Reykvíkingar vilja að fleiri sveitarfélög borgi fyrir rekstur Sinfóníunnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Halldór Halldórsson er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fréttablaðið/Pjetur Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn segja hlut Reykjavíkurborgar í rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands ósanngjarnan. „Borgarstjórn lýsir yfir að skylduþátttaka borgarinnar í rekstri hljómsveitarinnar með lögum sé ósanngjörn enda koma áheyrendur hennar af öllu suðvesturhorni landsins,“ segir í tillögu sem sjálfstæðismenn lögðu fram í borgarstjórn á þriðjudag. Þeir benda á að borgin greiði 18 prósent af rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands samkvæmt lögum frá árinu 1982. Af 211 þúsund íbúum höfuðborgarsvæðisins búi 42 prósent í öðrum sveitarfélögum. „Borgarstjórn lýsir sig reiðubúna til að styðja við Sinfóníuhljómsveit Íslands en þó einungis 58 prósent af núverandi framlagi enda muni önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu greiða 42 prósent af því framlagi sem Reykjavíkurborg hefur greitt fram til þessa,“ segir í tillögunni.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á að fylgja málinu eftir.Fréttablaðið/StefánÚr varð að breytingartillaga meirihlutaflokkanna við tillögu sjálfstæðismanna var samþykkt. „Borgarstjórn skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að vinna að því að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taki þátt í rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands, eins og heimilt er í lögum. Takist það ekki er því beint til ráðherra að leggja fyrir Alþingi að gera breytingar á lögum,“ segir í tillögunni sem var samþykkt. Degi B. Eggertssyni borgarstjóra var falið að fylgja málinu eftir. Alþingi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn segja hlut Reykjavíkurborgar í rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands ósanngjarnan. „Borgarstjórn lýsir yfir að skylduþátttaka borgarinnar í rekstri hljómsveitarinnar með lögum sé ósanngjörn enda koma áheyrendur hennar af öllu suðvesturhorni landsins,“ segir í tillögu sem sjálfstæðismenn lögðu fram í borgarstjórn á þriðjudag. Þeir benda á að borgin greiði 18 prósent af rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands samkvæmt lögum frá árinu 1982. Af 211 þúsund íbúum höfuðborgarsvæðisins búi 42 prósent í öðrum sveitarfélögum. „Borgarstjórn lýsir sig reiðubúna til að styðja við Sinfóníuhljómsveit Íslands en þó einungis 58 prósent af núverandi framlagi enda muni önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu greiða 42 prósent af því framlagi sem Reykjavíkurborg hefur greitt fram til þessa,“ segir í tillögunni.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á að fylgja málinu eftir.Fréttablaðið/StefánÚr varð að breytingartillaga meirihlutaflokkanna við tillögu sjálfstæðismanna var samþykkt. „Borgarstjórn skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að vinna að því að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taki þátt í rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands, eins og heimilt er í lögum. Takist það ekki er því beint til ráðherra að leggja fyrir Alþingi að gera breytingar á lögum,“ segir í tillögunni sem var samþykkt. Degi B. Eggertssyni borgarstjóra var falið að fylgja málinu eftir.
Alþingi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira