Á hvaða vegferð eru stjórnvöld í menntamálum? Guðríður Arnardóttir skrifar 20. maí 2015 07:00 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir m.a. um menntamál: Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu. Komið verði á fót samstarfsvettvangi menntamálayfirvalda, kennara og hagsmunaaðila í atvinnulífi um framtíðarsýn og mótun menntastefnu í þessum greinum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að taka upp samstarf við hagsmunaaðila í menntamálum um þróun menntakerfisins og aukin gæði menntunar. Horft verði til 10 punkta samkomulagsins frá 2006 um fyrirmynd samstarfsins. Með samstarfinu verði einnig leitað leiða til að stytta nám á háskólastigi og auka samfellu milli skólastiga. Menntamálaráðherra hefur tekið nokkuð einhliða ákvörðun um að stytta námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú með tilheyrandi skerðingu á innihaldi náms. Í aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla frá árinu 2011 var gert ráð fyrir að framhaldsskólaeiningar skyldu vera á bilinu 200-240 og að einstakir skólar fengju að móta sitt námsframboð sjálfir en nú hefur verið horfið frá því og enginn skóli fær leyfi til að bjóða upp á nám sem er meira en 200 einingar. Það er viðbúið að þeir nemendur sem ætla í krefjandi háskólanám að loknu stúdentsprófi þurfi að bæta við þekkingu sína í tilteknum greinum áður en þeir setjast á háskólabekk. Þá viðbót munu þeir mögulega þurfa að sækja til einkaaðila og greiða fullu verði. Á sama tíma hefur verið forgangsraðað inn í framhaldsskólann þannig að 25 ára nemendur eiga þar ekki vísa skólavist. Þeir nemendur sem hafa einhverra hluta vegna helst úr lestinni hafa því þann eina kost, vilji þeir ganga menntaveginn, að kosta nám sitt sjálfir í gegnum einkageirann svo sem eins og háskólabrú. Til viðbótar virðast vera fyrirhugaðar sameiningar framhaldsskóla. Nú þegar hafa Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn verið sameinaðir og fréttir berast af mögulegri sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga, Framhaldsskólans á Húsavík, Framhaldsskólans á Laugum og Menntaskólans á Akureyri. Hvort frekari sameiningar eru í farvatninu er ómögulegt að geta sér til um því að þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar er ekkert samráð haft við fagaðila.Frekari einkavæðing Fjöldatakmarkanir inn í ríkisreknu framhaldsskólana munu óhjákvæmilega leiða til frekari einkavæðingar menntakerfisins. Þeir nemendur sem fá ekki inni í framhaldsskólunum verða að fjármagna skólagöngu sína sjálfir. Sameiningar framhaldsskólanna á landsbyggðinni gætu haft neikvæð áhrif á minnstu einingarnar og fækkað menntunartækifærum ungs fólks úti á landi. Þvert á stefnu ríkisstjórnarflokkanna hefur ekkert samráð verið haft við hagsmuna- og fagaðila um þessar breytingar og það sem meira er, Alþingi hefur nær ekkert fjallað um málið. Stjórnvöld marka stefnuna í menntamálum. Alþingi setur lög og ráðherra framfylgir þeim. Hér er á ferðinni gríðarleg menntapólitík og breyting frá fyrri stefnu sem virðist vera lætt inn bakdyramegin. Það er eitthvað bogið við þetta í mínum huga þar sem ráðherra fer sínu fram á meðan Alþingi ræðir fundarstjórn forseta. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar á að vera vegvísir stjórnarliða og ráðherra. Í ljósi þess að ráðherra gengur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar í menntamálum furða ég mig á því hversu litla athygli málið hefur fengið hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna, Það ætti að vera þeirra að halda kúrs og sjá til þess að staðið sé við fyrirheitin sem skrifað var undir á Laugarvatni árið 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir m.a. um menntamál: Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu. Komið verði á fót samstarfsvettvangi menntamálayfirvalda, kennara og hagsmunaaðila í atvinnulífi um framtíðarsýn og mótun menntastefnu í þessum greinum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að taka upp samstarf við hagsmunaaðila í menntamálum um þróun menntakerfisins og aukin gæði menntunar. Horft verði til 10 punkta samkomulagsins frá 2006 um fyrirmynd samstarfsins. Með samstarfinu verði einnig leitað leiða til að stytta nám á háskólastigi og auka samfellu milli skólastiga. Menntamálaráðherra hefur tekið nokkuð einhliða ákvörðun um að stytta námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú með tilheyrandi skerðingu á innihaldi náms. Í aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla frá árinu 2011 var gert ráð fyrir að framhaldsskólaeiningar skyldu vera á bilinu 200-240 og að einstakir skólar fengju að móta sitt námsframboð sjálfir en nú hefur verið horfið frá því og enginn skóli fær leyfi til að bjóða upp á nám sem er meira en 200 einingar. Það er viðbúið að þeir nemendur sem ætla í krefjandi háskólanám að loknu stúdentsprófi þurfi að bæta við þekkingu sína í tilteknum greinum áður en þeir setjast á háskólabekk. Þá viðbót munu þeir mögulega þurfa að sækja til einkaaðila og greiða fullu verði. Á sama tíma hefur verið forgangsraðað inn í framhaldsskólann þannig að 25 ára nemendur eiga þar ekki vísa skólavist. Þeir nemendur sem hafa einhverra hluta vegna helst úr lestinni hafa því þann eina kost, vilji þeir ganga menntaveginn, að kosta nám sitt sjálfir í gegnum einkageirann svo sem eins og háskólabrú. Til viðbótar virðast vera fyrirhugaðar sameiningar framhaldsskóla. Nú þegar hafa Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn verið sameinaðir og fréttir berast af mögulegri sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga, Framhaldsskólans á Húsavík, Framhaldsskólans á Laugum og Menntaskólans á Akureyri. Hvort frekari sameiningar eru í farvatninu er ómögulegt að geta sér til um því að þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar er ekkert samráð haft við fagaðila.Frekari einkavæðing Fjöldatakmarkanir inn í ríkisreknu framhaldsskólana munu óhjákvæmilega leiða til frekari einkavæðingar menntakerfisins. Þeir nemendur sem fá ekki inni í framhaldsskólunum verða að fjármagna skólagöngu sína sjálfir. Sameiningar framhaldsskólanna á landsbyggðinni gætu haft neikvæð áhrif á minnstu einingarnar og fækkað menntunartækifærum ungs fólks úti á landi. Þvert á stefnu ríkisstjórnarflokkanna hefur ekkert samráð verið haft við hagsmuna- og fagaðila um þessar breytingar og það sem meira er, Alþingi hefur nær ekkert fjallað um málið. Stjórnvöld marka stefnuna í menntamálum. Alþingi setur lög og ráðherra framfylgir þeim. Hér er á ferðinni gríðarleg menntapólitík og breyting frá fyrri stefnu sem virðist vera lætt inn bakdyramegin. Það er eitthvað bogið við þetta í mínum huga þar sem ráðherra fer sínu fram á meðan Alþingi ræðir fundarstjórn forseta. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar á að vera vegvísir stjórnarliða og ráðherra. Í ljósi þess að ráðherra gengur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar í menntamálum furða ég mig á því hversu litla athygli málið hefur fengið hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna, Það ætti að vera þeirra að halda kúrs og sjá til þess að staðið sé við fyrirheitin sem skrifað var undir á Laugarvatni árið 2012.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar