Í fótspor frænku tuttugu árum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2015 06:30 Aníta á fullri ferð. vísir/getty Ísland hefur ekki átt langhlaupara á HM í frjálsum í tuttugu ár og það leit út fyrir að biðin lengdist enn þegar Aníta Hinriksdóttir náði ekki ströngum lágmörkum fyrir þátttökurétt í 800 metra hlaupi. Í gær kom hins vegar í ljós að íslenska hlaupadrottningin fær tækifæri til að feta í fótspor frænku sinnar, Mörtu Ernstsdóttur.Öðruvísi reglur fyrir þetta HM „Það voru öðruvísi reglur áður þegar það voru A- og B-lágmörk. Íslendingarnir voru oft að fara inn á stórmótin á B-lágmörkunum. Nú eru engin B-lágmörk lengur heldur stjórnar mótshaldarinn reglunum. Lágmarkið inn á HM núna er eiginlega eins og gömlu A-lágmörkin eða mjög strangt. Síðan fylla þeir upp í fjöldann með afrekum sem koma næst,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. Alþjóðasambandið staðfesti í gær að Aníta verði með keppenda á heimsmeistaramótinu sem hefst þann 20. ágúst í Peking í Kína. „Við vorum búin að fara á mót í Belgíu tvær helgar í röð og þar voru allir að miða við þessi lágmörk. Það vissu því margir eftir tvö síðustu mót að þeir væru mjög heitir,“ segir Gunnar Páll en Anítu vantaði aðeins fimmtán hundraðshluta upp á að ná lágmarkinu. „Við vissum í gær að það væri mjög líklegt að hún fengi að fara en það var ekki gefið endanlega út fyrr en í dag (í gær). Hún var svo ofboðslega nálægt lágmarkinu þannig að líkurnar voru talsverðar. Við erum mjög sátt með að hafa farið í þessi tvö hlaup gagngert til þess að reyna að ná lágmarkinu. Það borgaði sig,“ segir Gunnar.Fyrsta heimsmeistaramótið Aníta keppir nú á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í fullorðinsflokki. „Þetta verður stærsta mótið sem hún hefur tekið þátt í og mér finnst þetta vera mjög mikilvægt. Hún komst í úrslit á EM innanhúss og var eini unglingurinn sem náði því. Hún komst síðan í undanúrslit á EM utanhúss í fyrra og er byrjuð að gera sig gildandi í fullorðinsflokknum. Það að komast inn á heimsmeistaramótið styrkir enn frekar stöðu hennar í undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana. Þetta gæti líka hjálpað henni almennt í að skapa sér nafn til þess að komast inn á stærstu mótin. Það er mikil barátta um að komast inn á þau mót. Reynsla og annað hefur töluvert að segja í öllum greinum en ekki hvað síst í þessum greinum sem hún er að finna sig í enda að læra taktísk hlaup í hverju hlaupi,“ segir Gunnar Páll.Strákarnir ekki eins góðir Aníta og spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir verða einu íslensku keppendurnir á HM í ár. „Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk) og Hafdís Sigurðardóttir (langstökk) eru næstar á eftir þeim Ásdísi og Anítu. Strákarnir hafa því ekki átt alveg eins gott ár og stelpurnar,“ segir Gunnar Páll. Hann býst við frábæru móti. „Þetta verður mikið ævintýri. Kínverjarnir kunna þetta frá Ólympíuleikunum og þetta verður örugglega mjög flott mót,“ segir Gunnar Páll að lokum.Stelpurnar reyna að ferðast saman Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir munu að öllum líkindum ferðast saman til Kína en þær eru einu íslensku keppendurnir á HM í frjálsum íþróttum í Peking. Ásdís hefur vitað það síðan í vor að hún væri að fara til Peking. „Þetta er frekar stuttur fyrirvari og nú er allt á fullu að reyna að fá vegabréfsáritun til Kína og skipuleggja ferðir. Við erum að vonast til þess að hún geti ferðast með Ásdísi frá Zürich þar sem Ásdís býr,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. „Ef hún kemst með Ásdísi þá fær hún nógu marga daga úti því fyrstu dagarnir fara bara í það að jafna sig, bæði á löngu ferðalagi og tímamismuninum. Við tökum aldrei mjög erfiðar æfingar þarna úti en við tökum enga alvöru æfingu fyrr en á þriðja, fjórða degi,“ segir Gunnar Páll. Komist Aníta út með Ásdísi líða sex dagar frá því að hún kemur til Peking þar til keppni í undanrásum 800 metra hlaupsins fer fram 26. ágúst næstkomandi Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira
Ísland hefur ekki átt langhlaupara á HM í frjálsum í tuttugu ár og það leit út fyrir að biðin lengdist enn þegar Aníta Hinriksdóttir náði ekki ströngum lágmörkum fyrir þátttökurétt í 800 metra hlaupi. Í gær kom hins vegar í ljós að íslenska hlaupadrottningin fær tækifæri til að feta í fótspor frænku sinnar, Mörtu Ernstsdóttur.Öðruvísi reglur fyrir þetta HM „Það voru öðruvísi reglur áður þegar það voru A- og B-lágmörk. Íslendingarnir voru oft að fara inn á stórmótin á B-lágmörkunum. Nú eru engin B-lágmörk lengur heldur stjórnar mótshaldarinn reglunum. Lágmarkið inn á HM núna er eiginlega eins og gömlu A-lágmörkin eða mjög strangt. Síðan fylla þeir upp í fjöldann með afrekum sem koma næst,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. Alþjóðasambandið staðfesti í gær að Aníta verði með keppenda á heimsmeistaramótinu sem hefst þann 20. ágúst í Peking í Kína. „Við vorum búin að fara á mót í Belgíu tvær helgar í röð og þar voru allir að miða við þessi lágmörk. Það vissu því margir eftir tvö síðustu mót að þeir væru mjög heitir,“ segir Gunnar Páll en Anítu vantaði aðeins fimmtán hundraðshluta upp á að ná lágmarkinu. „Við vissum í gær að það væri mjög líklegt að hún fengi að fara en það var ekki gefið endanlega út fyrr en í dag (í gær). Hún var svo ofboðslega nálægt lágmarkinu þannig að líkurnar voru talsverðar. Við erum mjög sátt með að hafa farið í þessi tvö hlaup gagngert til þess að reyna að ná lágmarkinu. Það borgaði sig,“ segir Gunnar.Fyrsta heimsmeistaramótið Aníta keppir nú á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í fullorðinsflokki. „Þetta verður stærsta mótið sem hún hefur tekið þátt í og mér finnst þetta vera mjög mikilvægt. Hún komst í úrslit á EM innanhúss og var eini unglingurinn sem náði því. Hún komst síðan í undanúrslit á EM utanhúss í fyrra og er byrjuð að gera sig gildandi í fullorðinsflokknum. Það að komast inn á heimsmeistaramótið styrkir enn frekar stöðu hennar í undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana. Þetta gæti líka hjálpað henni almennt í að skapa sér nafn til þess að komast inn á stærstu mótin. Það er mikil barátta um að komast inn á þau mót. Reynsla og annað hefur töluvert að segja í öllum greinum en ekki hvað síst í þessum greinum sem hún er að finna sig í enda að læra taktísk hlaup í hverju hlaupi,“ segir Gunnar Páll.Strákarnir ekki eins góðir Aníta og spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir verða einu íslensku keppendurnir á HM í ár. „Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk) og Hafdís Sigurðardóttir (langstökk) eru næstar á eftir þeim Ásdísi og Anítu. Strákarnir hafa því ekki átt alveg eins gott ár og stelpurnar,“ segir Gunnar Páll. Hann býst við frábæru móti. „Þetta verður mikið ævintýri. Kínverjarnir kunna þetta frá Ólympíuleikunum og þetta verður örugglega mjög flott mót,“ segir Gunnar Páll að lokum.Stelpurnar reyna að ferðast saman Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir munu að öllum líkindum ferðast saman til Kína en þær eru einu íslensku keppendurnir á HM í frjálsum íþróttum í Peking. Ásdís hefur vitað það síðan í vor að hún væri að fara til Peking. „Þetta er frekar stuttur fyrirvari og nú er allt á fullu að reyna að fá vegabréfsáritun til Kína og skipuleggja ferðir. Við erum að vonast til þess að hún geti ferðast með Ásdísi frá Zürich þar sem Ásdís býr,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. „Ef hún kemst með Ásdísi þá fær hún nógu marga daga úti því fyrstu dagarnir fara bara í það að jafna sig, bæði á löngu ferðalagi og tímamismuninum. Við tökum aldrei mjög erfiðar æfingar þarna úti en við tökum enga alvöru æfingu fyrr en á þriðja, fjórða degi,“ segir Gunnar Páll. Komist Aníta út með Ásdísi líða sex dagar frá því að hún kemur til Peking þar til keppni í undanrásum 800 metra hlaupsins fer fram 26. ágúst næstkomandi
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira