Afgerandi samþykki í kjöri um samninga við SA og FA Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. júní 2015 08:00 Eftir undirritun. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastóri SA, eftir undirritun samninga hjá Ríkissáttasemjara 29. maí síðastliðinn. vísir/vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna VR, LÍV, Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins hafa samþykkt kjarasamning félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) sem skrifað var undir í lok maí. Kosningunni um samningana, sem hófst í annari viku júnímánaðar, lauk í gær og lá niðurstaða fyrir samdægurs hjá félögunum. Samningarnir gilda til loka árs 2018 og ná til tæplega 70 þúsund manns á vinnumarkaði. Hjá aðildarfélögunum fimmtán hjá Starfsgreinasambandinu voru samningarnir samþykktir með rétt tæplega 80 prósenta meirihluta, frá 71,67 prósentum hjá Bárunni stéttarfélagi til 89.81 prósents meirihluta hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Kjörsókn var að jafnaði 25,07 prósent, minnst hjá Bárunni 14,22 prósent og mest hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur 43,82 prósent.Björn SnæbjörnssonBjörn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ánægður með niðurstöðun, í heild, sem og hjá Einingu-Iðju sem hann veitir forystu. „Hjá okkur sögðu 73,51 prósent já, sem er mjög afgerandi,“ segir hann. Kosningaþátttaka hafi verið rétt rúm 24 prósent sem sé örlítið lakara en í síðustu samningum. „Við erum því mjög ánægð með niðurstöðuna. Þeir sem tóku þátt eru alla vega ánægðir,“ segir hann. Hjá öðrum gantast hann svo með að líta megi á þögnina sem samþykki. Hjá VR sögðu 73,9 prósent já við samningi samtakanna við SA og 72,4 prósent við samningnum við Félag atvinnurekenda. Þáttaka var 23,8 og 26,16 prósent. Fram kemur í tilkynningu VR að þáttakan í kosningunni hafi ekki verið meiri undanfarinn áratug. Mest hafi hún verið 15,5 prósent árið 2011 og innan við 10 prósent árið 2004.Ólafía B. Rafnsdóttir t.h.Þá lýsir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, ánægju með afgerandi meirihluta þeirra sem samþykktu samninginn. Í tilkynningu VR segir hún síðan sé ábyrgð atvinnurekenda ekki síður en launamanna að tryggja að samningarnir skili þeim ávinningi sem að hafi verið stefnt og stuðli að stöðugleika. „Atvinnurekendur verða að tryggja að launahækkunum sé ekki velt út í verðlagið og að þær skili sér til launafólks. Þeir sem enn eiga eftir að semja eiga að semja á sömu nótum og hér hefur nú verið samþykkt, að öðrum kosti verða okkar samningar lausir snemma árs 2016,“ segir hún. Félög Flóabandalagsins, sem eru Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, samþykktu einnig samninginn við SA með 78,9 prósentum greiddra atkvæða. Af 17.085 á kjörskrá greiddu 2.883 atkvæði, eða 19,9 prósent. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins segir á vef félagsins að ekki verði efast um að samningurinn njóti stuðnings í samfélaginu þegar félagsmenn stærstu samningsaðila á almenna vinnumarkaðnum hafi samþykkt hann með miklum meirihluta. Verkfall 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna VR, LÍV, Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins hafa samþykkt kjarasamning félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) sem skrifað var undir í lok maí. Kosningunni um samningana, sem hófst í annari viku júnímánaðar, lauk í gær og lá niðurstaða fyrir samdægurs hjá félögunum. Samningarnir gilda til loka árs 2018 og ná til tæplega 70 þúsund manns á vinnumarkaði. Hjá aðildarfélögunum fimmtán hjá Starfsgreinasambandinu voru samningarnir samþykktir með rétt tæplega 80 prósenta meirihluta, frá 71,67 prósentum hjá Bárunni stéttarfélagi til 89.81 prósents meirihluta hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Kjörsókn var að jafnaði 25,07 prósent, minnst hjá Bárunni 14,22 prósent og mest hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur 43,82 prósent.Björn SnæbjörnssonBjörn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ánægður með niðurstöðun, í heild, sem og hjá Einingu-Iðju sem hann veitir forystu. „Hjá okkur sögðu 73,51 prósent já, sem er mjög afgerandi,“ segir hann. Kosningaþátttaka hafi verið rétt rúm 24 prósent sem sé örlítið lakara en í síðustu samningum. „Við erum því mjög ánægð með niðurstöðuna. Þeir sem tóku þátt eru alla vega ánægðir,“ segir hann. Hjá öðrum gantast hann svo með að líta megi á þögnina sem samþykki. Hjá VR sögðu 73,9 prósent já við samningi samtakanna við SA og 72,4 prósent við samningnum við Félag atvinnurekenda. Þáttaka var 23,8 og 26,16 prósent. Fram kemur í tilkynningu VR að þáttakan í kosningunni hafi ekki verið meiri undanfarinn áratug. Mest hafi hún verið 15,5 prósent árið 2011 og innan við 10 prósent árið 2004.Ólafía B. Rafnsdóttir t.h.Þá lýsir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, ánægju með afgerandi meirihluta þeirra sem samþykktu samninginn. Í tilkynningu VR segir hún síðan sé ábyrgð atvinnurekenda ekki síður en launamanna að tryggja að samningarnir skili þeim ávinningi sem að hafi verið stefnt og stuðli að stöðugleika. „Atvinnurekendur verða að tryggja að launahækkunum sé ekki velt út í verðlagið og að þær skili sér til launafólks. Þeir sem enn eiga eftir að semja eiga að semja á sömu nótum og hér hefur nú verið samþykkt, að öðrum kosti verða okkar samningar lausir snemma árs 2016,“ segir hún. Félög Flóabandalagsins, sem eru Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, samþykktu einnig samninginn við SA með 78,9 prósentum greiddra atkvæða. Af 17.085 á kjörskrá greiddu 2.883 atkvæði, eða 19,9 prósent. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins segir á vef félagsins að ekki verði efast um að samningurinn njóti stuðnings í samfélaginu þegar félagsmenn stærstu samningsaðila á almenna vinnumarkaðnum hafi samþykkt hann með miklum meirihluta.
Verkfall 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira