Hvað á þetta að þýða? Magnús Guðmundsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 „Hvað á þetta að þýða? Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls – pælið í því. Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Þessi orð og mörg fleiri áhrifarík, sönn og merk orð, sagði Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri af því tilefni að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían veitti henni heiðursverðlaun Eddunnar árið 2013. Kristín var að tala um það sem nú er loksins komið í hámæli en það er staða kvenna í íslenskri kvikmyndalist. Kristín er frumkvöðull í sínu starfi og kona sem átti með sönnu heiðurinn skilinn. En hún, eins og svo margar kynsystur hennar, hefði líka átt annað og meira skilið í gegnum tíðina af þeim sem fara með peningavöldin í íslenskri kvikmyndagerð. Kristín brýndi líka konurnar í bransanum til þess að bíða þess ekki að þeim yrðu færð tækifæri úr höndum þessa karllæga samfélags – heldur sækja sér rétt sinn og tækifæri. Kvikmyndalistinni og samfélaginu öllu til heilla. Að gera sitt til þess að gera samfélagið heilt. Konur í íslenskri kvikmyndagerð hafa með sönnu svarað kalli Kristínar og kalli tímans. Kristín hefur ekki heldur ekki látið sitt eftir liggja og vinnur nú að undirbúningi fyrir tökur á nýrri kvikmynd á haustmánuðum. Heilt yfir virðist hlutur kvenna blessunarlega fara vaxandi í íslenskri kvikmyndagerð og er það fyrst og fremst að þakka ötulli baráttu og góðu starfi fjölda kvenna innan greinarinnar. Krafturinn er slíkur að Baltasar Kormákur, einn helsti kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri landsins, viðraði fyrir skömmu þá hugmynd að koma á einhvers konar kynjakvóta til þess að tryggja konum aðgengi að fjármagni til kvikmyndagerðar. Illugi Gunnarsson ráðherra er spenntur fyrir hugmyndum Baltasars og það er með sönnu gott að nú er loks farið að huga að því fyrir alvöru að bæta hlut kvenna í íslenskri kvikmyndagerð. Það fylgir því reyndar smá kjánahrollur, svona einhvers konar samfélagslegur kjánahrollur, að umræðan og hugmyndirnar þurfi að koma frá karlmönnum í lykilstöðum í bransanum en það er kannski sama hvaðan gott kemur. Hitt er öllu verra ef rétt reynist; að rétta eigi hlut kvenna með einhvers konar yfirfalli. Að með því að auka við fjármagn í sjóðnum myndist viðbótarfé sem verði svo eyrnamerkt konum í kvikmyndagerð. Það er hætt við því að með því fari þorri peninganna áfram í karllæg verkefni en viðbótin sem fari til kvenna dugi í besta falli til þess að draga úr þeim baráttuþrekið. „Hvað á þetta að þýða?“ Mætti nú ímynda sér réttsýna konu segja með þjósti. Málið er að ef það er til staðar vilji til þess að rétta hlut kvenna í kvikmyndagerð þá þarf að gera það fyrst og fremst að höfðu samráði við konur og vonandi mun ráðherra hafa það í huga. Það hafa nefnilega verið konur sem hafa búið við þetta misrétti og þær eru því að sönnu best til þess fallnar að rétta óréttlætið. Þær eru líka eflaust best til þess fallnar að rétta hlut áhorfenda sem hafa verið sviknir um veruleika íslenskra kvenna í kvikmyndum í gegnum árin. Nú er því mikilvægt sem aldrei fyrr fyrir konur í íslenskri kvikmyndagerð að láta ekki deigan síga, heldur þvert á móti að nýta sér meðbyrinn. Þá er gott að muna lokaorð eldræðu Kristínar Jóhannesdóttur sem áður var vitnað til: „Fram til sigurs!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
„Hvað á þetta að þýða? Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls – pælið í því. Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Þessi orð og mörg fleiri áhrifarík, sönn og merk orð, sagði Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri af því tilefni að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían veitti henni heiðursverðlaun Eddunnar árið 2013. Kristín var að tala um það sem nú er loksins komið í hámæli en það er staða kvenna í íslenskri kvikmyndalist. Kristín er frumkvöðull í sínu starfi og kona sem átti með sönnu heiðurinn skilinn. En hún, eins og svo margar kynsystur hennar, hefði líka átt annað og meira skilið í gegnum tíðina af þeim sem fara með peningavöldin í íslenskri kvikmyndagerð. Kristín brýndi líka konurnar í bransanum til þess að bíða þess ekki að þeim yrðu færð tækifæri úr höndum þessa karllæga samfélags – heldur sækja sér rétt sinn og tækifæri. Kvikmyndalistinni og samfélaginu öllu til heilla. Að gera sitt til þess að gera samfélagið heilt. Konur í íslenskri kvikmyndagerð hafa með sönnu svarað kalli Kristínar og kalli tímans. Kristín hefur ekki heldur ekki látið sitt eftir liggja og vinnur nú að undirbúningi fyrir tökur á nýrri kvikmynd á haustmánuðum. Heilt yfir virðist hlutur kvenna blessunarlega fara vaxandi í íslenskri kvikmyndagerð og er það fyrst og fremst að þakka ötulli baráttu og góðu starfi fjölda kvenna innan greinarinnar. Krafturinn er slíkur að Baltasar Kormákur, einn helsti kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri landsins, viðraði fyrir skömmu þá hugmynd að koma á einhvers konar kynjakvóta til þess að tryggja konum aðgengi að fjármagni til kvikmyndagerðar. Illugi Gunnarsson ráðherra er spenntur fyrir hugmyndum Baltasars og það er með sönnu gott að nú er loks farið að huga að því fyrir alvöru að bæta hlut kvenna í íslenskri kvikmyndagerð. Það fylgir því reyndar smá kjánahrollur, svona einhvers konar samfélagslegur kjánahrollur, að umræðan og hugmyndirnar þurfi að koma frá karlmönnum í lykilstöðum í bransanum en það er kannski sama hvaðan gott kemur. Hitt er öllu verra ef rétt reynist; að rétta eigi hlut kvenna með einhvers konar yfirfalli. Að með því að auka við fjármagn í sjóðnum myndist viðbótarfé sem verði svo eyrnamerkt konum í kvikmyndagerð. Það er hætt við því að með því fari þorri peninganna áfram í karllæg verkefni en viðbótin sem fari til kvenna dugi í besta falli til þess að draga úr þeim baráttuþrekið. „Hvað á þetta að þýða?“ Mætti nú ímynda sér réttsýna konu segja með þjósti. Málið er að ef það er til staðar vilji til þess að rétta hlut kvenna í kvikmyndagerð þá þarf að gera það fyrst og fremst að höfðu samráði við konur og vonandi mun ráðherra hafa það í huga. Það hafa nefnilega verið konur sem hafa búið við þetta misrétti og þær eru því að sönnu best til þess fallnar að rétta óréttlætið. Þær eru líka eflaust best til þess fallnar að rétta hlut áhorfenda sem hafa verið sviknir um veruleika íslenskra kvenna í kvikmyndum í gegnum árin. Nú er því mikilvægt sem aldrei fyrr fyrir konur í íslenskri kvikmyndagerð að láta ekki deigan síga, heldur þvert á móti að nýta sér meðbyrinn. Þá er gott að muna lokaorð eldræðu Kristínar Jóhannesdóttur sem áður var vitnað til: „Fram til sigurs!“
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun