Geislafræðingar nauðsynlegir í heilbrigðiskerfi nútímans Nemendur í geislafræði skrifar 4. júní 2015 08:45 Flestir þurfa einhvern tímann á myndgreiningu að halda en færri kunna skil á því fjölbreytta starfi sem geislafræðingar vinna. Til þess að verða geislafræðingur þarf að ljúka fjögurra ára námi við Læknadeild Háskóla Íslands. Í náminu er mikil bókleg kennsla og verkleg þjálfun sem fer fram á Landspítalana – háskólasjúkrahúsi. Strax á fyrsta ári fá nemendur tækifæri til þess að vinna á spítalanum og sjá hvernig geislafræðingar starfa. Myndgreining gegnir sífellt stærra hlutverki í greiningu og meðferð sjúkdóma og gegna geislafræðingar lykilhlutverki á því sviði. Það er því óhætt að segja að nútíma heilbrigðiskerfi virki ekki án aðkomu geislafræðinga. Auk þess framkvæma þeir geislameðferðir sem eru mikilvægur þáttur þegar kemur að meðferð krabbameinssjúklinga, hjálpa til í æðaþræðingum á skurðstofum og framkvæma ísótóparannsóknir með geislavirkum efnum á ísótópastofu Landspítalans. Verkefnum geislafræðinga fjölgar með hverju árinu sem líður en aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann eru í stöðugri þróun. Nú notum við röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni til að sjá allt frá yfirborði stórra líffæra til starfsemi fruma líkamans. Starf geislafræðinga krefst mikillar þjálfunar og þekkingar á hinum ýmsu fögum, meðal annars sjúkdómafræði, líffærafræði, geislaeðlisfræði, tækjafræði og fleira. Verklega þjálfunin felur meðal annars í sér að vera með tæknina á bak við öll tækin á hreinu. Geislafræðingar þurfa enn fremur að huga að geislavörnum, ekki má geisla neinn að óþörfu eða of mikið. Í náminu er lögð rík áhersla á að vita hvenær á að geisla einstaklinga, hvar og hvernig! Vegna þess hversu síbreytileg störf geislafræðinga eru með tilliti til tækniþróunar, er endurmenntun nauðsynlegur hluti starfsins. Í þessu samhengi má nefna að geislafræðingar þurfa að auka við sig menntun og þjálfun ef PET-tæki (jáeindaskanni) mun koma til landsins. PET-tæki nýtist til dæmis við rannsóknir/greiningar á meinvörpum í líkamanum og væri afar kærkomin viðbót við tækjabúnað spítalans. Verkfall geislafræðinga hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Landspítalans og við vonum að það leysist sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Flestir þurfa einhvern tímann á myndgreiningu að halda en færri kunna skil á því fjölbreytta starfi sem geislafræðingar vinna. Til þess að verða geislafræðingur þarf að ljúka fjögurra ára námi við Læknadeild Háskóla Íslands. Í náminu er mikil bókleg kennsla og verkleg þjálfun sem fer fram á Landspítalana – háskólasjúkrahúsi. Strax á fyrsta ári fá nemendur tækifæri til þess að vinna á spítalanum og sjá hvernig geislafræðingar starfa. Myndgreining gegnir sífellt stærra hlutverki í greiningu og meðferð sjúkdóma og gegna geislafræðingar lykilhlutverki á því sviði. Það er því óhætt að segja að nútíma heilbrigðiskerfi virki ekki án aðkomu geislafræðinga. Auk þess framkvæma þeir geislameðferðir sem eru mikilvægur þáttur þegar kemur að meðferð krabbameinssjúklinga, hjálpa til í æðaþræðingum á skurðstofum og framkvæma ísótóparannsóknir með geislavirkum efnum á ísótópastofu Landspítalans. Verkefnum geislafræðinga fjölgar með hverju árinu sem líður en aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann eru í stöðugri þróun. Nú notum við röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni til að sjá allt frá yfirborði stórra líffæra til starfsemi fruma líkamans. Starf geislafræðinga krefst mikillar þjálfunar og þekkingar á hinum ýmsu fögum, meðal annars sjúkdómafræði, líffærafræði, geislaeðlisfræði, tækjafræði og fleira. Verklega þjálfunin felur meðal annars í sér að vera með tæknina á bak við öll tækin á hreinu. Geislafræðingar þurfa enn fremur að huga að geislavörnum, ekki má geisla neinn að óþörfu eða of mikið. Í náminu er lögð rík áhersla á að vita hvenær á að geisla einstaklinga, hvar og hvernig! Vegna þess hversu síbreytileg störf geislafræðinga eru með tilliti til tækniþróunar, er endurmenntun nauðsynlegur hluti starfsins. Í þessu samhengi má nefna að geislafræðingar þurfa að auka við sig menntun og þjálfun ef PET-tæki (jáeindaskanni) mun koma til landsins. PET-tæki nýtist til dæmis við rannsóknir/greiningar á meinvörpum í líkamanum og væri afar kærkomin viðbót við tækjabúnað spítalans. Verkfall geislafræðinga hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Landspítalans og við vonum að það leysist sem allra fyrst.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun