Álfar leggjast gegn raflínu í Hafnarfirði Sveinn Arnarsson skrifar 4. júní 2015 09:30 Ríflega 800 íbúar sendu inn neikvæða umsögn til bæjaryfirvalda vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Einnig bárust umsagnir frá Hraunavinum, álfum, huldufólki og dvergum. Mikill fjöldi umsagna barst skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðrar lagningar Suðurnesjalínu 2 frá Hamranesvirki í Vallahverfi í Hafnarfirði að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Hraunavinir mótmæla harðlega loftlínunni og telja ósnortin hraunsvæði í Almenningi í hættu. Einnig mótmæla þau byggingu tengivirkis og fara fram á að Hafnarfjörður veiti Landsneti ekki framkvæmdaleyfi fyrir línulögninni að óbreyttu. Benda þeir á að framkvæmdin valdi óafturkræfum náttúruspjöllum og valdi íbúum á svæðinu truflunum og ónæði. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar Hafnarfjarðarbæjar og bárust um 800 undirskriftir íbúa í hverfinu þar sem fyrirhugaðri línulögn er mótmælt. Telja íbúar að línan sé of nærri íbúabyggð og vilja sumir meina að tengivirkið og fyrirhuguð lína auki sjónmengun og geri svæðið óaðlaðandi til búsetu. Ríflega 4.000 manns búa í Vallahverfinu í dag og eru áform um að fjölga íbúum töluvert á næstu árum og áratugum. Fram kemur í umsögn Harðar Einarssonar hæstaréttarlögmanns að Hafnarfjarðarbær hafi ekki staðið nægilega vel að grenndarkynningunni og vanrækt hlutverk sitt með því að setja lagninguna ekki í umhverfismat. Það umhverfismat sem hafi verið framkvæmt á sínum tíma vegna Suðvesturlínu sé ekki nothæft vegna mikilla annmarka. Landsnet bendir á að framkvæmdin sé í samræmi við lög og gerð sé grein fyrir lagningunni í gildandi deiliskipulagstillögu. Einnig er bent á að sveitarfélagið hafi heimild til að gefa út framkvæmdaleyfi byggt á gildandi aðalskipulagi að loknu umhverfismati. Það sé einnig staðreynd að landeigendur í Hafnarfirði hafi gefið samþykki sitt fyrir lagningunni. Ragnhildur Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson sendu inn athugasemd um loftlínuna fyrir hönd huldufólks, álfa og dverga sem búa í Hafnarfirði. Þau Ragnhildur og Lárus segja huldufólk ítrekað hafa þurft að gefa eftir heimili sín fyrir byggð mannfólks. Vilji álfar, huldufólk og dvergar að raflínur séu lagðar meðfram vegamannvirkjum sem þegar eru á svæðinu svo það raski ekki heimilum þeirra. Suðurnesjalína 2 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Mikill fjöldi umsagna barst skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðrar lagningar Suðurnesjalínu 2 frá Hamranesvirki í Vallahverfi í Hafnarfirði að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Hraunavinir mótmæla harðlega loftlínunni og telja ósnortin hraunsvæði í Almenningi í hættu. Einnig mótmæla þau byggingu tengivirkis og fara fram á að Hafnarfjörður veiti Landsneti ekki framkvæmdaleyfi fyrir línulögninni að óbreyttu. Benda þeir á að framkvæmdin valdi óafturkræfum náttúruspjöllum og valdi íbúum á svæðinu truflunum og ónæði. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar Hafnarfjarðarbæjar og bárust um 800 undirskriftir íbúa í hverfinu þar sem fyrirhugaðri línulögn er mótmælt. Telja íbúar að línan sé of nærri íbúabyggð og vilja sumir meina að tengivirkið og fyrirhuguð lína auki sjónmengun og geri svæðið óaðlaðandi til búsetu. Ríflega 4.000 manns búa í Vallahverfinu í dag og eru áform um að fjölga íbúum töluvert á næstu árum og áratugum. Fram kemur í umsögn Harðar Einarssonar hæstaréttarlögmanns að Hafnarfjarðarbær hafi ekki staðið nægilega vel að grenndarkynningunni og vanrækt hlutverk sitt með því að setja lagninguna ekki í umhverfismat. Það umhverfismat sem hafi verið framkvæmt á sínum tíma vegna Suðvesturlínu sé ekki nothæft vegna mikilla annmarka. Landsnet bendir á að framkvæmdin sé í samræmi við lög og gerð sé grein fyrir lagningunni í gildandi deiliskipulagstillögu. Einnig er bent á að sveitarfélagið hafi heimild til að gefa út framkvæmdaleyfi byggt á gildandi aðalskipulagi að loknu umhverfismati. Það sé einnig staðreynd að landeigendur í Hafnarfirði hafi gefið samþykki sitt fyrir lagningunni. Ragnhildur Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson sendu inn athugasemd um loftlínuna fyrir hönd huldufólks, álfa og dverga sem búa í Hafnarfirði. Þau Ragnhildur og Lárus segja huldufólk ítrekað hafa þurft að gefa eftir heimili sín fyrir byggð mannfólks. Vilji álfar, huldufólk og dvergar að raflínur séu lagðar meðfram vegamannvirkjum sem þegar eru á svæðinu svo það raski ekki heimilum þeirra.
Suðurnesjalína 2 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira