Síðasti séns í kvöld að sjá strákana okkar fyrir EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. janúar 2016 08:30 Aron Pálmarsson snýr aftur í Krikann. vísir/eva björk Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta spila síðasta heimaleikinn sinn fyrir EM 2016 í kvöld í Kaplakrika á móti Portúgal. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og má kaupa miða hér. Á morgun mætast liðin aftur en þá spilar B-liðið á meðan A-liðið ferðast til Þýskalands þar sem það spilar síðustu vináttuleikina fyrir Evrópumótið í Póllandi.Sjá einnig:Svona komast handboltastrákarnir okkar á ÓL í Ríó Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska liðsins, spilar 100. landsleikinn í kvöld á sínum gamla heimavelli, en þetta verður jafnframt fyrsti leikur Arons með landsliðinu í Kaplakrika, hans gamla heimavelli. Íslenska liðið hefur aðeins einu sinni spilað í Krikanum síðan Aron kom inn í landsliðið en það var á móti Argentínu 2012 þegar hann var ekki með. Ísland mætti Portúgal síðast í þremur vináttuleikjum í júní í fyrra þar sem liðið var á flakki um landið og spilaði á Ísafirði, í Ólafsvík og í Austurbergi. Ísland vann tvo af leikjunum þremur en tapaði leiknum í Ólafsvík með fimm marka mun. Síðast þegar Ísland mætti Portúgal í síðasta heimaleik fyrir EM stóðu strákarnir okkar uppi með bronsverðlaun á Evrópumóti. Ísland mætti Portúgal og vann með tíu mörkum, 37-27, í Laugardalshöll 13. janúar 2010. Það spilaði svo tvo leiki á æfingamóti í Frakklandi áður en haldið var til Austurríki þar sem íslenska liðið náði í brons eftir sigur á Póllandi í leiknum um þriðja æstið. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Óli hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið Alexander Petersson verður í takmörkuðu hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Þessi mikli harðjaxl mun bíta á jaxlinn og gera það sem hann getur til þess að hjálpa liðinu. 5. janúar 2016 06:00 Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Meiri líkur eru en minni að Stefán Rafn Sigurmannsson verði áfram hjá Rhein-Neckar Löwen og mögulega í stærra hlutverki. 5. janúar 2016 14:00 Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM Alexander Petersson hefur ekki verið verkjalaus síðan á Evrópumótinu í Austurríki 2010. 5. janúar 2016 09:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta spila síðasta heimaleikinn sinn fyrir EM 2016 í kvöld í Kaplakrika á móti Portúgal. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og má kaupa miða hér. Á morgun mætast liðin aftur en þá spilar B-liðið á meðan A-liðið ferðast til Þýskalands þar sem það spilar síðustu vináttuleikina fyrir Evrópumótið í Póllandi.Sjá einnig:Svona komast handboltastrákarnir okkar á ÓL í Ríó Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska liðsins, spilar 100. landsleikinn í kvöld á sínum gamla heimavelli, en þetta verður jafnframt fyrsti leikur Arons með landsliðinu í Kaplakrika, hans gamla heimavelli. Íslenska liðið hefur aðeins einu sinni spilað í Krikanum síðan Aron kom inn í landsliðið en það var á móti Argentínu 2012 þegar hann var ekki með. Ísland mætti Portúgal síðast í þremur vináttuleikjum í júní í fyrra þar sem liðið var á flakki um landið og spilaði á Ísafirði, í Ólafsvík og í Austurbergi. Ísland vann tvo af leikjunum þremur en tapaði leiknum í Ólafsvík með fimm marka mun. Síðast þegar Ísland mætti Portúgal í síðasta heimaleik fyrir EM stóðu strákarnir okkar uppi með bronsverðlaun á Evrópumóti. Ísland mætti Portúgal og vann með tíu mörkum, 37-27, í Laugardalshöll 13. janúar 2010. Það spilaði svo tvo leiki á æfingamóti í Frakklandi áður en haldið var til Austurríki þar sem íslenska liðið náði í brons eftir sigur á Póllandi í leiknum um þriðja æstið.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Óli hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið Alexander Petersson verður í takmörkuðu hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Þessi mikli harðjaxl mun bíta á jaxlinn og gera það sem hann getur til þess að hjálpa liðinu. 5. janúar 2016 06:00 Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Meiri líkur eru en minni að Stefán Rafn Sigurmannsson verði áfram hjá Rhein-Neckar Löwen og mögulega í stærra hlutverki. 5. janúar 2016 14:00 Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM Alexander Petersson hefur ekki verið verkjalaus síðan á Evrópumótinu í Austurríki 2010. 5. janúar 2016 09:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
Alexander: Óli hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið Alexander Petersson verður í takmörkuðu hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Þessi mikli harðjaxl mun bíta á jaxlinn og gera það sem hann getur til þess að hjálpa liðinu. 5. janúar 2016 06:00
Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Meiri líkur eru en minni að Stefán Rafn Sigurmannsson verði áfram hjá Rhein-Neckar Löwen og mögulega í stærra hlutverki. 5. janúar 2016 14:00
Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM Alexander Petersson hefur ekki verið verkjalaus síðan á Evrópumótinu í Austurríki 2010. 5. janúar 2016 09:30