Birta að brjótast gegnum ský blandast eilífri heimþrá Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 11:15 Mér finnst seiglan einkennandi fyrir Íslendinga, enda er Seigla titill einnar myndarinnar,“ segir Ragna. Vísir/GVA „Ég er voða mikið alltaf að mála Ísland,“ segir Ragna Sigrúnardóttir myndlistarmaður sem hefur átt heima í Seattle í Bandaríkjunum í tvo áratugi. Kveðst búa þar fremur norðarlega og veðrabrigði og skýjafar að vetrinum minni hana á föðurlandið.Fífan er eitt þeirra íslensku blóma sem Ragna fangar á striga.„Kveikjan að seríunni sem ég er með núna var sólin að reyna að brjótast í gegn um skýin. Sú birta blandast þessari eilífu heimþrá sem er að kvelja mig á hverjum degi,“ segir Ragna sem stoppar sex vikur í þessari Íslandsheimsókn ásamt bandarískum eiginmanni og dætrunum Kötlu og Melkorku. Íslenskar konur eru meðal eftirlætis myndefna Rögnu.Einurð heitir sýningin sem Ragna er að opna í Listhúsi Ófeigs. Hún segir orðið tengjast lífinu á Íslandi og bendir á myndir af móablómum. „Þessi pínulitlu, fallegu blóm sem stinga upp kollinum alls staðar og reyna að blómstra í urð og sandi og í alls konar veðri. Ég blanda konum inn í þetta, enda alin upp af sterkum og fallegum konum og á tvær glæsilegar systur. Mér finnst það sama gilda um konurnar á Íslandi og blómin. Þær eru seigar.“ Seigari en í Seattle?. „Já, þær eru harðgerari konurnar hér en fegurðinni er samt ekki fórnað, það er sami fínleikinn sem einkennir íslenskar konur og blóm.“ Þetta er sjöunda einkasýning Rögnu í Listhúsi Ófeigs. Þar eru 24 ný málverk, öll unnin í olíu á striga. Ragna tekur á móti sýningargestum í dag milli klukkan 16 og 19 og í framhaldinu verður sýningin opin milli 10 og 18 virka daga og laugardaga milli klukkan 11 og 16 fram til 9. september. Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er voða mikið alltaf að mála Ísland,“ segir Ragna Sigrúnardóttir myndlistarmaður sem hefur átt heima í Seattle í Bandaríkjunum í tvo áratugi. Kveðst búa þar fremur norðarlega og veðrabrigði og skýjafar að vetrinum minni hana á föðurlandið.Fífan er eitt þeirra íslensku blóma sem Ragna fangar á striga.„Kveikjan að seríunni sem ég er með núna var sólin að reyna að brjótast í gegn um skýin. Sú birta blandast þessari eilífu heimþrá sem er að kvelja mig á hverjum degi,“ segir Ragna sem stoppar sex vikur í þessari Íslandsheimsókn ásamt bandarískum eiginmanni og dætrunum Kötlu og Melkorku. Íslenskar konur eru meðal eftirlætis myndefna Rögnu.Einurð heitir sýningin sem Ragna er að opna í Listhúsi Ófeigs. Hún segir orðið tengjast lífinu á Íslandi og bendir á myndir af móablómum. „Þessi pínulitlu, fallegu blóm sem stinga upp kollinum alls staðar og reyna að blómstra í urð og sandi og í alls konar veðri. Ég blanda konum inn í þetta, enda alin upp af sterkum og fallegum konum og á tvær glæsilegar systur. Mér finnst það sama gilda um konurnar á Íslandi og blómin. Þær eru seigar.“ Seigari en í Seattle?. „Já, þær eru harðgerari konurnar hér en fegurðinni er samt ekki fórnað, það er sami fínleikinn sem einkennir íslenskar konur og blóm.“ Þetta er sjöunda einkasýning Rögnu í Listhúsi Ófeigs. Þar eru 24 ný málverk, öll unnin í olíu á striga. Ragna tekur á móti sýningargestum í dag milli klukkan 16 og 19 og í framhaldinu verður sýningin opin milli 10 og 18 virka daga og laugardaga milli klukkan 11 og 16 fram til 9. september.
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira