Sjúkraflug er utan áhættumats Isavia Sveinn arnarsson skrifar 8. júlí 2015 07:00 Áhættumat Isavia tekur sjúkraflug ekki með í útreikninga áhættumats vegna lokunar flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Öll sérhæfð bráðaþjónusta fyrir alla landsmenn er á Landspítalanum við Hringbraut. vísir/pjetur Ekki er hugsað til sjúkraflutninga í áhættumati Isavia á hugsanlegri lokun 06/24 flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Hjartað í Vatnsmýrinni gagnrýnir að sá viðamikli þáttur sé ekki hafður með í áhættumatinu. „Hverfandi líkur eru taldar á að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist,“ segir í áhættumati Isavia vegna lokunar flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, sem sumir hafa viljað kalla neyðarbraut.Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa lengi viljað loka þeirri flugbraut til að liðka fyrir byggð í Vatnsmýri. Vegna þeirra hugmynda bað innanríkisráðuneytið Isavia, sem annast rekstur flugvalla á Íslandi, að gera áhættumat um lokun brautarinnar. Isavia kemst þannig að orði að lokunin yrði „þolanleg og að hverfandi líkur eru taldar á að mannslíf tapist verði flugbrautin aflögð“. Í annmörkum áhættumatsins segir að verkefnið hafi verið að meta breytingu á flugvallarkerfi Reykjavíkurflugvallar út frá flugöryggislegum þáttum. „Þetta áhættumat tekur ekki á áhrifum á flugvallakerfið í landinu, neyðarskipulagi Almannavarna, sjúkraflutningum, umhverfisþáttum né fjárhagslegum þáttum flugrekstrar,“ segir í skýrslunni. Leifur Hallgrímsson Forstjóri MýflugsNjáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri og einn forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýri, telur þessa annmarka mjög áhrifamikla. „Það orkar tvímælis að sjúkraflug sé ekki tekið með í áhættumatsskýrsluna. Það getur verið að mannslíf tapist ekki við lokun flugbrautarinnar ef þú telur ekki sjúkraflugið með. Þetta snýr að almannahagsmunum. Öryggishagsmunir almennings eru mikilvægir en Isavia skoðar þá ekkert í þessari áhættumatsskýrslu,“ segir Njáll Trausti. Mýflug flaug 538 ferðir í sjúkraflugi í fyrra og var helmingur þeirra ferða í miklum forgangi, svokallað F1- eða F2-flug þar sem líf sjúklings er í húfi. „Ef menn ætla að loka og hafa engar mótvægisaðgerðir, þá mun einhvern tímann koma til þess að við lendum í vandræðum. Ég er ekkert að segja að einhver muni deyja en það verður ekki útilokað. Það eru miklar líkur á að manntjón hljótist af,“ segir Leifur Hallgrímsson, forstjóri Mýflugs. Fréttir af flugi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ekki er hugsað til sjúkraflutninga í áhættumati Isavia á hugsanlegri lokun 06/24 flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Hjartað í Vatnsmýrinni gagnrýnir að sá viðamikli þáttur sé ekki hafður með í áhættumatinu. „Hverfandi líkur eru taldar á að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist,“ segir í áhættumati Isavia vegna lokunar flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, sem sumir hafa viljað kalla neyðarbraut.Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa lengi viljað loka þeirri flugbraut til að liðka fyrir byggð í Vatnsmýri. Vegna þeirra hugmynda bað innanríkisráðuneytið Isavia, sem annast rekstur flugvalla á Íslandi, að gera áhættumat um lokun brautarinnar. Isavia kemst þannig að orði að lokunin yrði „þolanleg og að hverfandi líkur eru taldar á að mannslíf tapist verði flugbrautin aflögð“. Í annmörkum áhættumatsins segir að verkefnið hafi verið að meta breytingu á flugvallarkerfi Reykjavíkurflugvallar út frá flugöryggislegum þáttum. „Þetta áhættumat tekur ekki á áhrifum á flugvallakerfið í landinu, neyðarskipulagi Almannavarna, sjúkraflutningum, umhverfisþáttum né fjárhagslegum þáttum flugrekstrar,“ segir í skýrslunni. Leifur Hallgrímsson Forstjóri MýflugsNjáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri og einn forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýri, telur þessa annmarka mjög áhrifamikla. „Það orkar tvímælis að sjúkraflug sé ekki tekið með í áhættumatsskýrsluna. Það getur verið að mannslíf tapist ekki við lokun flugbrautarinnar ef þú telur ekki sjúkraflugið með. Þetta snýr að almannahagsmunum. Öryggishagsmunir almennings eru mikilvægir en Isavia skoðar þá ekkert í þessari áhættumatsskýrslu,“ segir Njáll Trausti. Mýflug flaug 538 ferðir í sjúkraflugi í fyrra og var helmingur þeirra ferða í miklum forgangi, svokallað F1- eða F2-flug þar sem líf sjúklings er í húfi. „Ef menn ætla að loka og hafa engar mótvægisaðgerðir, þá mun einhvern tímann koma til þess að við lendum í vandræðum. Ég er ekkert að segja að einhver muni deyja en það verður ekki útilokað. Það eru miklar líkur á að manntjón hljótist af,“ segir Leifur Hallgrímsson, forstjóri Mýflugs.
Fréttir af flugi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira