Sjálfshjálparpróf í stjórnmálum STefán Jón Hafstein skrifar 30. júlí 2015 07:00 Traust er það sem við þráum í samfélagsumræðunni þessi misserin. Gott og vel, en hvað með sjálfstraust? Þekkir þú – hinn almenni kjósandi – grundvallarafstöðu þína? Hér er próf um nokkur stórmál (og stigagjöf fylgir á eftir). Hversu mörg eru já-in hjá þér? 10 spurningar um grundvallaratriði 1)Ég vil aukið lýðræði. Ég vil að almenningur geti með undirskriftum eða aðgerðum samkvæmt skilgreindum leikreglum krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Já eða nei? Við þurfum ekkert að flækja þetta með tæknilegum útfærslum, spurningin er: Já eða nei? 2)Ég vil jafnrétti. Ég vil ekki að fólki sé mismunað á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, búsetu, trúar, stöðu eða stéttar. Já eða nei? Við þurfum ekkert að gera fyrirvara um svona grundvallaratriði, annaðhvort er maður með eða á móti: Jafn réttur, jöfn tækifæri? (Fyrir múslima, homma og lesbíur, aðflutta, fátæka og sjúka – alla?) 3)Ég vil að auðlindir Íslands sem ekki eru nú þegar í einkaeign verði skilgreindar sem þjóðareign og nýttar fyrir allan almenning. Þetta má útfæra á ýmsa vegu, en grundvallarreglan er skýr, af eða á, ekkert hálfkák. Já eða nei? Ef þú ert með efasemdir þá er svarið nei. 4)Ég vil meiri efnalegan jöfnuð á Íslandi. Hér koma til álita mörg ,,já, en…“ svör, en hvar ertu í hjarta þér? Eignaskipting á Íslandi er þannig að 1% landsmanna á 25% af eignum. En tekjuskipting er þannig að Ísland er með meiri jöfnuð en þekkist víða um lönd. En hvernig líður þér núna? Meiri jöfnuð? Já eða nei? 5)Viltu bætt heilbrigðiskerfi fyrir almenning jafnvel þótt það kosti hærri skatta á þig persónulega? Hér eru vissulega mörg álitamál – það er nú margt bruðlið sem má hætta við áður en skattar hækka. En spurningin er þessi: Gefum okkur að allt annað í ríkisfjármálum sé óhagganlegt nema heilbrigðiskerfið og skattar, ertu til í að borga meira fyrir betri þjónustu fyrir alla? Já eða nei? 6)Viltu vernda hálendið? Taka frá stóran skika umhverfis jöklana okkar og vernda fyrir virkjunum, háspennulínum og hraðbrautum? Þetta er, viðurkenni ég, spurning með mörgum mögulegum fyrirvörum og útúrdúrum. En setjum bara teikningu af stóru hjarta sem nær yfir 25-30% af Íslandi einmitt í miðju hálendisins og segjum: Hingað og ekki lengra. Já eða nei? Hvar stendur þú? 7)Viltu setja forseta Íslands, Alþingi og ráðherrum strangar siðareglur með viðurlögum? Að umboðsmaður Alþingis, ríkisendurskoðun og Siðfræðistofnun leggi tillögur um slíkar reglur til umræðu fyrir almenning? Slíkar tillögur hafa reyndar komið fram en þarf að taka málið upp að nýju? Já eða nei? 8)Viltu að stjórnarskráin verði endurskoðuð í stórum dráttum í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um meginatriði þeirra tillagna? Til upprifjunar má nefna skýrari skilgreiningu á embætti forsetans og hlutverki hans, aukinn rétt almennings til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu (sjá að ofan), ákvæði um þjóðareign á auðlindum, (sjá að ofan), jafnara vægi atkvæða, skorður við valdi embætta og stofnana og víðtækari ákvæði um almannarétt. Með öðrum orðum: Viltu endurskoða stjórnarskrána frá grunni og kjósa svo um hana: Já eða nei? 9)Viltu auka sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu, ríkisstjórn í heild og einstökum ráðherrum? Þetta er hægt að gera eftir mörgum leiðum, en höldum okkur bara við meginlínuna: Aukið sjálfstæði Alþingis, já eða nei? 10)Viltu kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið áður en dyrum verður lokað endanlega? (Hér er ekki spurt um afstöðu til ESB, heldur afstöðu til málsmeðferðar og hvort þjóðin eigi að hafa síðasta orðið). Já eða nei? Hvernig er ég? Áður en margir fara að fjasa um aðferðafræðina við þetta próf skal ég fyrstur manna viðurkenna að þetta eru engin vísindi. En. Ef þú ert með sjö eða átta eða fleiri já-svör ertu líklega eins og fólk er flest. Ýmsar ólíkar kannanir hafa sýnt já-stuðning meirihluta kjósenda við flest ef ekki öll þessara mála. Og svo hefur verið all lengi. Hvað segir það um lýðræðið í landinu að ekkert gerist til að færa þessi mál í það horf sem almenningur vill? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Stefán Jón Hafstein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Traust er það sem við þráum í samfélagsumræðunni þessi misserin. Gott og vel, en hvað með sjálfstraust? Þekkir þú – hinn almenni kjósandi – grundvallarafstöðu þína? Hér er próf um nokkur stórmál (og stigagjöf fylgir á eftir). Hversu mörg eru já-in hjá þér? 10 spurningar um grundvallaratriði 1)Ég vil aukið lýðræði. Ég vil að almenningur geti með undirskriftum eða aðgerðum samkvæmt skilgreindum leikreglum krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Já eða nei? Við þurfum ekkert að flækja þetta með tæknilegum útfærslum, spurningin er: Já eða nei? 2)Ég vil jafnrétti. Ég vil ekki að fólki sé mismunað á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, búsetu, trúar, stöðu eða stéttar. Já eða nei? Við þurfum ekkert að gera fyrirvara um svona grundvallaratriði, annaðhvort er maður með eða á móti: Jafn réttur, jöfn tækifæri? (Fyrir múslima, homma og lesbíur, aðflutta, fátæka og sjúka – alla?) 3)Ég vil að auðlindir Íslands sem ekki eru nú þegar í einkaeign verði skilgreindar sem þjóðareign og nýttar fyrir allan almenning. Þetta má útfæra á ýmsa vegu, en grundvallarreglan er skýr, af eða á, ekkert hálfkák. Já eða nei? Ef þú ert með efasemdir þá er svarið nei. 4)Ég vil meiri efnalegan jöfnuð á Íslandi. Hér koma til álita mörg ,,já, en…“ svör, en hvar ertu í hjarta þér? Eignaskipting á Íslandi er þannig að 1% landsmanna á 25% af eignum. En tekjuskipting er þannig að Ísland er með meiri jöfnuð en þekkist víða um lönd. En hvernig líður þér núna? Meiri jöfnuð? Já eða nei? 5)Viltu bætt heilbrigðiskerfi fyrir almenning jafnvel þótt það kosti hærri skatta á þig persónulega? Hér eru vissulega mörg álitamál – það er nú margt bruðlið sem má hætta við áður en skattar hækka. En spurningin er þessi: Gefum okkur að allt annað í ríkisfjármálum sé óhagganlegt nema heilbrigðiskerfið og skattar, ertu til í að borga meira fyrir betri þjónustu fyrir alla? Já eða nei? 6)Viltu vernda hálendið? Taka frá stóran skika umhverfis jöklana okkar og vernda fyrir virkjunum, háspennulínum og hraðbrautum? Þetta er, viðurkenni ég, spurning með mörgum mögulegum fyrirvörum og útúrdúrum. En setjum bara teikningu af stóru hjarta sem nær yfir 25-30% af Íslandi einmitt í miðju hálendisins og segjum: Hingað og ekki lengra. Já eða nei? Hvar stendur þú? 7)Viltu setja forseta Íslands, Alþingi og ráðherrum strangar siðareglur með viðurlögum? Að umboðsmaður Alþingis, ríkisendurskoðun og Siðfræðistofnun leggi tillögur um slíkar reglur til umræðu fyrir almenning? Slíkar tillögur hafa reyndar komið fram en þarf að taka málið upp að nýju? Já eða nei? 8)Viltu að stjórnarskráin verði endurskoðuð í stórum dráttum í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um meginatriði þeirra tillagna? Til upprifjunar má nefna skýrari skilgreiningu á embætti forsetans og hlutverki hans, aukinn rétt almennings til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu (sjá að ofan), ákvæði um þjóðareign á auðlindum, (sjá að ofan), jafnara vægi atkvæða, skorður við valdi embætta og stofnana og víðtækari ákvæði um almannarétt. Með öðrum orðum: Viltu endurskoða stjórnarskrána frá grunni og kjósa svo um hana: Já eða nei? 9)Viltu auka sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu, ríkisstjórn í heild og einstökum ráðherrum? Þetta er hægt að gera eftir mörgum leiðum, en höldum okkur bara við meginlínuna: Aukið sjálfstæði Alþingis, já eða nei? 10)Viltu kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið áður en dyrum verður lokað endanlega? (Hér er ekki spurt um afstöðu til ESB, heldur afstöðu til málsmeðferðar og hvort þjóðin eigi að hafa síðasta orðið). Já eða nei? Hvernig er ég? Áður en margir fara að fjasa um aðferðafræðina við þetta próf skal ég fyrstur manna viðurkenna að þetta eru engin vísindi. En. Ef þú ert með sjö eða átta eða fleiri já-svör ertu líklega eins og fólk er flest. Ýmsar ólíkar kannanir hafa sýnt já-stuðning meirihluta kjósenda við flest ef ekki öll þessara mála. Og svo hefur verið all lengi. Hvað segir það um lýðræðið í landinu að ekkert gerist til að færa þessi mál í það horf sem almenningur vill?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun