Ungur upptökustjóri á uppleið Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 26. júní 2015 10:30 Arnar Ingi Ingason er ungur upptökustjóri sem er á hraðri uppleið en hann á tvö lög á nýútgefinni plötu Sturla Atlas. „Logi Pedro úr Retro Stefson, sem var upptökustjórinn á mestallri plötunni, hafði samband við mig sirka þremur vikum áður en mixteipið var gefið út. Þetta gerðist allt mjög hratt,” segir Arnar. Eftir útgáfuna á plötunni hefur hann verið dj með Loga en þeir spiluðu meðal annars á Secret Solstice-hátíðinni um seinustu helgi. Áður hefur Arnar gert lög fyrir 12:00 og Rjómann, sem eru skemmtiþættir í Verzló. Lögin sem Arnar gerði fyrir Sturla Atlas heita Roll up og Pills en hann hjálpaði einnig til við gerð lagsins FourfortyFive. „Það er ótrúlega gaman að heyra hvað platan hefur fengið góðar undirtektir. Svo heyrði ég líka að Þorbjörn Þórðarson í Hip Hop og Pólitík sagði að uppáhaldslögin sín væru meðal annars Roll Up og Pills,“ segir Arnar. Arnar sækir mikinn innblástur í hiphop og R&B. „Til þess að byrja með leit ég mikið upp til Kanye West, eins og allir, en núna er ég einnig mikill aðdáandi upptökustjóra eins og Cashmere Cat, 40, Boy-1da og flestum sem Drake hefur verið að vinna með.“ Arnar byrjaði að fikta við tónlistina þegar hann fékk tölvu í fermingargjöf. „Ég lærði þetta allt á Youtube og byrjaði að semja tónlist alveg sjálfur. Það hjálpaði líka mjög mikið til við lagasmíðina að ég var í Skólahljómsveit Kópavogs undir góðri leiðsögn Össurar Geirssonar sem og fleiri góðra þegar ég var yngri.“ Eftir að Arnar byrjaði í Verzló fékk hann tækifæri til þess að koma tónlistinni sinni á framfæri. Arnar er með nokkur verkefni í vinnslu en það verður spennandi að fylgjast með honum á næstunni. Hér fyrir neðan eru lögin Roll up og Pills ásamt Ekki Segja Neinum með 12:00. Hægt er að hlusta á alla Sturla Atlas plötuna hér. Tónlist Tengdar fréttir Sturla Atlas vekur athygli: Nýtt lag og nýtt myndband Í myndbandinu má sjá Sigurbjart Sturlu Atlason, sem kallar sig Sturlu Atlas. Með honum er fjöldi manna, þar á meðal Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Young Karin og rapparinn Emmsjé Gauti. 14. maí 2015 15:40 Nýtt myndband frá Sturlu Atlas Listamaðurinn Sturla Atlas hefur sent frá sér lagið nýtt lag sem ber nafnið Francisco og nýtt myndband í kaupbæti. 3. júní 2015 12:03 Kynna ungan listamann til sögunnar Ungur listamaður gefur út undir merkjum Les Frères Stefson. Aron Hannes er átján ára gamall og segir Logi Pedro Stefánsson að hann eigi framtíðina fyrir sér. Logi segir útgáfuna lið í að endurheimta ferskleikann aftur frá markaðsöflunum. 18. júní 2015 12:00 Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Hann hefur vakið athygli en er samt sveipaður dulúð. Stefnir á að gefa út plötu í sumar. 15. maí 2015 08:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Arnar Ingi Ingason er ungur upptökustjóri sem er á hraðri uppleið en hann á tvö lög á nýútgefinni plötu Sturla Atlas. „Logi Pedro úr Retro Stefson, sem var upptökustjórinn á mestallri plötunni, hafði samband við mig sirka þremur vikum áður en mixteipið var gefið út. Þetta gerðist allt mjög hratt,” segir Arnar. Eftir útgáfuna á plötunni hefur hann verið dj með Loga en þeir spiluðu meðal annars á Secret Solstice-hátíðinni um seinustu helgi. Áður hefur Arnar gert lög fyrir 12:00 og Rjómann, sem eru skemmtiþættir í Verzló. Lögin sem Arnar gerði fyrir Sturla Atlas heita Roll up og Pills en hann hjálpaði einnig til við gerð lagsins FourfortyFive. „Það er ótrúlega gaman að heyra hvað platan hefur fengið góðar undirtektir. Svo heyrði ég líka að Þorbjörn Þórðarson í Hip Hop og Pólitík sagði að uppáhaldslögin sín væru meðal annars Roll Up og Pills,“ segir Arnar. Arnar sækir mikinn innblástur í hiphop og R&B. „Til þess að byrja með leit ég mikið upp til Kanye West, eins og allir, en núna er ég einnig mikill aðdáandi upptökustjóra eins og Cashmere Cat, 40, Boy-1da og flestum sem Drake hefur verið að vinna með.“ Arnar byrjaði að fikta við tónlistina þegar hann fékk tölvu í fermingargjöf. „Ég lærði þetta allt á Youtube og byrjaði að semja tónlist alveg sjálfur. Það hjálpaði líka mjög mikið til við lagasmíðina að ég var í Skólahljómsveit Kópavogs undir góðri leiðsögn Össurar Geirssonar sem og fleiri góðra þegar ég var yngri.“ Eftir að Arnar byrjaði í Verzló fékk hann tækifæri til þess að koma tónlistinni sinni á framfæri. Arnar er með nokkur verkefni í vinnslu en það verður spennandi að fylgjast með honum á næstunni. Hér fyrir neðan eru lögin Roll up og Pills ásamt Ekki Segja Neinum með 12:00. Hægt er að hlusta á alla Sturla Atlas plötuna hér.
Tónlist Tengdar fréttir Sturla Atlas vekur athygli: Nýtt lag og nýtt myndband Í myndbandinu má sjá Sigurbjart Sturlu Atlason, sem kallar sig Sturlu Atlas. Með honum er fjöldi manna, þar á meðal Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Young Karin og rapparinn Emmsjé Gauti. 14. maí 2015 15:40 Nýtt myndband frá Sturlu Atlas Listamaðurinn Sturla Atlas hefur sent frá sér lagið nýtt lag sem ber nafnið Francisco og nýtt myndband í kaupbæti. 3. júní 2015 12:03 Kynna ungan listamann til sögunnar Ungur listamaður gefur út undir merkjum Les Frères Stefson. Aron Hannes er átján ára gamall og segir Logi Pedro Stefánsson að hann eigi framtíðina fyrir sér. Logi segir útgáfuna lið í að endurheimta ferskleikann aftur frá markaðsöflunum. 18. júní 2015 12:00 Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Hann hefur vakið athygli en er samt sveipaður dulúð. Stefnir á að gefa út plötu í sumar. 15. maí 2015 08:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Sturla Atlas vekur athygli: Nýtt lag og nýtt myndband Í myndbandinu má sjá Sigurbjart Sturlu Atlason, sem kallar sig Sturlu Atlas. Með honum er fjöldi manna, þar á meðal Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Young Karin og rapparinn Emmsjé Gauti. 14. maí 2015 15:40
Nýtt myndband frá Sturlu Atlas Listamaðurinn Sturla Atlas hefur sent frá sér lagið nýtt lag sem ber nafnið Francisco og nýtt myndband í kaupbæti. 3. júní 2015 12:03
Kynna ungan listamann til sögunnar Ungur listamaður gefur út undir merkjum Les Frères Stefson. Aron Hannes er átján ára gamall og segir Logi Pedro Stefánsson að hann eigi framtíðina fyrir sér. Logi segir útgáfuna lið í að endurheimta ferskleikann aftur frá markaðsöflunum. 18. júní 2015 12:00
Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Hann hefur vakið athygli en er samt sveipaður dulúð. Stefnir á að gefa út plötu í sumar. 15. maí 2015 08:00