Geislafræðingar nauðsynlegir í heilbrigðiskerfi nútímans Nemendur í geislafræði skrifar 4. júní 2015 08:45 Flestir þurfa einhvern tímann á myndgreiningu að halda en færri kunna skil á því fjölbreytta starfi sem geislafræðingar vinna. Til þess að verða geislafræðingur þarf að ljúka fjögurra ára námi við Læknadeild Háskóla Íslands. Í náminu er mikil bókleg kennsla og verkleg þjálfun sem fer fram á Landspítalana – háskólasjúkrahúsi. Strax á fyrsta ári fá nemendur tækifæri til þess að vinna á spítalanum og sjá hvernig geislafræðingar starfa. Myndgreining gegnir sífellt stærra hlutverki í greiningu og meðferð sjúkdóma og gegna geislafræðingar lykilhlutverki á því sviði. Það er því óhætt að segja að nútíma heilbrigðiskerfi virki ekki án aðkomu geislafræðinga. Auk þess framkvæma þeir geislameðferðir sem eru mikilvægur þáttur þegar kemur að meðferð krabbameinssjúklinga, hjálpa til í æðaþræðingum á skurðstofum og framkvæma ísótóparannsóknir með geislavirkum efnum á ísótópastofu Landspítalans. Verkefnum geislafræðinga fjölgar með hverju árinu sem líður en aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann eru í stöðugri þróun. Nú notum við röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni til að sjá allt frá yfirborði stórra líffæra til starfsemi fruma líkamans. Starf geislafræðinga krefst mikillar þjálfunar og þekkingar á hinum ýmsu fögum, meðal annars sjúkdómafræði, líffærafræði, geislaeðlisfræði, tækjafræði og fleira. Verklega þjálfunin felur meðal annars í sér að vera með tæknina á bak við öll tækin á hreinu. Geislafræðingar þurfa enn fremur að huga að geislavörnum, ekki má geisla neinn að óþörfu eða of mikið. Í náminu er lögð rík áhersla á að vita hvenær á að geisla einstaklinga, hvar og hvernig! Vegna þess hversu síbreytileg störf geislafræðinga eru með tilliti til tækniþróunar, er endurmenntun nauðsynlegur hluti starfsins. Í þessu samhengi má nefna að geislafræðingar þurfa að auka við sig menntun og þjálfun ef PET-tæki (jáeindaskanni) mun koma til landsins. PET-tæki nýtist til dæmis við rannsóknir/greiningar á meinvörpum í líkamanum og væri afar kærkomin viðbót við tækjabúnað spítalans. Verkfall geislafræðinga hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Landspítalans og við vonum að það leysist sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Flestir þurfa einhvern tímann á myndgreiningu að halda en færri kunna skil á því fjölbreytta starfi sem geislafræðingar vinna. Til þess að verða geislafræðingur þarf að ljúka fjögurra ára námi við Læknadeild Háskóla Íslands. Í náminu er mikil bókleg kennsla og verkleg þjálfun sem fer fram á Landspítalana – háskólasjúkrahúsi. Strax á fyrsta ári fá nemendur tækifæri til þess að vinna á spítalanum og sjá hvernig geislafræðingar starfa. Myndgreining gegnir sífellt stærra hlutverki í greiningu og meðferð sjúkdóma og gegna geislafræðingar lykilhlutverki á því sviði. Það er því óhætt að segja að nútíma heilbrigðiskerfi virki ekki án aðkomu geislafræðinga. Auk þess framkvæma þeir geislameðferðir sem eru mikilvægur þáttur þegar kemur að meðferð krabbameinssjúklinga, hjálpa til í æðaþræðingum á skurðstofum og framkvæma ísótóparannsóknir með geislavirkum efnum á ísótópastofu Landspítalans. Verkefnum geislafræðinga fjölgar með hverju árinu sem líður en aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann eru í stöðugri þróun. Nú notum við röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni til að sjá allt frá yfirborði stórra líffæra til starfsemi fruma líkamans. Starf geislafræðinga krefst mikillar þjálfunar og þekkingar á hinum ýmsu fögum, meðal annars sjúkdómafræði, líffærafræði, geislaeðlisfræði, tækjafræði og fleira. Verklega þjálfunin felur meðal annars í sér að vera með tæknina á bak við öll tækin á hreinu. Geislafræðingar þurfa enn fremur að huga að geislavörnum, ekki má geisla neinn að óþörfu eða of mikið. Í náminu er lögð rík áhersla á að vita hvenær á að geisla einstaklinga, hvar og hvernig! Vegna þess hversu síbreytileg störf geislafræðinga eru með tilliti til tækniþróunar, er endurmenntun nauðsynlegur hluti starfsins. Í þessu samhengi má nefna að geislafræðingar þurfa að auka við sig menntun og þjálfun ef PET-tæki (jáeindaskanni) mun koma til landsins. PET-tæki nýtist til dæmis við rannsóknir/greiningar á meinvörpum í líkamanum og væri afar kærkomin viðbót við tækjabúnað spítalans. Verkfall geislafræðinga hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Landspítalans og við vonum að það leysist sem allra fyrst.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar