Lækkum byggingarkostnað og bætum kjör Almar Guðmundsson skrifar 19. maí 2015 07:00 Það er fátt rætt meira á Íslandi þessi misserin en erfiðleikar yngra og efnaminna fólks við að eignast eða leigja húsnæði við hæfi. Samtök iðnaðarins hafa lagt í umtalsverða vinnu við að greina byggingarkostnað með það fyrir augum að leggja til haldbærar tillögur til að lækka byggingarkostnað og auka framboð á smærri íbúðum. Tillögur SI eru tvíþættar. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir lækkun opinberra gjalda og skilvirkari stjórnsýslu gagnvart byggingaraðilum. Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á byggingarreglugerð til einföldunar og aukinnar skilvirkni. Þessi atriði vega samanlagt meira en 30% af byggingarkostnaði. Lóðagjöld samsvara nú um 20% af byggingarkostnaði. Lækkun þeirra er því mikilvægur liður í heildarmyndinni. Aðrir liðir eru smærri en hafa engu að síður mikil áhrif. Um er að ræða kostnað sem SI telja ýmist of háan eða óþarfan enda hafa einstaka kostnaðarliðir hækkað umtalsvert síðastliðin ár, langt umfram það sem telja má eðlilegar verðlagsbreytingar. Að auki vilja SI benda á að gjaldskrár sveitarfélaga, kröfur í deiliskipulagi af ýmsum toga og fleiri atriði mynda ranga hvata þannig að byggingaraðilar byggja frekar stærri einingar en minni. Tillögur SI til breytinga á byggingarreglugerð eru margþættar og miða að því að einfalda byggingu fasteigna og auka skilvirkni. Byggingarreglugerðin ætti að grunni til að vera markmiðasett, þ.e. gefa hönnuðum og framkvæmdaaðilum aukið svigrúm til lausna, en ekki vera forskrifuð, eins og hún er í dag. Umtalsverða breytingu þarf á bæði tilgangi reglugerðarinnar og inntaki. Í því liggja mikil tækifæri til lækkunar byggingarkostnaðar. Miðað við útreikninga SI má ætla að framangreindar breytingar geti leitt til lækkunar byggingarkostnaðar að meðaltali um 4-6 milljónir króna á hverja íbúð af stærðinni 80-120m². Samtökin trúa því staðfastlega að í þessu felist besta leiðin fyrir stjórnvöld til að hafa marktæk almenn áhrif á að stórir hópar í samfélaginu hafi ráð á að eignast eigin íbúð eða leigja. Það er fagnaðarefni að umhverfis- og auðlindaráðherra og ýmsir aðrir aðilar í stjórnmálum og stjórnsýslu hafa sýnt tillögum okkar mikinn áhuga. Verkefnið er mikilvægt og varðar stóra hópa samfélagsins. Það eru kjarabætur í húfi. Því er brýnt að hefjast handa strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það er fátt rætt meira á Íslandi þessi misserin en erfiðleikar yngra og efnaminna fólks við að eignast eða leigja húsnæði við hæfi. Samtök iðnaðarins hafa lagt í umtalsverða vinnu við að greina byggingarkostnað með það fyrir augum að leggja til haldbærar tillögur til að lækka byggingarkostnað og auka framboð á smærri íbúðum. Tillögur SI eru tvíþættar. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir lækkun opinberra gjalda og skilvirkari stjórnsýslu gagnvart byggingaraðilum. Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á byggingarreglugerð til einföldunar og aukinnar skilvirkni. Þessi atriði vega samanlagt meira en 30% af byggingarkostnaði. Lóðagjöld samsvara nú um 20% af byggingarkostnaði. Lækkun þeirra er því mikilvægur liður í heildarmyndinni. Aðrir liðir eru smærri en hafa engu að síður mikil áhrif. Um er að ræða kostnað sem SI telja ýmist of háan eða óþarfan enda hafa einstaka kostnaðarliðir hækkað umtalsvert síðastliðin ár, langt umfram það sem telja má eðlilegar verðlagsbreytingar. Að auki vilja SI benda á að gjaldskrár sveitarfélaga, kröfur í deiliskipulagi af ýmsum toga og fleiri atriði mynda ranga hvata þannig að byggingaraðilar byggja frekar stærri einingar en minni. Tillögur SI til breytinga á byggingarreglugerð eru margþættar og miða að því að einfalda byggingu fasteigna og auka skilvirkni. Byggingarreglugerðin ætti að grunni til að vera markmiðasett, þ.e. gefa hönnuðum og framkvæmdaaðilum aukið svigrúm til lausna, en ekki vera forskrifuð, eins og hún er í dag. Umtalsverða breytingu þarf á bæði tilgangi reglugerðarinnar og inntaki. Í því liggja mikil tækifæri til lækkunar byggingarkostnaðar. Miðað við útreikninga SI má ætla að framangreindar breytingar geti leitt til lækkunar byggingarkostnaðar að meðaltali um 4-6 milljónir króna á hverja íbúð af stærðinni 80-120m². Samtökin trúa því staðfastlega að í þessu felist besta leiðin fyrir stjórnvöld til að hafa marktæk almenn áhrif á að stórir hópar í samfélaginu hafi ráð á að eignast eigin íbúð eða leigja. Það er fagnaðarefni að umhverfis- og auðlindaráðherra og ýmsir aðrir aðilar í stjórnmálum og stjórnsýslu hafa sýnt tillögum okkar mikinn áhuga. Verkefnið er mikilvægt og varðar stóra hópa samfélagsins. Það eru kjarabætur í húfi. Því er brýnt að hefjast handa strax.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar