Byggjum réttlátt þjóðfélag Sóley Tómasdóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í vikunni. Þótt rekstrarniðurstaða samstæðunnar hafi komið ljómandi vel út var niðurstaða A-hlutans neikvæð um 2,8 milljarða króna. Niðurstaðan á sér margar og misflóknar skýringar sem ekki verða raktar hér en að sjálfsögðu verðum við að skoða færar leiðir til aukins aðhalds í framhaldinu. Þótt niðurstaðan sé ekkert sérstakt fagnaðarefni var árið 2014 gott fyrir margra hluta sakir. Hluti framúrkeyrslunnar er auðveldlega réttlætanlegur og jafnvel fagnaðarefni á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, enda hækkuðu laun borgarstarfsfólks umtalsvert á árinu. Hækkun launa og lífeyrisskuldbindinga skýra um 2 milljarða af neikvæðri rekstrarniðurstöðu borgarinnar.Bætt lífskjör Aukinn launakostnaður borgarinnar á síðasta ári var sanngjarn. Leik- og grunnskólakennarar fengu sjálfsagða launaleiðréttingu og starfsmat borgarinnar var endurskoðað með sanngirni að leiðarljósi. Í kjölfarið fengu meðal annars þroskaþjálfar, bókasafnsfræðingar og félagsráðgjafar umtalsverðar og löngu tímabærar kjarabætur. Árið 2014 hófst jafnframt vinna við tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar, styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tveir starfsstaðir borgarinnar taka þátt í verkefninu sem leiðir vonandi til bættra lífsgæða þeirra sem taka þátt í verkefninu, minni streitu og aukins frítíma, auk þess sem það ætti að stuðla að jafnari ábyrgð karla og kvenna á heimilum og þar með jafnari tækifærum á vinnumarkaði. Fyrirsjáanlegar tilraunir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í kjölfar ársreikningsins til að styrkja mýtuna um fjármálaóreiðu vinstriflokkanna ganga auðvitað ekki upp. Reynslan hefur ítrekað sýnt að jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð er bæði hagkvæmari og farsælli en markaðsvæðing og einstaklingshyggja. Það væri óskandi að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks horfðist í augu við það nú þegar verkföll eru hafin og fleiri blasa við. Krafan um 300 þúsund króna lágmarkslaun og að fólk geti lifað sómasamlegu lífi af dagvinnulaunum er sanngjörn. Hún er krafa um réttlátt samfélag þar sem græðgi atvinnurekenda víkur fyrir hagsmunum heildarinnar. Að þessu sögðu óska ég verkalýðshreyfingunni velfarnaðar í samningunum fram undan og okkur öllum til hamingju með baráttudag verkalýðsins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í vikunni. Þótt rekstrarniðurstaða samstæðunnar hafi komið ljómandi vel út var niðurstaða A-hlutans neikvæð um 2,8 milljarða króna. Niðurstaðan á sér margar og misflóknar skýringar sem ekki verða raktar hér en að sjálfsögðu verðum við að skoða færar leiðir til aukins aðhalds í framhaldinu. Þótt niðurstaðan sé ekkert sérstakt fagnaðarefni var árið 2014 gott fyrir margra hluta sakir. Hluti framúrkeyrslunnar er auðveldlega réttlætanlegur og jafnvel fagnaðarefni á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, enda hækkuðu laun borgarstarfsfólks umtalsvert á árinu. Hækkun launa og lífeyrisskuldbindinga skýra um 2 milljarða af neikvæðri rekstrarniðurstöðu borgarinnar.Bætt lífskjör Aukinn launakostnaður borgarinnar á síðasta ári var sanngjarn. Leik- og grunnskólakennarar fengu sjálfsagða launaleiðréttingu og starfsmat borgarinnar var endurskoðað með sanngirni að leiðarljósi. Í kjölfarið fengu meðal annars þroskaþjálfar, bókasafnsfræðingar og félagsráðgjafar umtalsverðar og löngu tímabærar kjarabætur. Árið 2014 hófst jafnframt vinna við tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar, styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tveir starfsstaðir borgarinnar taka þátt í verkefninu sem leiðir vonandi til bættra lífsgæða þeirra sem taka þátt í verkefninu, minni streitu og aukins frítíma, auk þess sem það ætti að stuðla að jafnari ábyrgð karla og kvenna á heimilum og þar með jafnari tækifærum á vinnumarkaði. Fyrirsjáanlegar tilraunir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í kjölfar ársreikningsins til að styrkja mýtuna um fjármálaóreiðu vinstriflokkanna ganga auðvitað ekki upp. Reynslan hefur ítrekað sýnt að jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð er bæði hagkvæmari og farsælli en markaðsvæðing og einstaklingshyggja. Það væri óskandi að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks horfðist í augu við það nú þegar verkföll eru hafin og fleiri blasa við. Krafan um 300 þúsund króna lágmarkslaun og að fólk geti lifað sómasamlegu lífi af dagvinnulaunum er sanngjörn. Hún er krafa um réttlátt samfélag þar sem græðgi atvinnurekenda víkur fyrir hagsmunum heildarinnar. Að þessu sögðu óska ég verkalýðshreyfingunni velfarnaðar í samningunum fram undan og okkur öllum til hamingju með baráttudag verkalýðsins!
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar