Jessie J heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. júlí 2015 07:45 Jessie J hefur verið ein skærasta poppstjarna heims undanfarin ár. Hún kemur fram ásamt hljómsveit í Laugardalshöllinni þann 15. september næstkomandi. nordicphotos/getty Breska tónlistarkonan og söngdívan Jessie J heldur stórtónleika í Laugardalshöllinni þriðjudaginn 15. september en hún hefur verið ein skærasta poppstjarna heims undanfarin ár. Hún er best þekkt fyrir að flytja risasmelli á borð Price Tag, Bang Bang og Domino. „Mér finnst hún alveg frábær. Það er alveg meiriháttar að ná listamanni til landsins sem er akkúrat núna á toppnum á sínum ferli. Hún er frábær á sviði og með eina flottustu röddina í tónlistarheiminum í dag,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson sem stendur fyrir tónleikunum.Jessie J er þekkt fyrir að gefa allt í tónleika sína.nordicphotos/gettyJessie J kom fyrst á sjónarsviðið árið 2011 með fyrstu plötunni sinni, Who You Are, en á þeirri plötu komust sex lög á topp tíu í Bretlandi og lagið Price Tag fór í efsta sætið um allan heim. Er hún fyrsta konan til að ná sex lögum af sömu plötu inn á topp tíu. Lagið Domino kom svo næst og fór það beint í efsta sæti um allan heim en með því lagi náði Jessie J fótfestu í Bandaríkjunum. Með nýjasta smellinum sínum, Bang Bang, þar sem hún fær Ariana Grande og Nicky Minaj með sér, er hún virkilega búin að stimpla sig inn sem ofurstjörnu. „Hlutur kvenna hefur ekki verið mikill í erlendu tónleikahaldi hér á landi undanfarin misseri og því finnst mér það líka sérlega frábært að fá hana til landsins. Hún er líka frábær karakter og rakaði meira að segja af sér hárið fyrir nokkrum árum til að styrkja gott málefni,“ segir Guðbjartur. Margir sáu hana árið 2012 í sjónvarpinu á lokaathöfn Ólympíuleikana í London, þar sem hún söng We Will Rock You með hljómsveitinni Queen. Hún hefur einnig verið þjálfari og leiðbeinandi í The Voice í Bretlandi og Ástralíu. Ólíkt mörgum öðrum stjörnum í tónlistarheiminum þá semur hún flest af sínum lögum sjálf en áður en hún hóf söngferil sinn vann hún við að semja lög fyrir aðra. Hún hefur meðal annars samið lög og texta fyrir Miley Cyrus, Justin Timberlake, Chris Brown, David Guetta og marga fleiri.Ólíkt mörgum öðrum stjörnum í tónlistarheiminum þá semur Jessie J flest af sínum lögum sjálf.nordicphotos/gettyLítið hefur verið um tónleika hér á landi með erlendum poppstjörnum. „Þessi tegund tónlistar hefur verið skilin svolítið út undan í tónleikahaldi hér á landi,“ bætir Guðbjartur við. Jessie J er á tónleikaferð um heiminn að kynna sína þriðju breiðskífu. Hún verður með hljómsveit með sér skipaða topphljóðfæraleikurum og bakröddum. „Þetta er alveg tuttugu manna hópur sem kemur með henni,“ segir Guðbjartur. Ekki liggur fyrir hvaða hljómsveit eða listamaður sér um upphitun á tónleikunum að svo stöddu. Miðasala hefst þriðjudaginn 28. júlí á midi.is klukkan 10.00. Einnig verður hægt að fá miða í verslunum Brim Laugavegi og Kringlunni.Ýmislegt skemmtilegt um Jessie J Jessie J er 27 ára gömul tónlistarkona, fædd og uppalin í London. Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur; Who You Are árið 2011, Alive árið 2013 og Sweet Talker árið 2014. Hún hefur selt yfir þrjár milljónir platna og yfir tuttugu milljónir smáskífulaga um heim allan. Fyrsta plata Jessie J naut strax mikilla vinsælda um heim allan, náði fyrsta sæti víða og hefur náð platínusölu í yfir 15 löndum. Hennar vinsælustu lög eru Price Tag, Domino, Bang Bang og Who You Are, svo nokkur séu nefnd.Hún hefur unnið fjölda verðlauna og má þar nefna Critic‘s Choice-verðlaunin á Brit Awards árið 2011, iHeartRadio-tónlistarverðlaunin fyrir besta samstarfið með Ariana Grande og Nicki Minaj í laginu Bang Bang og fjölda verðlauna frá MTV. Þá var hún tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í ár fyrir samstarf sitt með Ariana Grande og Nicki Minaj í laginu Bang Bang. Lagið Bang Bang er með tæpar 400 milljónir áhorfa á Youtube. Price Tag er með nærri því hálfan milljarð áhorfa og Domino með rétt tæplega 200 milljón áhorf. Jessie J hefur samið fyrir Miley Cyrus, Justin Timberlake, Chris Brown, David Guetta og marga fleiri. Tónlist Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Breska tónlistarkonan og söngdívan Jessie J heldur stórtónleika í Laugardalshöllinni þriðjudaginn 15. september en hún hefur verið ein skærasta poppstjarna heims undanfarin ár. Hún er best þekkt fyrir að flytja risasmelli á borð Price Tag, Bang Bang og Domino. „Mér finnst hún alveg frábær. Það er alveg meiriháttar að ná listamanni til landsins sem er akkúrat núna á toppnum á sínum ferli. Hún er frábær á sviði og með eina flottustu röddina í tónlistarheiminum í dag,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson sem stendur fyrir tónleikunum.Jessie J er þekkt fyrir að gefa allt í tónleika sína.nordicphotos/gettyJessie J kom fyrst á sjónarsviðið árið 2011 með fyrstu plötunni sinni, Who You Are, en á þeirri plötu komust sex lög á topp tíu í Bretlandi og lagið Price Tag fór í efsta sætið um allan heim. Er hún fyrsta konan til að ná sex lögum af sömu plötu inn á topp tíu. Lagið Domino kom svo næst og fór það beint í efsta sæti um allan heim en með því lagi náði Jessie J fótfestu í Bandaríkjunum. Með nýjasta smellinum sínum, Bang Bang, þar sem hún fær Ariana Grande og Nicky Minaj með sér, er hún virkilega búin að stimpla sig inn sem ofurstjörnu. „Hlutur kvenna hefur ekki verið mikill í erlendu tónleikahaldi hér á landi undanfarin misseri og því finnst mér það líka sérlega frábært að fá hana til landsins. Hún er líka frábær karakter og rakaði meira að segja af sér hárið fyrir nokkrum árum til að styrkja gott málefni,“ segir Guðbjartur. Margir sáu hana árið 2012 í sjónvarpinu á lokaathöfn Ólympíuleikana í London, þar sem hún söng We Will Rock You með hljómsveitinni Queen. Hún hefur einnig verið þjálfari og leiðbeinandi í The Voice í Bretlandi og Ástralíu. Ólíkt mörgum öðrum stjörnum í tónlistarheiminum þá semur hún flest af sínum lögum sjálf en áður en hún hóf söngferil sinn vann hún við að semja lög fyrir aðra. Hún hefur meðal annars samið lög og texta fyrir Miley Cyrus, Justin Timberlake, Chris Brown, David Guetta og marga fleiri.Ólíkt mörgum öðrum stjörnum í tónlistarheiminum þá semur Jessie J flest af sínum lögum sjálf.nordicphotos/gettyLítið hefur verið um tónleika hér á landi með erlendum poppstjörnum. „Þessi tegund tónlistar hefur verið skilin svolítið út undan í tónleikahaldi hér á landi,“ bætir Guðbjartur við. Jessie J er á tónleikaferð um heiminn að kynna sína þriðju breiðskífu. Hún verður með hljómsveit með sér skipaða topphljóðfæraleikurum og bakröddum. „Þetta er alveg tuttugu manna hópur sem kemur með henni,“ segir Guðbjartur. Ekki liggur fyrir hvaða hljómsveit eða listamaður sér um upphitun á tónleikunum að svo stöddu. Miðasala hefst þriðjudaginn 28. júlí á midi.is klukkan 10.00. Einnig verður hægt að fá miða í verslunum Brim Laugavegi og Kringlunni.Ýmislegt skemmtilegt um Jessie J Jessie J er 27 ára gömul tónlistarkona, fædd og uppalin í London. Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur; Who You Are árið 2011, Alive árið 2013 og Sweet Talker árið 2014. Hún hefur selt yfir þrjár milljónir platna og yfir tuttugu milljónir smáskífulaga um heim allan. Fyrsta plata Jessie J naut strax mikilla vinsælda um heim allan, náði fyrsta sæti víða og hefur náð platínusölu í yfir 15 löndum. Hennar vinsælustu lög eru Price Tag, Domino, Bang Bang og Who You Are, svo nokkur séu nefnd.Hún hefur unnið fjölda verðlauna og má þar nefna Critic‘s Choice-verðlaunin á Brit Awards árið 2011, iHeartRadio-tónlistarverðlaunin fyrir besta samstarfið með Ariana Grande og Nicki Minaj í laginu Bang Bang og fjölda verðlauna frá MTV. Þá var hún tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í ár fyrir samstarf sitt með Ariana Grande og Nicki Minaj í laginu Bang Bang. Lagið Bang Bang er með tæpar 400 milljónir áhorfa á Youtube. Price Tag er með nærri því hálfan milljarð áhorfa og Domino með rétt tæplega 200 milljón áhorf. Jessie J hefur samið fyrir Miley Cyrus, Justin Timberlake, Chris Brown, David Guetta og marga fleiri.
Tónlist Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp