Sögur gæða landið lífi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2015 10:30 "Hugmyndin spratt fram þegar ég var spurð hvernig hægt væri að nota þjóðfræði í ferðaþjónustu,“ segir Sóley Björk, sem vann forritið upp úr MA-verkefni sínu í Hagnýtri menningarmiðlun við H.Í. Mynd/Úr einkasafni „Það er hellingur í boði bæði fyrir heimamenn og gesti í Skagafirði, það eru bara ekki allir sem vita af því. Mig langaði að bæta úr því,“ segir Sóley Björk Guðmundsdóttir þjóðfræðingur og heilinn bak við forritið Lifandi landslag. „Hugmyndin spratt fram í atvinnuviðtali þegar ég var spurð hvernig hægt væri að nota þjóðfræði í ferðaþjónustu,“ segir hún og telur Skagafjörð fyrsta héraðið á landinu sem komi fram með slíkt alhliða þjónustu- og afþreyingarforrit. Sóley er fædd og uppalin á Sauðárkróki en ættuð utan af Skaga. Nú býr hún á höfuðborgarsvæðinu en er greinilega holl gömlu heimabyggðinni í huga. „Skagafjörður er söguríkt svæði. Þar gerist Grettissaga að stóru leyti og Sturlunga líka og þegar Jón Árnason safnaði saman þjóðsögunum varð honum vel ágengt í Skagafirði, þannig að úr mörgu var að velja fyrir mig.“Hún segir fólk sjá nákvæmlega á korti hvar sögurnar gerast. „Fólk stendur í Varmahlíð og lítur til Glóðafeykis meðan það fræðist um atburði tengda honum eða á hlaðinu á Reynistað og hlustar á sögur af útilegumönnum sem bjuggu í helli í fjallinu fyrir ofan. Þannig varð titillinn til, sögurnar gæða landið lífi.“ Sögurnar eru bæði til lestrar og hlustunar. Þær sem hægt er að hlýða á eru á nútímatalmáli að sögn Sóleyjar. En er hún með einhverjar úr samtímanum? „Já, aðeins. Ein þeirra er til dæmis frá 1978 um vegagerð í Hegranesi þar sem allt gekk á afturfótunum og öll tæki biluðu þegar átti að sprengja veginn í gegnum klöpp en samningar náðust við huldufólkið.“ Sóley kveðst ætla að búa til sérstakt forrit fyrir skólana í Skagafirði, því bæði Íslendingasögurnar og þjóðsögurnar tengist námskránni. „Ég held að sögurnar veki meiri áhuga þegar krakkarnir geta tengt þær beint við umhverfið í kringum sig. Það gerir landið verðmætara í augum þeirra og ef fólk er ánægt með heimabyggðina þá hefur það áhrif á sjálfsmynd þess.“ Hún tekur fram að forritið kosti ekkert og því sé tilvalið fyrir sem flesta að sækja það. „Fólk þarf ekki að vera í Skagafirði til að setja það inn, ef það er með slökkt á staðsetningunni. Ég var með tvær ungar frænkur frá Danmörku í heimsókn nýlega og þær voru bara með forritið í gangi hér í Reykjavík að hlusta á skagfirskar draugasögur.“ Skagafjörður Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Það er hellingur í boði bæði fyrir heimamenn og gesti í Skagafirði, það eru bara ekki allir sem vita af því. Mig langaði að bæta úr því,“ segir Sóley Björk Guðmundsdóttir þjóðfræðingur og heilinn bak við forritið Lifandi landslag. „Hugmyndin spratt fram í atvinnuviðtali þegar ég var spurð hvernig hægt væri að nota þjóðfræði í ferðaþjónustu,“ segir hún og telur Skagafjörð fyrsta héraðið á landinu sem komi fram með slíkt alhliða þjónustu- og afþreyingarforrit. Sóley er fædd og uppalin á Sauðárkróki en ættuð utan af Skaga. Nú býr hún á höfuðborgarsvæðinu en er greinilega holl gömlu heimabyggðinni í huga. „Skagafjörður er söguríkt svæði. Þar gerist Grettissaga að stóru leyti og Sturlunga líka og þegar Jón Árnason safnaði saman þjóðsögunum varð honum vel ágengt í Skagafirði, þannig að úr mörgu var að velja fyrir mig.“Hún segir fólk sjá nákvæmlega á korti hvar sögurnar gerast. „Fólk stendur í Varmahlíð og lítur til Glóðafeykis meðan það fræðist um atburði tengda honum eða á hlaðinu á Reynistað og hlustar á sögur af útilegumönnum sem bjuggu í helli í fjallinu fyrir ofan. Þannig varð titillinn til, sögurnar gæða landið lífi.“ Sögurnar eru bæði til lestrar og hlustunar. Þær sem hægt er að hlýða á eru á nútímatalmáli að sögn Sóleyjar. En er hún með einhverjar úr samtímanum? „Já, aðeins. Ein þeirra er til dæmis frá 1978 um vegagerð í Hegranesi þar sem allt gekk á afturfótunum og öll tæki biluðu þegar átti að sprengja veginn í gegnum klöpp en samningar náðust við huldufólkið.“ Sóley kveðst ætla að búa til sérstakt forrit fyrir skólana í Skagafirði, því bæði Íslendingasögurnar og þjóðsögurnar tengist námskránni. „Ég held að sögurnar veki meiri áhuga þegar krakkarnir geta tengt þær beint við umhverfið í kringum sig. Það gerir landið verðmætara í augum þeirra og ef fólk er ánægt með heimabyggðina þá hefur það áhrif á sjálfsmynd þess.“ Hún tekur fram að forritið kosti ekkert og því sé tilvalið fyrir sem flesta að sækja það. „Fólk þarf ekki að vera í Skagafirði til að setja það inn, ef það er með slökkt á staðsetningunni. Ég var með tvær ungar frænkur frá Danmörku í heimsókn nýlega og þær voru bara með forritið í gangi hér í Reykjavík að hlusta á skagfirskar draugasögur.“
Skagafjörður Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira