Elskar orku og eldmóð áhorfenda Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2015 08:30 Patti Smith hefur starfað við tónlist síðan árið 1971 og fagnar nú fertugsafmæli fyrstu plötu sinnar, Horses. Vísir/Getty „Ég elska Ísland,“ segir guðmóðir pönksins, Patti Smith, í upphafi viðtals, en hún sækir Ísland heim í ágúst, heldur tónleika og mun meðal annars flytja plötuna Horses í heild sinni.Hrifin af íslenskum hestum „Ég kom fyrst til Íslands árið 1969 með systur minni, við vorum mjög ungar og vorum ekki með mikið af peningum svo við vissum ekki hvað við ættum að gera en okkur fannst landið mjög fallegt,“ segir Smith glöð í bragði. Tónlistarkonan hefur komið nokkrum sinnum hingað til lands eftir þessa fyrstu heimsókn og segist elska landið, fólkið og er sérstaklega hrifin af íslenska hestinum. Hún hefur haldið nokkra tónleika hérlendis, síðast árið 2014 þegar hún kom fram ásamt Björk á náttúruverndartónleikum og eftirminnilegt er þegar hún tróð óvænt upp ásamt leikaranum Russel Crowe sumarið 2012. Smith mun eyða nokkrum dögum hér á landi eftir tónleikana og er sérstaklega spennt fyrir því að fara á hestbak. „Ég vil fara á hestbak og heimsækja gröf Bobby Fischer, ég hef farið þangað áður en ég mun fara aftur með blóm. Fara út á land og skoða mig um þar.“Horses í heild sinni Platan Horses kom út árið 1975 og fagnar því 40 ára afmæli í ár og er fyrsta plata Smith sem mun heiðra þennan frumburð sinn á tónleikunum. Platan hafði mikil áhrif á pönk-rokk senuna í New York og prýðir meðal annars 44. sæti yfir 500 bestu plötur sögunnar að mati tímaritsins Rolling Stone og er meðal 100 bestu platna allra tíma samkvæmt tímaritinu Time. Ásamt Smith á sviðinu verða tveir upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar, þeir Lenny Kaye og Jay Dee Daugherty, ásamt bassa- og hljómborðsleikaranum Tony Shanahan og segir hún þau munu verða trú hljómi plötunnar á tónleikunum. „Ég er stolt yfir að koma fram ásamt hljómsveitinni. Ég er stolt af því að við erum heilsuhraust og höfum verið vinir í fjörutíu ár. Við eigum svo langa sögu og munum koma með þessa sögu og vináttu okkar upp á sviðið,“ segir Smith og segir það jafnframt bæði ögrandi og spennandi að flytja plötuna á tónleikum frá A til Ö. „Við lofuðum Horses, en við erum ekki hljómplata, við erum rokkhljómsveit en við munum spila hana frá fyrsta til síðasta lags,“ segir hún og bætir við: „Fyrsta lagið á plötunni er Glory, venjulega þegar þú ferð á svið byrjar þú á einhverju lágstemmdara og byggir upp, en við verðum að vera tilbúin til þess að flytja það strax. Það er áskorun, en jákvæð áskorun.“Elskar þegar fólk syngur með „Það er spennandi að fara í gegnum Horses með fólkinu og mér finnst frábært þegar fólk syngur með. Fólkið eru tónleikarnir, orkan sem það sendir og eldmóðurinn. Þegar fólk syngur Break it up fyllir það mig af tilfinningum,“ segir hún ánægð og hvetur íslenska aðdáendur til þess að hefja upp raust sína í Hörpu þann 17. ágúst næstkomandi. Smith er ásamt bandi sínu á tónleikaferðalagi og spilaði meðal annars á Glastonbury-hátíðinni í júní síðastliðnum. Þar fékk hún Dalai Lama upp á svið og flutti ásamt áhorfendaskaranum afmælissönginn fyrir trúarleiðtogann. Tónleikaferðalaginu lýkur á Íslandi sem er tilviljun sem Smith fagnar, en þau skoðuðu nokkur tilboð áður en ákveðið var að lokatónleikarnir yrðu í Hörpu og segir hún þá ákvörðun ekki byggða á peningum heldur ást. „Þetta er fullkominn staður til þess að enda tónleikaferðina, ég get fagnað með því að ríða á hestbaki inn í sólsetrið,“ segir hún og hlær. Tónlist Tengdar fréttir Patti Smith tróð upp með Russell Crowe Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna ásamt hljómsveit á Menningarnæturtónleikum X-977 í kvöld. Ekki nóg með að leikarinn dásamaði land og þjóð heldur birtist vinkona hans, söngkonan Patti Smith á sviðinu öllum að óvörum og söng lagið Because the night við gríðarlegan fögnuð viðstaddra. 18. ágúst 2012 22:30 Patti Smith syngur í Reykjavík - myndband Meðfylgjandi myndskeið var tekið á Menningarnæturtónleikum X-977 þar sem Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna. Söngkonan Patti Smith mætti á sviðið öllum að óvörum og söng lagið Because the night. Eins og sjá má var henni mjög vel tekið. 19. ágúst 2012 11:00 E! fjallar um tónleika Russell Crowe og Patti Smith Sjónvarpsstöðin E! fjallar um tónleika Russell Crowe í Reykjavík um helgina á vefsíðu sinni í morgun. Þar segir að leikarinn hafi komið fram á tónleikunum ásamt Patti Smith og með fréttinni fylgir myndskeið þar sem þau taka lagið Because the Night. "Áhorfendum var brugðið þegar að Patti Smith mætti á sviðið,“ segir í fréttinni. 20. ágúst 2012 07:33 Patti Smith í Hörpu í ágúst Á tónleikunum mun rokkgyðjan flytja fyrstu plötu sína, Horses, í heild sinni í bland við nýrra efni. 10. apríl 2015 08:00 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
„Ég elska Ísland,“ segir guðmóðir pönksins, Patti Smith, í upphafi viðtals, en hún sækir Ísland heim í ágúst, heldur tónleika og mun meðal annars flytja plötuna Horses í heild sinni.Hrifin af íslenskum hestum „Ég kom fyrst til Íslands árið 1969 með systur minni, við vorum mjög ungar og vorum ekki með mikið af peningum svo við vissum ekki hvað við ættum að gera en okkur fannst landið mjög fallegt,“ segir Smith glöð í bragði. Tónlistarkonan hefur komið nokkrum sinnum hingað til lands eftir þessa fyrstu heimsókn og segist elska landið, fólkið og er sérstaklega hrifin af íslenska hestinum. Hún hefur haldið nokkra tónleika hérlendis, síðast árið 2014 þegar hún kom fram ásamt Björk á náttúruverndartónleikum og eftirminnilegt er þegar hún tróð óvænt upp ásamt leikaranum Russel Crowe sumarið 2012. Smith mun eyða nokkrum dögum hér á landi eftir tónleikana og er sérstaklega spennt fyrir því að fara á hestbak. „Ég vil fara á hestbak og heimsækja gröf Bobby Fischer, ég hef farið þangað áður en ég mun fara aftur með blóm. Fara út á land og skoða mig um þar.“Horses í heild sinni Platan Horses kom út árið 1975 og fagnar því 40 ára afmæli í ár og er fyrsta plata Smith sem mun heiðra þennan frumburð sinn á tónleikunum. Platan hafði mikil áhrif á pönk-rokk senuna í New York og prýðir meðal annars 44. sæti yfir 500 bestu plötur sögunnar að mati tímaritsins Rolling Stone og er meðal 100 bestu platna allra tíma samkvæmt tímaritinu Time. Ásamt Smith á sviðinu verða tveir upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar, þeir Lenny Kaye og Jay Dee Daugherty, ásamt bassa- og hljómborðsleikaranum Tony Shanahan og segir hún þau munu verða trú hljómi plötunnar á tónleikunum. „Ég er stolt yfir að koma fram ásamt hljómsveitinni. Ég er stolt af því að við erum heilsuhraust og höfum verið vinir í fjörutíu ár. Við eigum svo langa sögu og munum koma með þessa sögu og vináttu okkar upp á sviðið,“ segir Smith og segir það jafnframt bæði ögrandi og spennandi að flytja plötuna á tónleikum frá A til Ö. „Við lofuðum Horses, en við erum ekki hljómplata, við erum rokkhljómsveit en við munum spila hana frá fyrsta til síðasta lags,“ segir hún og bætir við: „Fyrsta lagið á plötunni er Glory, venjulega þegar þú ferð á svið byrjar þú á einhverju lágstemmdara og byggir upp, en við verðum að vera tilbúin til þess að flytja það strax. Það er áskorun, en jákvæð áskorun.“Elskar þegar fólk syngur með „Það er spennandi að fara í gegnum Horses með fólkinu og mér finnst frábært þegar fólk syngur með. Fólkið eru tónleikarnir, orkan sem það sendir og eldmóðurinn. Þegar fólk syngur Break it up fyllir það mig af tilfinningum,“ segir hún ánægð og hvetur íslenska aðdáendur til þess að hefja upp raust sína í Hörpu þann 17. ágúst næstkomandi. Smith er ásamt bandi sínu á tónleikaferðalagi og spilaði meðal annars á Glastonbury-hátíðinni í júní síðastliðnum. Þar fékk hún Dalai Lama upp á svið og flutti ásamt áhorfendaskaranum afmælissönginn fyrir trúarleiðtogann. Tónleikaferðalaginu lýkur á Íslandi sem er tilviljun sem Smith fagnar, en þau skoðuðu nokkur tilboð áður en ákveðið var að lokatónleikarnir yrðu í Hörpu og segir hún þá ákvörðun ekki byggða á peningum heldur ást. „Þetta er fullkominn staður til þess að enda tónleikaferðina, ég get fagnað með því að ríða á hestbaki inn í sólsetrið,“ segir hún og hlær.
Tónlist Tengdar fréttir Patti Smith tróð upp með Russell Crowe Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna ásamt hljómsveit á Menningarnæturtónleikum X-977 í kvöld. Ekki nóg með að leikarinn dásamaði land og þjóð heldur birtist vinkona hans, söngkonan Patti Smith á sviðinu öllum að óvörum og söng lagið Because the night við gríðarlegan fögnuð viðstaddra. 18. ágúst 2012 22:30 Patti Smith syngur í Reykjavík - myndband Meðfylgjandi myndskeið var tekið á Menningarnæturtónleikum X-977 þar sem Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna. Söngkonan Patti Smith mætti á sviðið öllum að óvörum og söng lagið Because the night. Eins og sjá má var henni mjög vel tekið. 19. ágúst 2012 11:00 E! fjallar um tónleika Russell Crowe og Patti Smith Sjónvarpsstöðin E! fjallar um tónleika Russell Crowe í Reykjavík um helgina á vefsíðu sinni í morgun. Þar segir að leikarinn hafi komið fram á tónleikunum ásamt Patti Smith og með fréttinni fylgir myndskeið þar sem þau taka lagið Because the Night. "Áhorfendum var brugðið þegar að Patti Smith mætti á sviðið,“ segir í fréttinni. 20. ágúst 2012 07:33 Patti Smith í Hörpu í ágúst Á tónleikunum mun rokkgyðjan flytja fyrstu plötu sína, Horses, í heild sinni í bland við nýrra efni. 10. apríl 2015 08:00 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Patti Smith tróð upp með Russell Crowe Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna ásamt hljómsveit á Menningarnæturtónleikum X-977 í kvöld. Ekki nóg með að leikarinn dásamaði land og þjóð heldur birtist vinkona hans, söngkonan Patti Smith á sviðinu öllum að óvörum og söng lagið Because the night við gríðarlegan fögnuð viðstaddra. 18. ágúst 2012 22:30
Patti Smith syngur í Reykjavík - myndband Meðfylgjandi myndskeið var tekið á Menningarnæturtónleikum X-977 þar sem Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna. Söngkonan Patti Smith mætti á sviðið öllum að óvörum og söng lagið Because the night. Eins og sjá má var henni mjög vel tekið. 19. ágúst 2012 11:00
E! fjallar um tónleika Russell Crowe og Patti Smith Sjónvarpsstöðin E! fjallar um tónleika Russell Crowe í Reykjavík um helgina á vefsíðu sinni í morgun. Þar segir að leikarinn hafi komið fram á tónleikunum ásamt Patti Smith og með fréttinni fylgir myndskeið þar sem þau taka lagið Because the Night. "Áhorfendum var brugðið þegar að Patti Smith mætti á sviðið,“ segir í fréttinni. 20. ágúst 2012 07:33
Patti Smith í Hörpu í ágúst Á tónleikunum mun rokkgyðjan flytja fyrstu plötu sína, Horses, í heild sinni í bland við nýrra efni. 10. apríl 2015 08:00