Ungu stelpurnar í Keflavík gáfust ekki upp og unnu langþráðan útisigur í Grindavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2016 21:05 Guðlaug Björt Júlíusdóttir var mjög góð á móti sínum gömlu félögum og endaði með flotta tvennu, 16 stig og 10 fráköst. Vísir/Stefán Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Grindavík, 80-76, í Grindavík í kvöld í fyrsta leik ársins í Domino´s deild kvenna en Keflavíkurliðið komst með þessum sigri upp í þriðja sæti deildarinnar. Keflavíkurkonur unnu þarna sinn fyrsta útileik í deildinni á tímabilinu en liðið tapaði öllum fimm útileikjum sínum fyrir áramót. Útlitið var heldur ekki bjart enda byrjaði grindavíkurliðið að miklum krafti og var mest sautján stigum yfir í fyrsta leikhlutanum. Keflavíkurkonur gáfust ekki upp, unnu sig til baka inn í leikinn og tóku síðan frumkvæðið með frábærum þriðja leikhluta. Melissa Zornig skoraði 20 stig fyrir Keflavík, landsliðskonan unga Sandra Lind Þrastardóttir bætti við 16 stigum og 9 fráköstum og gamli Grindvíkingurinn Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Petrúnella Skúladóttir var stighæst hjá Grindavík með 17 stig, Hrund Skúladóttir skoraði 16 stig og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 15 stig. Systurnar Petrúnella Skúladóttir og Hrund Skúladóttir gáfu tóninn í fyrsta leikhluta en þær voru báðar búnar að skora þrist á fyrstu 80 sekúndunum og skoruðu saman 19 stig og fimm þrista í fyrsta leikhlutanum. Grindavíkurliðið skoraði alls átta þriggja stiga körfur fyrstu tíu mínútur leiksins og var komið sextán stigum yfir, 30-14, við lok hans. Keflavík minnkaði muninn í ellefu stig fyrir hálfleik en staðan var þá 45-34 fyrir heimastúlkur í Grindavík. Systynar voru stigahæstu leikmenn vallarins í fyrri hálfleiknum, Petrúnella með 14 stig og Hrund með 12 stig. Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkurliðsins, náði heldur betur að kveikja í sínum stelpum í hálfleiknum og þær komu mjög grimmar til leiks eftir hálfleikinn. Keflavíkurkonur skoruðu sjö fyrstu stig seinni hálfleiksins og náðu muninum niður í fjögur stig, 45-41. Grindavík náði muninum aftur í níu stig en Keflavíkurliðið kom strax til baka og jafnaði metin í 53-53. Keflavíkurliðið var síðan komið fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 62-57, en þriðji leikhlutinn fór 28-12 fyrir Keflavík. Fjórði leikhlutinn var spennandi og gestirnir úr Keflavík voru næstum því búnir að kasta frá sér sigrinum á vítalínunni í lokin. Hinni bandarísku Whitney Michelle Frazier mistókst hinsvegar líka að skora úr tveimur vítum þegar hún gaf jafnað metin í lokin og Marín Laufey Daðvísdóttir tryggði Keflavík sigurinn með tveimur vítaskotum sem bæði rötuðu rétta leið.Grindavík-Keflavík 76-80 (30-14, 15-20, 12-28, 19-18)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 17/6 fráköst, Hrund Skuladóttir 16, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15, Whitney Michelle Frazier 12/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 1/5 fráköst.Keflavík: Melissa Zornig 20/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 16/9 fráköst/3 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 16/10 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 7/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elfa Falsdottir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Grindavík, 80-76, í Grindavík í kvöld í fyrsta leik ársins í Domino´s deild kvenna en Keflavíkurliðið komst með þessum sigri upp í þriðja sæti deildarinnar. Keflavíkurkonur unnu þarna sinn fyrsta útileik í deildinni á tímabilinu en liðið tapaði öllum fimm útileikjum sínum fyrir áramót. Útlitið var heldur ekki bjart enda byrjaði grindavíkurliðið að miklum krafti og var mest sautján stigum yfir í fyrsta leikhlutanum. Keflavíkurkonur gáfust ekki upp, unnu sig til baka inn í leikinn og tóku síðan frumkvæðið með frábærum þriðja leikhluta. Melissa Zornig skoraði 20 stig fyrir Keflavík, landsliðskonan unga Sandra Lind Þrastardóttir bætti við 16 stigum og 9 fráköstum og gamli Grindvíkingurinn Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Petrúnella Skúladóttir var stighæst hjá Grindavík með 17 stig, Hrund Skúladóttir skoraði 16 stig og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 15 stig. Systurnar Petrúnella Skúladóttir og Hrund Skúladóttir gáfu tóninn í fyrsta leikhluta en þær voru báðar búnar að skora þrist á fyrstu 80 sekúndunum og skoruðu saman 19 stig og fimm þrista í fyrsta leikhlutanum. Grindavíkurliðið skoraði alls átta þriggja stiga körfur fyrstu tíu mínútur leiksins og var komið sextán stigum yfir, 30-14, við lok hans. Keflavík minnkaði muninn í ellefu stig fyrir hálfleik en staðan var þá 45-34 fyrir heimastúlkur í Grindavík. Systynar voru stigahæstu leikmenn vallarins í fyrri hálfleiknum, Petrúnella með 14 stig og Hrund með 12 stig. Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkurliðsins, náði heldur betur að kveikja í sínum stelpum í hálfleiknum og þær komu mjög grimmar til leiks eftir hálfleikinn. Keflavíkurkonur skoruðu sjö fyrstu stig seinni hálfleiksins og náðu muninum niður í fjögur stig, 45-41. Grindavík náði muninum aftur í níu stig en Keflavíkurliðið kom strax til baka og jafnaði metin í 53-53. Keflavíkurliðið var síðan komið fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 62-57, en þriðji leikhlutinn fór 28-12 fyrir Keflavík. Fjórði leikhlutinn var spennandi og gestirnir úr Keflavík voru næstum því búnir að kasta frá sér sigrinum á vítalínunni í lokin. Hinni bandarísku Whitney Michelle Frazier mistókst hinsvegar líka að skora úr tveimur vítum þegar hún gaf jafnað metin í lokin og Marín Laufey Daðvísdóttir tryggði Keflavík sigurinn með tveimur vítaskotum sem bæði rötuðu rétta leið.Grindavík-Keflavík 76-80 (30-14, 15-20, 12-28, 19-18)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 17/6 fráköst, Hrund Skuladóttir 16, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15, Whitney Michelle Frazier 12/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 1/5 fráköst.Keflavík: Melissa Zornig 20/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 16/9 fráköst/3 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 16/10 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 7/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elfa Falsdottir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn