Uppsagnir óumflýjanlegar Sveinn Arnarsson skrifar 15. júní 2015 07:00 Framkvæmdastjóri hjúkrunar á LSH segir þá stöðu sem upp er komin grafalvarlega og að íslenskt heilbrigðiskerfi megi ekki við því að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum. „Það er hrun yfirvofandi í íslensku heilbrigðiskerfi ef af verður,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, við þeim fregnum að fjöldi hjúkrunarfræðinga ætli sér að segja upp vegna lagasetningar á verkfall þeirra sem samþykkt var á Alþingi síðastliðinn laugardag. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það hafa verið brýnt að stöðva verkfallsaðgerðir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Það komu inn uppsagnir fyrir helgi sem ég hef fengið staðfestar en ég reikna með því að það komi mun fleiri uppsagnir inn á borð spítalans þegar hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu eftir helgina,“ segir Sigríður. „Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykki í íslensku heilbrigðiskerfi og ég hef heyrt í mjög sérhæfðum hjúkrunarfræðingum að þeir einstaklingar muni segja upp í stórum stíl.“ Verkfallsaðgerðir hafa staðið yfir í langan tíma og hefur staðan á sjúkrahúsum landsins versnað dag frá degi. Sigríður segir það hárrétt að verkfalli varð að ljúka en ekki með þessum hætti. Reiðin sé mikil innan stéttarinnar með lagasetningu á verkfall þeirra og langlundargeð hjúkrunarfræðinga sé að þrotum komið.Kristján Þór Júlíusson Heilbrigðisráðherra.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir stofnanirnar þurfa nú að taka á þeim vanda ef hjúkrunarfræðingar fara að segja upp í stórum stíl. „Það er leitt ef til þess þarf að koma,“ segir Kristján Þór. „Brýnasta úrlausnarefnið var að tryggja öryggi sjúklinga. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga eru veruleiki sem stofnanirnar þurfa svo að takast á við.“ BHM hefur boðað málsókn vegna lagasetningar þingsins og segir það brot á stjórnarskrá að afnema samningsrétt félagsins. „Það er áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinna nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu,“ segir í tilkynningu BHM. Verkfall 2016 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Það er hrun yfirvofandi í íslensku heilbrigðiskerfi ef af verður,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, við þeim fregnum að fjöldi hjúkrunarfræðinga ætli sér að segja upp vegna lagasetningar á verkfall þeirra sem samþykkt var á Alþingi síðastliðinn laugardag. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það hafa verið brýnt að stöðva verkfallsaðgerðir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Það komu inn uppsagnir fyrir helgi sem ég hef fengið staðfestar en ég reikna með því að það komi mun fleiri uppsagnir inn á borð spítalans þegar hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu eftir helgina,“ segir Sigríður. „Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykki í íslensku heilbrigðiskerfi og ég hef heyrt í mjög sérhæfðum hjúkrunarfræðingum að þeir einstaklingar muni segja upp í stórum stíl.“ Verkfallsaðgerðir hafa staðið yfir í langan tíma og hefur staðan á sjúkrahúsum landsins versnað dag frá degi. Sigríður segir það hárrétt að verkfalli varð að ljúka en ekki með þessum hætti. Reiðin sé mikil innan stéttarinnar með lagasetningu á verkfall þeirra og langlundargeð hjúkrunarfræðinga sé að þrotum komið.Kristján Þór Júlíusson Heilbrigðisráðherra.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir stofnanirnar þurfa nú að taka á þeim vanda ef hjúkrunarfræðingar fara að segja upp í stórum stíl. „Það er leitt ef til þess þarf að koma,“ segir Kristján Þór. „Brýnasta úrlausnarefnið var að tryggja öryggi sjúklinga. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga eru veruleiki sem stofnanirnar þurfa svo að takast á við.“ BHM hefur boðað málsókn vegna lagasetningar þingsins og segir það brot á stjórnarskrá að afnema samningsrétt félagsins. „Það er áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinna nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu,“ segir í tilkynningu BHM.
Verkfall 2016 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira