Ætlum að taka á móti fleira fólki Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. júní 2015 13:00 Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 9 milljónir Sýrlendinga séu á flótta. Vísir/AFP „750 flóttamenn á leið til Íslands?“ er titill greinar sem Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í Rauða krossinum í Reykjavík, skrifar á Vísi fyrir skemmstu. Hann veltir upp þeirri hugmynd hvort Ísland geti lagt sitt af mörkum í flóttamannavandanum með því að taka við þeim fjölda fólks. „Það er auðvitað ljóst að við höfum ekki burði í dag til að taka á móti slíkum fjölda en velmegunarríki eins og Ísland hlýtur að geta ráðstafað fjármunum og orku í málaflokkinn og við eigum að vera virkur þátttakandi í að leysa flóttamannavandann,“ segir Árni. „Byggja þarf upp almennilegt prógramm til að skapa þekkingu. Við erum kannski að taka á móti 10 til 15 flóttamönnum einstaka sinnum en eftir að þau verkefni eru búin hverfur fólk oft til annarra starfa og þekkingin tapast og ekkert byggist upp. Koma verður upp viðvarandi þjónustu en það tekur sinn tíma.“ Þann 10. júní samþykkti norska Stórþingið tillögu sem svipar til þess sem Árni veltir upp í grein sinni. Norska ríkið hefur skuldbundið sig til að taka á móti 8.000 sýrlenskum flóttamönnum á þremur árum.Eygló HarðardóttirRíkisstjórn Íslands brást í fyrra við neyðarkalli Sameinuðu þjóðanna vegna þess bráðavanda sem hafði skapast eftir styrjöldina í Sýrlandi. „Nú þegar hafa stjórnvöld aukið móttöku á kvótaflóttafólki en frá 2014 hafa stjórnvöld tekið á móti 24 einstaklingum, þar áður var tekið á móti níu manns árið 2012,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. „Um er að ræða fjölbreyttan hóp; einstæðar mæður, hinsegin flóttafólk frá Afríku og Sýrlendinga sem glíma við heilsufarsvanda.“ Eygló segir að unnið sé að áætlun um móttöku á flóttafólki til næstu þriggja ára en þar sé meðal annars lagt til að tekið verði árlega á móti flóttafólki og að fjöldi þeirra verði aukinn. „Flóttamannavandamálið er alþjóðlegs eðlis og það verður ekki leyst án samvinnu þjóða á milli. Með móttöku flóttafólks er Ísland að leggja sitt af mörkum og er með þátttöku sinni um leið að hvetja önnur ríki til að gera slíkt hið sama en rétt yfir tuttugu lönd taka á móti kvótaflóttafólki.“Óttarr proppéFrá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 549 kvótaflóttamönnum. Árið 1995 var flóttamannaráði komið á fót og hefur það í samstarfi við sveitarfélög og Rauða krossinn haft umsjón með móttöku flóttafólks. „Við lifum á ótrúlegum tímum,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga. „Sameinuðu þjóðirnar áætla að eftir styrjöldina í Sýrlandi hafi aldrei verið jafn margir á flótta frá því í seinni heimsstyrjöld.“ Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um níu milljónir Sýrlendinga séu á flótta vegna styrjaldarinnar en um þrjár milljónir þeirra eru staddir í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu. Óttarr segir að eftir þátttöku Landhelgisgæslunnar í landamæraeftirliti í Miðjarðarhafi hafi Íslendingar upplifað meiri tengingu við flóttamannavandann. „Við erum kannski farin að skilja að á bak við tölfræðina eru andlit eins og á fréttamyndunum sem við sáum frá Landhelgisgæslunni.“ Óttarr segir að málefnið sé of lítið rætt á vettvangi stjórnmálanna. „Þetta hefur verið rætt einstaka sinnum en er ekki komið raunverulega af stað.“ Flóttamenn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
„750 flóttamenn á leið til Íslands?“ er titill greinar sem Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í Rauða krossinum í Reykjavík, skrifar á Vísi fyrir skemmstu. Hann veltir upp þeirri hugmynd hvort Ísland geti lagt sitt af mörkum í flóttamannavandanum með því að taka við þeim fjölda fólks. „Það er auðvitað ljóst að við höfum ekki burði í dag til að taka á móti slíkum fjölda en velmegunarríki eins og Ísland hlýtur að geta ráðstafað fjármunum og orku í málaflokkinn og við eigum að vera virkur þátttakandi í að leysa flóttamannavandann,“ segir Árni. „Byggja þarf upp almennilegt prógramm til að skapa þekkingu. Við erum kannski að taka á móti 10 til 15 flóttamönnum einstaka sinnum en eftir að þau verkefni eru búin hverfur fólk oft til annarra starfa og þekkingin tapast og ekkert byggist upp. Koma verður upp viðvarandi þjónustu en það tekur sinn tíma.“ Þann 10. júní samþykkti norska Stórþingið tillögu sem svipar til þess sem Árni veltir upp í grein sinni. Norska ríkið hefur skuldbundið sig til að taka á móti 8.000 sýrlenskum flóttamönnum á þremur árum.Eygló HarðardóttirRíkisstjórn Íslands brást í fyrra við neyðarkalli Sameinuðu þjóðanna vegna þess bráðavanda sem hafði skapast eftir styrjöldina í Sýrlandi. „Nú þegar hafa stjórnvöld aukið móttöku á kvótaflóttafólki en frá 2014 hafa stjórnvöld tekið á móti 24 einstaklingum, þar áður var tekið á móti níu manns árið 2012,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. „Um er að ræða fjölbreyttan hóp; einstæðar mæður, hinsegin flóttafólk frá Afríku og Sýrlendinga sem glíma við heilsufarsvanda.“ Eygló segir að unnið sé að áætlun um móttöku á flóttafólki til næstu þriggja ára en þar sé meðal annars lagt til að tekið verði árlega á móti flóttafólki og að fjöldi þeirra verði aukinn. „Flóttamannavandamálið er alþjóðlegs eðlis og það verður ekki leyst án samvinnu þjóða á milli. Með móttöku flóttafólks er Ísland að leggja sitt af mörkum og er með þátttöku sinni um leið að hvetja önnur ríki til að gera slíkt hið sama en rétt yfir tuttugu lönd taka á móti kvótaflóttafólki.“Óttarr proppéFrá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 549 kvótaflóttamönnum. Árið 1995 var flóttamannaráði komið á fót og hefur það í samstarfi við sveitarfélög og Rauða krossinn haft umsjón með móttöku flóttafólks. „Við lifum á ótrúlegum tímum,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga. „Sameinuðu þjóðirnar áætla að eftir styrjöldina í Sýrlandi hafi aldrei verið jafn margir á flótta frá því í seinni heimsstyrjöld.“ Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um níu milljónir Sýrlendinga séu á flótta vegna styrjaldarinnar en um þrjár milljónir þeirra eru staddir í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu. Óttarr segir að eftir þátttöku Landhelgisgæslunnar í landamæraeftirliti í Miðjarðarhafi hafi Íslendingar upplifað meiri tengingu við flóttamannavandann. „Við erum kannski farin að skilja að á bak við tölfræðina eru andlit eins og á fréttamyndunum sem við sáum frá Landhelgisgæslunni.“ Óttarr segir að málefnið sé of lítið rætt á vettvangi stjórnmálanna. „Þetta hefur verið rætt einstaka sinnum en er ekki komið raunverulega af stað.“
Flóttamenn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent