Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 15. maí 2015 07:00 Dreifbréfið. Sverrir Agnarsson er staddur úti. vísir Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. Heimamenn hafa verið hvattir til að sniðganga Ísland og íslenskar vörur. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld svari fyrir sig. „Menn eru skíthræddir við mótmæli hér við bænir á morgun [í dag]. Margir vilja draga sig út úr þessu og ekki mæta,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sem staddur er í Feneyjum. Auglýsingaspjöldum þar sem hvatt er til þess að sniðganga Ísland og íslenskar vörur hefur verið dreift um borgina. Þar er Ísland sagt hafa „lítilsvirt og afhelgað tákn kristni okkar, menningu og sögulegt minni með því að setja upp mosku í kirkjunni Santa Maria della Misericordia.“ Sverrir segir grundvallarmisskilnings gæta varðandi húsnæðið sem hýsir íslenska skálann. Þar hafi verið kirkja en hún hafi verið afhelguð árið 1973 og meðal annars notuð sem vöruskemma. Mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld bregðist við gagnrýninni, en Sverrir segir íslenska konsúlinn hafa tekið undir þessi röngu sjónarmið. Sverrir segir að verið sé að ráðast á Ísland og íslenska hagsmuni á fölskum forsendum og það verði að leiðrétta. Í dreifimiðanum segir meðal annars: „Svörum lítillækandi, móðgandi og ögrandi gjörðum þjóðar sem virðist enn vera ósiðmenntuð með því að sniðganga vörur þeirra og tilboð varðandi ferðamennsku frá landi þeirra ÍSLANDI! Hættum að kaupa vörur made in Iceland eða eins og í þeirra tilviki fisk og afurðir úr Norðurhafinu.“ Forsvarsmaður mótmælanna er sagður vera Luigi Coró, sem hvetur til þess að andmæli séu send á ræðismannsskrifstofu Íslands í Mílanó. Sverrir segir að mótmælin séu nú farin að snúast gegn Íslandi og íslenska fánanum, með blekkingum. Við því þurfi að bregðast. Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. Heimamenn hafa verið hvattir til að sniðganga Ísland og íslenskar vörur. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld svari fyrir sig. „Menn eru skíthræddir við mótmæli hér við bænir á morgun [í dag]. Margir vilja draga sig út úr þessu og ekki mæta,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sem staddur er í Feneyjum. Auglýsingaspjöldum þar sem hvatt er til þess að sniðganga Ísland og íslenskar vörur hefur verið dreift um borgina. Þar er Ísland sagt hafa „lítilsvirt og afhelgað tákn kristni okkar, menningu og sögulegt minni með því að setja upp mosku í kirkjunni Santa Maria della Misericordia.“ Sverrir segir grundvallarmisskilnings gæta varðandi húsnæðið sem hýsir íslenska skálann. Þar hafi verið kirkja en hún hafi verið afhelguð árið 1973 og meðal annars notuð sem vöruskemma. Mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld bregðist við gagnrýninni, en Sverrir segir íslenska konsúlinn hafa tekið undir þessi röngu sjónarmið. Sverrir segir að verið sé að ráðast á Ísland og íslenska hagsmuni á fölskum forsendum og það verði að leiðrétta. Í dreifimiðanum segir meðal annars: „Svörum lítillækandi, móðgandi og ögrandi gjörðum þjóðar sem virðist enn vera ósiðmenntuð með því að sniðganga vörur þeirra og tilboð varðandi ferðamennsku frá landi þeirra ÍSLANDI! Hættum að kaupa vörur made in Iceland eða eins og í þeirra tilviki fisk og afurðir úr Norðurhafinu.“ Forsvarsmaður mótmælanna er sagður vera Luigi Coró, sem hvetur til þess að andmæli séu send á ræðismannsskrifstofu Íslands í Mílanó. Sverrir segir að mótmælin séu nú farin að snúast gegn Íslandi og íslenska fánanum, með blekkingum. Við því þurfi að bregðast.
Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24
„Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23
Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54