Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2016 16:19 Ljóst er að listamenn svíður sárt umræða um listamannalaunin, enda listmenn kallaðir skítapakk og afætur. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur skrifar glósu á Facebook-vegg sinn sem hefur heldur betur hitt í mark meðal kollega hennar sem dreifa skrifum hennar um samskiptamiðilinn. Tilefni skrifa Vilborgar eru viðbrögð við fregnum af úthlutun listmannalauna í gær. Vilborg er meðal þeirra rithöfunda sem fékk úthlutað starfslaunum í ár, auk þess sem hún fékk einn mánuð í ferðastyrk. Vilborg rekur sína stöðu sem rithöfundur, og má ljóst vera að tekjur hennar eru ekki háar, en segir í upphafi greinar sinnar: „Ég hef ætíð haldið mig til hlés þegar árleg úthlutun starfslaun er tilkynnt og aurmokstur yfir listafólk stendur yfir á samfélagsmiðlum. Látið mig hafa það þótt á stundum hafi svívirðingarnar sært og ég hef gætt þess vandlega að dóttir mín yngsta komist hvergi nærri skjánum þá daga sem þetta ástand gengur yfir. Í ár hef ég hugsað mér að taka til varna. Til að einfalda málið birtast hér fáein ummæli af samfélagsmiðlinum Facebook síðasta sólarhringinn sem ég ætla að svara hverjum fyrir sig.“Gildi listsköpunarÞá tekur hún valin ummæli af Facebook, frá fimm einstaklingum og svarar þeim ítarlega. Meðal athugsaemda sem Vilborg svarar eru: „Thorbjorn Olafsson: Sé eftir hverri einustu krónu skattgreiðenda í þessa hít.“ Og: „Heiðar Hrafn Eiríksson: Þannig að fólk getur t.d. farið í forsetaframboð á listamannalaunum frá ríkinu.“ Vilborg lýkur grein sinni á því að segja að skrifa megi mál um gildi þess „fyrir dvergþjóð sem vill halda áfram að hugsa og tala eigið tungumál að eiga vandaðar bókmenntir fyrir börn og fullorðna, skrifaðar af fólki sem hefur ritstörf að atvinnu og þarf ekki að lepja dauðann úr skel. Um gildi þess að efla listsköpun og menningu sem er sprottin úr íslenskum veruleika. Um mikilvægi þess að vera sanngjörn hvert við annað og kasta ekki grjóti úr glerhúsi.“Listamenn kallaðir afætur, blóðsugur og skítapakkOg áfram heldur rithöfundurinn að rekja raunir sínar og kollega sinna: „Sum þeirra sem fella sleggjudóma um okkur sem vinnum við listsköpun hafa atvinnu af því að veiða fisk úr sameiginlegri auðlind okkar allra, fyrir útgerð sem þarf ekki að gjalda þjóðinni nema málamyndaupphæð fyrir. Aðrir starfa við landbúnað sem er niðurgreiddur úr ríkissjóði svo skiptir milljörðum króna. Enn aðrir grafa jarðgöng sem kosta ríkissjóð stórar upphæðir og sumir vinna í umhverfismengandi álverum sem fá raforkuna okkar á miklum afslætti og kemur megninu af hagnaðinum úr landi. Ættum við öll að taka okkur til einu sinni á ári og ausa svívirðingum yfir hverja starfsstétt fyrir sig og nefna hana illum nöfnum eins og afætur, blóðsugur, jötulið og skítapakk?“ spyr Vilborg en greininni lýkur á orðunum: „Það mætti líka láta móðan mása um það að bókmenntir skapa fleirum atvinnu en rithöfundum einum, s.s. fjölda starfsfólks í bókaútgáfu, prentsmiðjum og bókabúðum. En nú er nóg víst nóg sagt og best að fara að koma sér til að vinna fyrir laununum sínum,“ skrifar Vilborg og kastar að endingu kveðju á skattgreiðendur: „Enn og aftur, kæru skattgreiðendur: Hjartans þakkir fyrir mig.“ Tengdar fréttir Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra "Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa,“ segir Ingólfur Þórarinsson. 7. janúar 2016 21:22 Egill um orð Ingólfs: „Gróflega vegið að okkur í menningunni“ „Mér finnst Ingó Veðurguð vinur minn vega nokkuð gróflega að okkur í menningunni,“ segir einkaþjálfarinn, útvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Egill Einarsson um þá gagnrýni sem Ingólfur Þórarinsson, lét falla í gær um úthlutun listamannalauna. 8. janúar 2016 15:30 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur skrifar glósu á Facebook-vegg sinn sem hefur heldur betur hitt í mark meðal kollega hennar sem dreifa skrifum hennar um samskiptamiðilinn. Tilefni skrifa Vilborgar eru viðbrögð við fregnum af úthlutun listmannalauna í gær. Vilborg er meðal þeirra rithöfunda sem fékk úthlutað starfslaunum í ár, auk þess sem hún fékk einn mánuð í ferðastyrk. Vilborg rekur sína stöðu sem rithöfundur, og má ljóst vera að tekjur hennar eru ekki háar, en segir í upphafi greinar sinnar: „Ég hef ætíð haldið mig til hlés þegar árleg úthlutun starfslaun er tilkynnt og aurmokstur yfir listafólk stendur yfir á samfélagsmiðlum. Látið mig hafa það þótt á stundum hafi svívirðingarnar sært og ég hef gætt þess vandlega að dóttir mín yngsta komist hvergi nærri skjánum þá daga sem þetta ástand gengur yfir. Í ár hef ég hugsað mér að taka til varna. Til að einfalda málið birtast hér fáein ummæli af samfélagsmiðlinum Facebook síðasta sólarhringinn sem ég ætla að svara hverjum fyrir sig.“Gildi listsköpunarÞá tekur hún valin ummæli af Facebook, frá fimm einstaklingum og svarar þeim ítarlega. Meðal athugsaemda sem Vilborg svarar eru: „Thorbjorn Olafsson: Sé eftir hverri einustu krónu skattgreiðenda í þessa hít.“ Og: „Heiðar Hrafn Eiríksson: Þannig að fólk getur t.d. farið í forsetaframboð á listamannalaunum frá ríkinu.“ Vilborg lýkur grein sinni á því að segja að skrifa megi mál um gildi þess „fyrir dvergþjóð sem vill halda áfram að hugsa og tala eigið tungumál að eiga vandaðar bókmenntir fyrir börn og fullorðna, skrifaðar af fólki sem hefur ritstörf að atvinnu og þarf ekki að lepja dauðann úr skel. Um gildi þess að efla listsköpun og menningu sem er sprottin úr íslenskum veruleika. Um mikilvægi þess að vera sanngjörn hvert við annað og kasta ekki grjóti úr glerhúsi.“Listamenn kallaðir afætur, blóðsugur og skítapakkOg áfram heldur rithöfundurinn að rekja raunir sínar og kollega sinna: „Sum þeirra sem fella sleggjudóma um okkur sem vinnum við listsköpun hafa atvinnu af því að veiða fisk úr sameiginlegri auðlind okkar allra, fyrir útgerð sem þarf ekki að gjalda þjóðinni nema málamyndaupphæð fyrir. Aðrir starfa við landbúnað sem er niðurgreiddur úr ríkissjóði svo skiptir milljörðum króna. Enn aðrir grafa jarðgöng sem kosta ríkissjóð stórar upphæðir og sumir vinna í umhverfismengandi álverum sem fá raforkuna okkar á miklum afslætti og kemur megninu af hagnaðinum úr landi. Ættum við öll að taka okkur til einu sinni á ári og ausa svívirðingum yfir hverja starfsstétt fyrir sig og nefna hana illum nöfnum eins og afætur, blóðsugur, jötulið og skítapakk?“ spyr Vilborg en greininni lýkur á orðunum: „Það mætti líka láta móðan mása um það að bókmenntir skapa fleirum atvinnu en rithöfundum einum, s.s. fjölda starfsfólks í bókaútgáfu, prentsmiðjum og bókabúðum. En nú er nóg víst nóg sagt og best að fara að koma sér til að vinna fyrir laununum sínum,“ skrifar Vilborg og kastar að endingu kveðju á skattgreiðendur: „Enn og aftur, kæru skattgreiðendur: Hjartans þakkir fyrir mig.“
Tengdar fréttir Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra "Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa,“ segir Ingólfur Þórarinsson. 7. janúar 2016 21:22 Egill um orð Ingólfs: „Gróflega vegið að okkur í menningunni“ „Mér finnst Ingó Veðurguð vinur minn vega nokkuð gróflega að okkur í menningunni,“ segir einkaþjálfarinn, útvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Egill Einarsson um þá gagnrýni sem Ingólfur Þórarinsson, lét falla í gær um úthlutun listamannalauna. 8. janúar 2016 15:30 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra "Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa,“ segir Ingólfur Þórarinsson. 7. janúar 2016 21:22
Egill um orð Ingólfs: „Gróflega vegið að okkur í menningunni“ „Mér finnst Ingó Veðurguð vinur minn vega nokkuð gróflega að okkur í menningunni,“ segir einkaþjálfarinn, útvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Egill Einarsson um þá gagnrýni sem Ingólfur Þórarinsson, lét falla í gær um úthlutun listamannalauna. 8. janúar 2016 15:30
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38