ára. Ég er að berjast við þessa ungu stráka og á meðan ég get enn spilað minn leik þá hlýt ég að vera að gera eitthvað rétt,“ segir Darrel. Hann er heldur ekki að spila síðustu leiki sína á ferlinum í úrslitunum í ár. „Þetta er ekki síðasta tímabilið. Ég er búinn að ákveða það að spila eitt tímabil í viðbót en það verður þá síðasta tímabilið. Ég veit ekki hvort það verður hjá Tindastól eða hjá öðru liði. Það mun bara ráðast eftir tímabilið og nú er ég bara að hugsa um úrslitin,“ segir Darrel. Þetta er í annað skiptið sem Darrel spilar í lokaúrslitunum en hann komst þangað í fyrra skiptið með Grindavík fyrir tólf árum. Þá var Darrel 27 ára gamall en tveimur árum síðar fór hann til Evrópu þar sem hann spilaði næstu sjö árin.Friðsælt á Króknum „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið tækifærið til að koma aftur til Íslands og þá sérstaklega að fá að spila með liði eins og Tindastól,“ segir Darrel og kann mjög vel við sig á Króknum. „Hér er friðsælt. Ég hef búið í Reykjavík og þekki það líf líka. Eftir því sem maður verður eldri því betur kann maður að meta svona rólegheit,“ segir Darrel. Stólarnir hafa unnið sex af sjö leikjum sínum í úrslitakeppninni og mæta með ferska fætur í lokaúrslitin sem hefjast á mánudagskvöldið. Hvort mótherjinn verður KR eða Njarðvík eða hvort serían byrjar í Reykjavík eða í Síkinu á Króknum kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld þegar KR og Njarðvík mætast í DHL-höllinni í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum. Darrel býst ekki við því að Tindastólsliðið horfi saman á leik KR og Njarðvíkur í kvöld. „Við höfum engan óskamótherja í úrslitin. Það er fyrir öllu að við séum komnir í úrslitin. Við munum spila okkar leik hver sem mótherji okkar verður og erum tilbúnir að mæta öllum,“ sagði Darrel. Darrel er ánægður með þjálfarann Israel Martin. „Hann leyfir okkur að tala við sig, hlustar á okkar ráð og reynir að nota þau til að bæta liðið. Hann er ekki einn af þessum þjálfurum sem fara bara sína leið. Við getum komið með athugasemdir og hann nýtir sér það. Hann gerir sér grein fyrir því að ég, Flake og Helgi höfum verið lengi í þessu,“ segir Darrel Lewis og hann er líka duglegur að hjálpa ungu strákunum. „Ég er alltaf að reyna að hjálpa þeim og ég er eins og hálfgerður kennari hér,“ segir Darrel hlæjandi.Hefur bæði unnið og tapað „Strákarnir líta upp til mín og þeir vita að ég veit hvað ég er að tala um. Ég hef bæði unnið og tapað og reynsla mín getur hjálpað þeim heilmikið og þá sérstaklega á úrslitastundum í leikjunum,“ segir Darrel en hann ætlar ekki að verða þjálfari í framtíðinni. „Ég hef ekki þolinmæðina í það,“ segir Darrel. Hann kvartar ekki undan þreytu eftir sjö fyrstu leikina í úrslitakeppninni. „Ég er ekki þreyttur. Mér líður vel og ég er mjög spenntur fyrir úrslitaeinvíginu og að sjá hversu langt við komumst,“ sagði Darrel Lewis að lokum. ooj@frettabladid.is Dominos-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Darrel Lewis og félagar í Tindastól eru þremur sigurleikjum frá því að endurskrifa ekki aðeins sögu Tindastóls heldur einnig sögu úrslitakeppni úrvalsdeildar karla. Tindastóll hefur aldrei orðið Íslandsmeistari og nýliðar hafa aldrei unnið titilinn. „Tindastólsliðið er að spila mjög vel saman og það er engin eigingirni í þessu liði,“ segir Darrel Lewis um lykilinn að góðu gengi liðsins í vetur. „Eftir undirbúningstímabilið þá sagði ég við strákana að ef við spiluðum svona allt tímabilið þá gætum við náð langt,“ segir Darrel. „Það er mjög góð blanda í liðinu. Við erum með eldri og reyndari leikmenn eins og mig sjálfan, Darrell Flake og báða Helgana. Ég hef spilað í mörgum löndum og kem inn með það sem ég hef lært og reyni að miðla því til strákanna. Svo erum við með unga stráka sem er tilbúnir að hlusta á okkur. Það er mikilvægt. Þeir þykjast ekki vita allt, þeir hlusta fyrir alvöru og þeir eru tilbúnir að leggja mikið á sig,“ segir Darrel. Darrel Lewis hefur heldur ekki hlotið stóra titilinn og margir myndu áætla að maður á hans aldri væri búinn að missa af þeim möguleika. Darrel fagnaði 39 ára afmæli sínu um miðjan febrúar en hann er enn í hópi bestu leikmanna deildarinnar og var mjög góður í undanúrslitaeinvíginu á móti Haukum.Aldurinn er bara tala „Það pirrar mig ekki að fólk sé að velta sér upp úr því hvað ég sé gamall en það skiptir bara engu máli. Aldurinn er bara tala en þetta snýst meira um það að ég haldi mér í formi. Mér líður ekki eins og ég sé 39 ára. Ég er að berjast við þessa ungu stráka og á meðan ég get enn spilað minn leik þá hlýt ég að vera að gera eitthvað rétt,“ segir Darrel. Hann er heldur ekki að spila síðustu leiki sína á ferlinum í úrslitunum í ár. „Þetta er ekki síðasta tímabilið. Ég er búinn að ákveða það að spila eitt tímabil í viðbót en það verður þá síðasta tímabilið. Ég veit ekki hvort það verður hjá Tindastól eða hjá öðru liði. Það mun bara ráðast eftir tímabilið og nú er ég bara að hugsa um úrslitin,“ segir Darrel. Þetta er í annað skiptið sem Darrel spilar í lokaúrslitunum en hann komst þangað í fyrra skiptið með Grindavík fyrir tólf árum. Þá var Darrel 27 ára gamall en tveimur árum síðar fór hann til Evrópu þar sem hann spilaði næstu sjö árin.Friðsælt á Króknum „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið tækifærið til að koma aftur til Íslands og þá sérstaklega að fá að spila með liði eins og Tindastól,“ segir Darrel og kann mjög vel við sig á Króknum. „Hér er friðsælt. Ég hef búið í Reykjavík og þekki það líf líka. Eftir því sem maður verður eldri því betur kann maður að meta svona rólegheit,“ segir Darrel. Stólarnir hafa unnið sex af sjö leikjum sínum í úrslitakeppninni og mæta með ferska fætur í lokaúrslitin sem hefjast á mánudagskvöldið. Hvort mótherjinn verður KR eða Njarðvík eða hvort serían byrjar í Reykjavík eða í Síkinu á Króknum kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld þegar KR og Njarðvík mætast í DHL-höllinni í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum. Darrel býst ekki við því að Tindastólsliðið horfi saman á leik KR og Njarðvíkur í kvöld. „Við höfum engan óskamótherja í úrslitin. Það er fyrir öllu að við séum komnir í úrslitin. Við munum spila okkar leik hver sem mótherji okkar verður og erum tilbúnir að mæta öllum,“ sagði Darrel. Darrel er ánægður með þjálfarann Israel Martin. „Hann leyfir okkur að tala við sig, hlustar á okkar ráð og reynir að nota þau til að bæta liðið. Hann er ekki einn af þessum þjálfurum sem fara bara sína leið. Við getum komið með athugasemdir og hann nýtir sér það. Hann gerir sér grein fyrir því að ég, Flake og Helgi höfum verið lengi í þessu,“ segir Darrel Lewis og hann er líka duglegur að hjálpa ungu strákunum. „Ég er alltaf að reyna að hjálpa þeim og ég er eins og hálfgerður kennari hér,“ segir Darrel hlæjandi.Hefur bæði unnið og tapað „Strákarnir líta upp til mín og þeir vita að ég veit hvað ég er að tala um. Ég hef bæði unnið og tapað og reynsla mín getur hjálpað þeim heilmikið og þá sérstaklega á úrslitastundum í leikjunum,“ segir Darrel en hann ætlar ekki að verða þjálfari í framtíðinni. „Ég hef ekki þolinmæðina í það,“ segir Darrel. Hann kvartar ekki undan þreytu eftir sjö fyrstu leikina í úrslitakeppninni. „Ég er ekki þreyttur. Mér líður vel og ég er mjög spenntur fyrir úrslitaeinvíginu og að sjá hversu langt við komumst,“ sagði Darrel Lewis að lokum. ooj@frettabladid.is
Dominos-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn