Tökum stolt úr jöfnunni Bergur Ebbi skrifar 18. maí 2015 00:00 Það getur verið erfitt að ráða við sært stolt. Það er til dæmis landlægt vandamál hvað eigi að gera við fyrrverandi stjórnmálamenn. Þeir sem deildu og drottnuðu geta ekki bara hangið í heitum pottum allan daginn. Það þarf að koma þeim fyrir, setja þá í sendiherrastöður eða að minnsta kosti einhverja puntstjórnunarstöðu. Það á ekki að vera launungarmál að sært stolt hindrar baráttu fyrir kvenréttindum. Viðurkennum bara staðreyndirnar. Karlmenn réðu öllu – í stjórnmálum, viðskiptum, hernaði, listum – og þeim tíma er sem betur fer að ljúka og það er engin ástæða fyrir því að jafnrétti skuli ekki náð hratt og örugglega. Það eina sem stendur í vegi er þetta fjárans stolt sem allir þurfa að labba á eggjaskurn í kringum. Þurfum við 300 ára buffer-tímabil þar sem karlkynið (eða sá helmingur sem víkur fyrir konunum) er uppdubbað í sendiherrastöður til að halda stoltinu? Stolt er ein af dauðasyndunum sjö í kristinni trú – og það er engin tilviljun eða mannvonska sem liggur að baki þeirra þúsunda ára gömlu speki. Raunar er stoltið yfirleitt talið rót allra annarra synda og ónota – undirstaða græðgi, drambs og öfundar og að lokum ástæða styrjalda, óöryggis og sundurlyndis. Um þetta hafa verið skrifuð nokkur bókasöfn af djúpum teólógískum texta og óþarfi að ræða það neitt frekar á hversdagslegan hátt. Ég segi. Tökum stolt alveg úr jöfnunni. Hættum að taka tillit til særðs stolts karla. Það þýðir líka að kvenréttindabarátta á ekki heldur að snúast um að karlmenn eigi að vera stoltir af konum. Síðast þegar ég skrifaði um jafnréttismál eyddi ég miklu púðri í að tala um hvað ég væri stoltur af konum. En nú sé ég að mitt stolt er bara til trafala. Það þarf enginn að halda stolti eða færa stoltið yfir á eitthvað annað. Stolt er bara fyrir í þessu samhengi. Ef við höldum þessu stolt-rugli áfram þá verður jafnrétti náð eftir 300 ár. Við höfum margt þarfara við tímann að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það getur verið erfitt að ráða við sært stolt. Það er til dæmis landlægt vandamál hvað eigi að gera við fyrrverandi stjórnmálamenn. Þeir sem deildu og drottnuðu geta ekki bara hangið í heitum pottum allan daginn. Það þarf að koma þeim fyrir, setja þá í sendiherrastöður eða að minnsta kosti einhverja puntstjórnunarstöðu. Það á ekki að vera launungarmál að sært stolt hindrar baráttu fyrir kvenréttindum. Viðurkennum bara staðreyndirnar. Karlmenn réðu öllu – í stjórnmálum, viðskiptum, hernaði, listum – og þeim tíma er sem betur fer að ljúka og það er engin ástæða fyrir því að jafnrétti skuli ekki náð hratt og örugglega. Það eina sem stendur í vegi er þetta fjárans stolt sem allir þurfa að labba á eggjaskurn í kringum. Þurfum við 300 ára buffer-tímabil þar sem karlkynið (eða sá helmingur sem víkur fyrir konunum) er uppdubbað í sendiherrastöður til að halda stoltinu? Stolt er ein af dauðasyndunum sjö í kristinni trú – og það er engin tilviljun eða mannvonska sem liggur að baki þeirra þúsunda ára gömlu speki. Raunar er stoltið yfirleitt talið rót allra annarra synda og ónota – undirstaða græðgi, drambs og öfundar og að lokum ástæða styrjalda, óöryggis og sundurlyndis. Um þetta hafa verið skrifuð nokkur bókasöfn af djúpum teólógískum texta og óþarfi að ræða það neitt frekar á hversdagslegan hátt. Ég segi. Tökum stolt alveg úr jöfnunni. Hættum að taka tillit til særðs stolts karla. Það þýðir líka að kvenréttindabarátta á ekki heldur að snúast um að karlmenn eigi að vera stoltir af konum. Síðast þegar ég skrifaði um jafnréttismál eyddi ég miklu púðri í að tala um hvað ég væri stoltur af konum. En nú sé ég að mitt stolt er bara til trafala. Það þarf enginn að halda stolti eða færa stoltið yfir á eitthvað annað. Stolt er bara fyrir í þessu samhengi. Ef við höldum þessu stolt-rugli áfram þá verður jafnrétti náð eftir 300 ár. Við höfum margt þarfara við tímann að gera.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun