Fimmtán ára handboltastjarna á Nesinu Nadine Yaghi skrifar 15. maí 2015 12:00 Yngsti leikmaður Gróttu. Lovísa Thompson er talin efnileg, tuttugu og tveggja ára aldursmunur er á henni og elsta leikmanni liðsins. Vísir/Stefán „Þetta var ný og skemmtileg tilfinning sem ég hef aldrei upplifað áður. Ég var bara í sjokki eiginlega,“ segir hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson sem tryggði Gróttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. ,,Síðustu dagar eftir leikinn hafa bara einkennst af hamingjuóskum og faðmlögum,“ segir Lovísa. ,,Það er ótrúlegasta fólk búið að vera óska mér til hamingju. Fólk sem ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að fylgdist með handbolta,“ segir Lovísa en hún skoraði sigurmarkið þegar tvær sekúndur voru til leiksloka í leik gegn Stjörnunni síðastliðinn þriðjudag. Leiknum lauk 24:23. Þegar nítján sekúndur voru til leiksloka og staðan jöfn var Grótta með boltann og Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stillti upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu. Lovísa skoraði úr færinu við mikinn fögnuð Seltirninga. Lovísa er talin gríðarlega efnileg og er hún yngsti leikmaður liðsins. Tuttugu og tveggja ára aldursmunur er á henni og elsta leikmanni liðsins. „Ég hef spilað handbolta í sex ár eða síðan ég var tíu ára gömul,“ segir Lovísa sem hefur alla tíð spilað með Gróttu. Lovísa segist hafa verið mikill Gróttuunnandi frá því hún var smástelpa. Grótta vann þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Ég hafði tröllatrú á því að við myndum verða Íslandsmeistarar. Það var búið að vera markmið hjá mér síðan við urðum bikarmeistarar í febrúar. Þá fattaði ég í rauninni hvað við værum góðar,“ segir Lovísa. Lovísa er að klára tíunda bekk í Valhúsaskóla og sér framtíðina bjarta fyrir sér. Hún segist ætla að halda áfram í handbolta af fullum krafti. „Markmiðið er að verða ennþá betri.“ Lovísa ætlar í menntaskóla í haust en hefur ekki ákveðið hvaða skóli verður fyrir valinu. „Ég er alveg í pæla í nokkrum skólum og finnst líklegt að ég sæki um í Verzló,“ segir Lovísa og bætir við að í framtíðinni langi hana að læra næringarfræði eða íþróttafræði. Lovísa eyðir miklum tíma í íþróttahúsi Gróttu þar sem hún æfir mikið sjálf. Auk þess er hún handboltaþjálfari og þjálfar yngri krakka. „Ég er að þjálfa stelpur í fyrsta og öðrum bekk og stráka í þriðja og fjórða bekk sem mér finnst mjög gaman,“ segir Lovísa. Lovísa fór eftir sigurleikinn, ásamt liðsfélögum sínum, á Eiðistorg þar sem stuðningsmenn tóku fagnandi á móti þeim. „Við áttum þar mjög góða stund en ég fór snemma heim eða fyrr en aðrir, því ég var svo svakalega þreytt eftir leikinn,“ segir Lovísa sem fór heim og fékk sér vel verðskuldað páskaegg. „Ég var í hálfgerðu nammibindindi fyrir leikinn og ætlaði ekki að borða neitt nammi fyrr en við yrðum Íslandsmeistarar,“ segir Lovísa og flissar. Íslenski handboltinn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Þetta var ný og skemmtileg tilfinning sem ég hef aldrei upplifað áður. Ég var bara í sjokki eiginlega,“ segir hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson sem tryggði Gróttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. ,,Síðustu dagar eftir leikinn hafa bara einkennst af hamingjuóskum og faðmlögum,“ segir Lovísa. ,,Það er ótrúlegasta fólk búið að vera óska mér til hamingju. Fólk sem ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að fylgdist með handbolta,“ segir Lovísa en hún skoraði sigurmarkið þegar tvær sekúndur voru til leiksloka í leik gegn Stjörnunni síðastliðinn þriðjudag. Leiknum lauk 24:23. Þegar nítján sekúndur voru til leiksloka og staðan jöfn var Grótta með boltann og Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stillti upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu. Lovísa skoraði úr færinu við mikinn fögnuð Seltirninga. Lovísa er talin gríðarlega efnileg og er hún yngsti leikmaður liðsins. Tuttugu og tveggja ára aldursmunur er á henni og elsta leikmanni liðsins. „Ég hef spilað handbolta í sex ár eða síðan ég var tíu ára gömul,“ segir Lovísa sem hefur alla tíð spilað með Gróttu. Lovísa segist hafa verið mikill Gróttuunnandi frá því hún var smástelpa. Grótta vann þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Ég hafði tröllatrú á því að við myndum verða Íslandsmeistarar. Það var búið að vera markmið hjá mér síðan við urðum bikarmeistarar í febrúar. Þá fattaði ég í rauninni hvað við værum góðar,“ segir Lovísa. Lovísa er að klára tíunda bekk í Valhúsaskóla og sér framtíðina bjarta fyrir sér. Hún segist ætla að halda áfram í handbolta af fullum krafti. „Markmiðið er að verða ennþá betri.“ Lovísa ætlar í menntaskóla í haust en hefur ekki ákveðið hvaða skóli verður fyrir valinu. „Ég er alveg í pæla í nokkrum skólum og finnst líklegt að ég sæki um í Verzló,“ segir Lovísa og bætir við að í framtíðinni langi hana að læra næringarfræði eða íþróttafræði. Lovísa eyðir miklum tíma í íþróttahúsi Gróttu þar sem hún æfir mikið sjálf. Auk þess er hún handboltaþjálfari og þjálfar yngri krakka. „Ég er að þjálfa stelpur í fyrsta og öðrum bekk og stráka í þriðja og fjórða bekk sem mér finnst mjög gaman,“ segir Lovísa. Lovísa fór eftir sigurleikinn, ásamt liðsfélögum sínum, á Eiðistorg þar sem stuðningsmenn tóku fagnandi á móti þeim. „Við áttum þar mjög góða stund en ég fór snemma heim eða fyrr en aðrir, því ég var svo svakalega þreytt eftir leikinn,“ segir Lovísa sem fór heim og fékk sér vel verðskuldað páskaegg. „Ég var í hálfgerðu nammibindindi fyrir leikinn og ætlaði ekki að borða neitt nammi fyrr en við yrðum Íslandsmeistarar,“ segir Lovísa og flissar.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent