Fram þjáðir menn í þúsund löndum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 2. maí 2015 07:00 Lögregla áætlar að um 9000 manns hafi mætt í kröfugöngu Fréttablaðið/Pjetur „Krafan er að fólk fái borguð mannsæmandi laun fyrir vinnu sína,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í ræðu sinni á verkalýðsdaginn. „En hverju svara atvinnurekendur? Svarið er nei! Við höfum ekki efni á þessu. Það er ekki til peningur fyrir alla, bara suma,“ sagði hann. „Það er tími til kominn að almenningur á Íslandi fari að taka í taumana!“ Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær til að taka þátt í kröfugöngu. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spiluðu með göngunni og Reykjavíkurdætur sungu fyrir samkomuna. Auk Árna Stefáns flutti Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, barátturæðu. Að lokum söng hópurinn Maístjörnuna og Internationalinn. Lögregla telur að 8 til 9 þúsund manns hafi mætt í kröfugöngu í Reykjavík. Fulltrúar fjölda stéttarfélaga voru á staðnum og mikill baráttuhugur virtist í fólki.Tinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns HulTinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir báru kröfuborða Alþýðufylkingarinnar við Ingólfstorg. „Hér eru miklu fleiri en hafa verið undanfarin ár, það er eitthvað í gangi. Mikill baráttuhugur,“ sagði Guðbjörg. „Það þarf að breyta því hugarfari að kakan geti endalaust stækkað,“ sagði Tinna. „Launahækkun lægstu launa þarf að vera til að skapa jöfnuð. Það á ekki að vera sjálfsagt að sumt fólk sé með hundraðföld lágmarkslaun,“ sagði hún.Halla ÞorvaldsdóttirHalla Þorvaldsdóttir hefur verið í verkfalli undanfarnar vikur en hún er í Félagi sálfræðinga. „Þetta er stór dagur, gríðarleg þátttaka í göngunni. Það hlýtur að endurspegla að það er eitthvað mikið að gerast í samfélaginu,“ sagði hún. „Við erum búin að vera í verkföllum í nokkrar vikur án þess að nokkurt útspil komi frá ríkinu. Það finnst okkur gríðarlega alvarlegt mál.“Jón SvavarssonJón Svavarsson, vaktstjóri hjá Strætó, er ekki mjög bjartsýnn hvað stöðu mála varðar en kjarasamningar hans stéttarfélags urðu lausir í gær. „Staðan er ekkert jákvæð í augnablikinu þegar allt stendur stál í stál,“ sagði hann. „Það eru margar stéttir sem hafa dregist aftur úr og tekið á sig byrðar sem þarf að skila til baka. Því miður er ekkert annað gert hjá þessari ríkisstjórn en að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari.“Halla Halldórsdóttir og Þórarinn snorri sigurgeirssonHalla Halldórsdóttir og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson voru að syngja Internationalinn hástöfum þegar blaðamaður spurði þau út í stöðu mála. „Ástandið í þjóðfélaginu er einhvern veginn hrikalegra en nokkru sinni áður hvað vinnumarkaðinn varðar. En maður getur verið bjartsýnn þar sem maður finnur að það er einhver samtakamáttur að fæðast aftur,“ sagði Þórarinn. „Ég vil alltaf vera svolítið bjartsýn þó að stjórnin sé eins og hún er, greyin,“ sagði Halla. „En ég vona að þjóðin læri eitthvað af þessu og kjósi eitthvað annað næst.“ „Það er ekki nóg að vera bara bjartsýnn. það þarf að berjast fyrir betri kjörum,“ sagði Þórarinn. Verkfall 2016 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
„Krafan er að fólk fái borguð mannsæmandi laun fyrir vinnu sína,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í ræðu sinni á verkalýðsdaginn. „En hverju svara atvinnurekendur? Svarið er nei! Við höfum ekki efni á þessu. Það er ekki til peningur fyrir alla, bara suma,“ sagði hann. „Það er tími til kominn að almenningur á Íslandi fari að taka í taumana!“ Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær til að taka þátt í kröfugöngu. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spiluðu með göngunni og Reykjavíkurdætur sungu fyrir samkomuna. Auk Árna Stefáns flutti Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, barátturæðu. Að lokum söng hópurinn Maístjörnuna og Internationalinn. Lögregla telur að 8 til 9 þúsund manns hafi mætt í kröfugöngu í Reykjavík. Fulltrúar fjölda stéttarfélaga voru á staðnum og mikill baráttuhugur virtist í fólki.Tinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns HulTinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir báru kröfuborða Alþýðufylkingarinnar við Ingólfstorg. „Hér eru miklu fleiri en hafa verið undanfarin ár, það er eitthvað í gangi. Mikill baráttuhugur,“ sagði Guðbjörg. „Það þarf að breyta því hugarfari að kakan geti endalaust stækkað,“ sagði Tinna. „Launahækkun lægstu launa þarf að vera til að skapa jöfnuð. Það á ekki að vera sjálfsagt að sumt fólk sé með hundraðföld lágmarkslaun,“ sagði hún.Halla ÞorvaldsdóttirHalla Þorvaldsdóttir hefur verið í verkfalli undanfarnar vikur en hún er í Félagi sálfræðinga. „Þetta er stór dagur, gríðarleg þátttaka í göngunni. Það hlýtur að endurspegla að það er eitthvað mikið að gerast í samfélaginu,“ sagði hún. „Við erum búin að vera í verkföllum í nokkrar vikur án þess að nokkurt útspil komi frá ríkinu. Það finnst okkur gríðarlega alvarlegt mál.“Jón SvavarssonJón Svavarsson, vaktstjóri hjá Strætó, er ekki mjög bjartsýnn hvað stöðu mála varðar en kjarasamningar hans stéttarfélags urðu lausir í gær. „Staðan er ekkert jákvæð í augnablikinu þegar allt stendur stál í stál,“ sagði hann. „Það eru margar stéttir sem hafa dregist aftur úr og tekið á sig byrðar sem þarf að skila til baka. Því miður er ekkert annað gert hjá þessari ríkisstjórn en að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari.“Halla Halldórsdóttir og Þórarinn snorri sigurgeirssonHalla Halldórsdóttir og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson voru að syngja Internationalinn hástöfum þegar blaðamaður spurði þau út í stöðu mála. „Ástandið í þjóðfélaginu er einhvern veginn hrikalegra en nokkru sinni áður hvað vinnumarkaðinn varðar. En maður getur verið bjartsýnn þar sem maður finnur að það er einhver samtakamáttur að fæðast aftur,“ sagði Þórarinn. „Ég vil alltaf vera svolítið bjartsýn þó að stjórnin sé eins og hún er, greyin,“ sagði Halla. „En ég vona að þjóðin læri eitthvað af þessu og kjósi eitthvað annað næst.“ „Það er ekki nóg að vera bara bjartsýnn. það þarf að berjast fyrir betri kjörum,“ sagði Þórarinn.
Verkfall 2016 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira