Fimmtungur starfsmanna án samnings Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. janúar 2016 06:00 Rúmt ár er síðan að tónlistarkennarar stóðu í verkfallsaðgerðum, en haustið 2014 varði verkfall þeirra í fimm vikur. Vísir/Valli Samband íslenskra sveitarfélaga á eftir að ná kjarasamningum við tvo fimmtu þeirra verkalýðsfélaga sem samið er við, eða 27 af 67 félögum. Samkvæmt upplýsingum frá sambandinu ná þeir kjarasamningar sem búið er að gera þó til um 82 prósenta starfsmanna sveitarfélaganna. Sveitarfélögin áttu alla sína samninga eftir þegar niðurstaða náðist í viðræðum SALEK-hópsins í lok október. Í desemberbyrjun var samningum lokið við rúman helming. Meðal þeirra sem út af standa eru félag tónlistarskólakennara, þrjú félög iðnaðarmanna og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA). Sveitarfélögin hafa samið við 19 af 24 félögum ASÍ, en tónlistarkennarar eru eina félag Kennarasambandsins (KÍ) sem ekki hefur verið samið við.Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennaraSigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, segist vongóð um að samningar náist og bjóst við að fundað yrði í deilunni í vikunni. „Okkar vonir standa til að við fáum sams konar meðferð og kollegar okkar við samningaborðið og það komi núna sem eftir á að leiðrétta í okkar kjarasamningi,“ segir hún. „Við erum bjartsýn á að þetta verði bæði málefnalegt og sanngjarnt núna.“ Félagið var í fimm vikur í verkfalli síðla hausts 2014. Í dag hefur verið boðað til fundar samninganefndar sveitarfélaga við sameiginlega samninganefnd VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Matvíss og Samiðnar. Þar er nokkuð í land enn þá og ýmis atriði undir hjá hverju félagi, svo sem óánægja með ákvæði um starfsmat hjá matreiðslufólki.Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags AkranessVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir hins vegar ekki stranda á öðru en ákvæði um SALEK-samkomulagið sem sveitarfélögin geri kröfu um að verði hluti af nýjum kjarasamningi. Aðalmeðferð í máli sem verkalýðsfélagið hafi höfðað fyrir Félagsdómi vegna þessa fari fram 27. janúar og viðræður tilgangslausar þar til dómur hafi fallið. „Við teljum SALEK-samkomulagið brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og á stjórnarskrá og erum að láta á það reyna. Um launabreytingarnar sem slíkar er enginn ágreiningur,“ segir hann.Samið við 40 félög af 67Sveitarfélögin eiga eftir sjúkraliða og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Þá eru eftir öll félög Bandalags háskólamanna (BHM). Eins er ólokið samningum við hjúkrunarfræðinga, Félag skipstjórnarmanna, Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands, Stéttarfélag byggingafræðinga, Stéttarfélag verkfræðinga og Verkstjórasamband Íslands. Samið hefur verið við félög Kennarasambands Íslands, nema Félag tónlistarkennara, og samningum lokið við 19 af 23 félögum ASÍ. Þar standa út af VM, Matvís, Samiðn og VLFA. Verkfall 2016 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga á eftir að ná kjarasamningum við tvo fimmtu þeirra verkalýðsfélaga sem samið er við, eða 27 af 67 félögum. Samkvæmt upplýsingum frá sambandinu ná þeir kjarasamningar sem búið er að gera þó til um 82 prósenta starfsmanna sveitarfélaganna. Sveitarfélögin áttu alla sína samninga eftir þegar niðurstaða náðist í viðræðum SALEK-hópsins í lok október. Í desemberbyrjun var samningum lokið við rúman helming. Meðal þeirra sem út af standa eru félag tónlistarskólakennara, þrjú félög iðnaðarmanna og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA). Sveitarfélögin hafa samið við 19 af 24 félögum ASÍ, en tónlistarkennarar eru eina félag Kennarasambandsins (KÍ) sem ekki hefur verið samið við.Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennaraSigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, segist vongóð um að samningar náist og bjóst við að fundað yrði í deilunni í vikunni. „Okkar vonir standa til að við fáum sams konar meðferð og kollegar okkar við samningaborðið og það komi núna sem eftir á að leiðrétta í okkar kjarasamningi,“ segir hún. „Við erum bjartsýn á að þetta verði bæði málefnalegt og sanngjarnt núna.“ Félagið var í fimm vikur í verkfalli síðla hausts 2014. Í dag hefur verið boðað til fundar samninganefndar sveitarfélaga við sameiginlega samninganefnd VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Matvíss og Samiðnar. Þar er nokkuð í land enn þá og ýmis atriði undir hjá hverju félagi, svo sem óánægja með ákvæði um starfsmat hjá matreiðslufólki.Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags AkranessVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir hins vegar ekki stranda á öðru en ákvæði um SALEK-samkomulagið sem sveitarfélögin geri kröfu um að verði hluti af nýjum kjarasamningi. Aðalmeðferð í máli sem verkalýðsfélagið hafi höfðað fyrir Félagsdómi vegna þessa fari fram 27. janúar og viðræður tilgangslausar þar til dómur hafi fallið. „Við teljum SALEK-samkomulagið brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og á stjórnarskrá og erum að láta á það reyna. Um launabreytingarnar sem slíkar er enginn ágreiningur,“ segir hann.Samið við 40 félög af 67Sveitarfélögin eiga eftir sjúkraliða og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Þá eru eftir öll félög Bandalags háskólamanna (BHM). Eins er ólokið samningum við hjúkrunarfræðinga, Félag skipstjórnarmanna, Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands, Stéttarfélag byggingafræðinga, Stéttarfélag verkfræðinga og Verkstjórasamband Íslands. Samið hefur verið við félög Kennarasambands Íslands, nema Félag tónlistarkennara, og samningum lokið við 19 af 23 félögum ASÍ. Þar standa út af VM, Matvís, Samiðn og VLFA.
Verkfall 2016 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira