Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Snærós Sindradóttir skrifar 11. ágúst 2015 07:00 TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti flak vélarinnar í gærkvöld niður að Bug í Hörgárdal og þaðan með vörubíl til Reykjavíkur. Á annan tug manna tók þátt í aðgerðum á vettvangi sem tóku um tvær klukkustundir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa mun að því loknu taka til við að rannsaka vélina og leita að orsök slyssins. Fréttablaðið/Völundur Jónsson „Þetta er eins og að leita að nál í heystakki. Landið var allt undir,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnisstjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Vel gekk að finna flugvélina sem hrapaði í Barkárdal á sunnudag. Samhæfingarmiðstöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17.06 og rúmum þremur klukkustundum síðar, klukkan 20.29, var vélin fundin. „Það er samvinna allra viðbragðsaðila sem skilar þessum árangri. Við gerum þetta fræðilega. Vélin fannst innan þess líkindahrings sem við vorum að vinna eftir,“ segir Guðbrandur.Gat verið hvar sem er Spurður hvort erfiðara sé að finna flugvél en fótgangandi ferðamenn, í ljósi þess að flugvél kemst yfir mun stærra svæði, segir Guðbrandur: „Það er erfiðara og auðveldara. Flugvél er stór og það getur alltaf komið frá henni reykur eða fundist bensínlykt.“ Litlar vísbendingar voru þó um staðsetningu vélarinnar og því ljóst að hún gat nánast verið hvar sem var. „Flugvélin fór nokkurn veginn í þann geira sem við gerðum ráð fyrir. Þeir gáfu upp breytingu á flugleið sem skilaði sér í því að við vorum með sterka vísbendingu um hvaða stefna hefði verið tekin frá seinasta þekkta stað.“ Mennirnir tveir, Arngrímur Jóhannsson og Grant Wagstaff, voru báðir reyndir flugmenn. Grant lést inni í vélinni og fannst illa brunninn. Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni nokkuð brenndur. Ekkert símasamband var í Barkárdal.Ekkert neyðarboð Gunnar Jóhannsson hjá lögreglunni á Akureyri staðfesti að ekkert neyðarboð hefði komið frá flugvélinni. Hann segir að lágskýjað hafi verið víða á svæðinu. Flugvélin var af gerðinni de Havilland Beaver. Samkvæmt Gesti Einari Jónssyni, framkvæmdastjóra Flugsafns Íslands, var flugvélin að fara í sína síðustu ferð úr landi. Hún hafði verið seld til Ameríku. „Þeir fljúga þessa leið til Ameríku. Frá Keflavík yfir til Grænlands og hoppa þar á milli.“ Hann segir vélina vera frá 1960. „Hún nauðlenti í Kenía í Afríku árið 1963 og þar lá hún bara,“ segir Gestur. Hann segir vélina hafa verið notaða af breska flughernum. „Hún liggur þar til 1999 og er þá flutt til Bandaríkjanna, eða það sem eftir var af henni. Hún var endursmíðuð afskaplega vel og vandlega og var talin ein besta flugvél sinnar tegundar í heiminum í dag.“Vanir menn og varkárir Gestur segir fjölda flugáhugamanna hafa haft áhuga á vélinni. Hún hefur verið til sýnis á Flugsafni Íslands síðan hún kom hingað til lands árið 2008. Þá flugu Arngrímur og Grant henni til landsins frá Ameríku á átján dögum. „Menn eins og Arngrímur og þessi ágæti maður sem var með honum eru vanir menn og varkárir.“ Hann segir safnið hafa séð eftir flugvélinni. „Vélar eru keyptar og seldar en við sáum eftir henni því hún var óskaplega falleg í safninu og vakti mikla athygli. Við kvöddum þá þegar þeir fóru.“ Ferðamennska á Íslandi Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flak flugvélarinnar á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hana niður af slysstað í kvöld. 10. ágúst 2015 22:28 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Þetta er eins og að leita að nál í heystakki. Landið var allt undir,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnisstjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Vel gekk að finna flugvélina sem hrapaði í Barkárdal á sunnudag. Samhæfingarmiðstöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17.06 og rúmum þremur klukkustundum síðar, klukkan 20.29, var vélin fundin. „Það er samvinna allra viðbragðsaðila sem skilar þessum árangri. Við gerum þetta fræðilega. Vélin fannst innan þess líkindahrings sem við vorum að vinna eftir,“ segir Guðbrandur.Gat verið hvar sem er Spurður hvort erfiðara sé að finna flugvél en fótgangandi ferðamenn, í ljósi þess að flugvél kemst yfir mun stærra svæði, segir Guðbrandur: „Það er erfiðara og auðveldara. Flugvél er stór og það getur alltaf komið frá henni reykur eða fundist bensínlykt.“ Litlar vísbendingar voru þó um staðsetningu vélarinnar og því ljóst að hún gat nánast verið hvar sem var. „Flugvélin fór nokkurn veginn í þann geira sem við gerðum ráð fyrir. Þeir gáfu upp breytingu á flugleið sem skilaði sér í því að við vorum með sterka vísbendingu um hvaða stefna hefði verið tekin frá seinasta þekkta stað.“ Mennirnir tveir, Arngrímur Jóhannsson og Grant Wagstaff, voru báðir reyndir flugmenn. Grant lést inni í vélinni og fannst illa brunninn. Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni nokkuð brenndur. Ekkert símasamband var í Barkárdal.Ekkert neyðarboð Gunnar Jóhannsson hjá lögreglunni á Akureyri staðfesti að ekkert neyðarboð hefði komið frá flugvélinni. Hann segir að lágskýjað hafi verið víða á svæðinu. Flugvélin var af gerðinni de Havilland Beaver. Samkvæmt Gesti Einari Jónssyni, framkvæmdastjóra Flugsafns Íslands, var flugvélin að fara í sína síðustu ferð úr landi. Hún hafði verið seld til Ameríku. „Þeir fljúga þessa leið til Ameríku. Frá Keflavík yfir til Grænlands og hoppa þar á milli.“ Hann segir vélina vera frá 1960. „Hún nauðlenti í Kenía í Afríku árið 1963 og þar lá hún bara,“ segir Gestur. Hann segir vélina hafa verið notaða af breska flughernum. „Hún liggur þar til 1999 og er þá flutt til Bandaríkjanna, eða það sem eftir var af henni. Hún var endursmíðuð afskaplega vel og vandlega og var talin ein besta flugvél sinnar tegundar í heiminum í dag.“Vanir menn og varkárir Gestur segir fjölda flugáhugamanna hafa haft áhuga á vélinni. Hún hefur verið til sýnis á Flugsafni Íslands síðan hún kom hingað til lands árið 2008. Þá flugu Arngrímur og Grant henni til landsins frá Ameríku á átján dögum. „Menn eins og Arngrímur og þessi ágæti maður sem var með honum eru vanir menn og varkárir.“ Hann segir safnið hafa séð eftir flugvélinni. „Vélar eru keyptar og seldar en við sáum eftir henni því hún var óskaplega falleg í safninu og vakti mikla athygli. Við kvöddum þá þegar þeir fóru.“
Ferðamennska á Íslandi Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flak flugvélarinnar á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hana niður af slysstað í kvöld. 10. ágúst 2015 22:28 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19
Flak flugvélarinnar á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hana niður af slysstað í kvöld. 10. ágúst 2015 22:28
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39