Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. janúar 2016 15:48 Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar en þangað skal vísa málum þegar grunur leikur á að starfsmenn lögreglu hafi gerst brotlegir í starfi. Vísir/GVA Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa brotið af sér í starfi. Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar en þangað skal vísa málum þegar grunur leikur á að starfsmenn lögreglu hafi gerst brotlegir í starfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lögreglumaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald rétt fyrir áramót og hefur verið í síðan. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu vísaði á ríkissaksóknara, Sigríði Friðjónsdóttur, í samtali við fréttastofu. Ríkissaksóknari segir hins vegar engu við að bæta að svo stöddu að lögreglumaður sitji í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt heimildum Fréttatímans mun nafn lögreglumannsins, sem er starfsmaður fíkniefnadeildar lögreglu, hafa birst í upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE) yfir menn í gæsluvarðhaldi. Þaðan var því kippt út en greinilega ekki nógu snemma til þess að út spurðist að umræddur lögreglumaður væri í varðhaldi. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkFærður til í starfi en engin óháð rannsókn Athygli vekur að í því tilfelli fór engin óháð rannsókn fram á lekanum og var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara. Hins vegar var lögreglumaðurinn færður sem fyrr segir til í starfi en hann hafði þá í töluverðan tíma gegnt bæði yfirmannsstöðu innan upplýsingadeildar og fíkniefnadeildar sem ku vera einstakt og ámælisvert að mati yfirlögregluþjóns hjá dönsku lögreglunni. Var hann í aðstöðu til að hafa áhrif á rannsóknir umfangsmikilla fíkniefnamála enda upplýstur um hverjir væru að veita upplýsingar til lögreglu og meðvitaður um hverjir væru til rannsóknar. Eftir að hafa verið færður úr þeirri stöðu og í nýja stöðu hjá kynferðisbrotadeild var hann aftur færður í starf við símhlustanir. Þar hafa starfsmenn upplýsingar um þá aðila sem eru til hlerunar á hverjum tíma fyrir sig - aðgerðir sem eru afar leynilegar og eiga mikið undir því að þeir aðilar sem eru til rannsóknar séu ekki meðvitaðir um að verið sé að hlusta á þá. Algengt er að hlustunarúrræði sé beitt við rannsóknir á fíkniefnamálum.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson voru yfirmenn beggja lögreglumanna hjá fíkniefnadeildinni.VísirRannsökuðu báðir fíkniefnamál Yfirmenn þess lögreglumanns og reyndar einnig þess sem nú situr í gæsluvarðhaldi, Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson, hafa ekki viljað tjá sig um það mál og vísað á Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Hún hefur þó ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu þrátt fyrir að málið sé ekki komið formlega til rannsóknar hjá ríkissaksóknara. Athygli vekur að báðir lögreglumennirnir hafa starfað við rannsóknir á fíkniefnamálum. Eins og Vísir hefur fjallað um geta glæpamenn haft gríðarlega hagsmuni af upplýsingum úr röðum lögreglu. Í fíkniefnamálum sem hafa verið til umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði getur virði einstakra sendinga til landsins numið fleiri hundruð milljónum króna. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa brotið af sér í starfi. Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar en þangað skal vísa málum þegar grunur leikur á að starfsmenn lögreglu hafi gerst brotlegir í starfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lögreglumaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald rétt fyrir áramót og hefur verið í síðan. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu vísaði á ríkissaksóknara, Sigríði Friðjónsdóttur, í samtali við fréttastofu. Ríkissaksóknari segir hins vegar engu við að bæta að svo stöddu að lögreglumaður sitji í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt heimildum Fréttatímans mun nafn lögreglumannsins, sem er starfsmaður fíkniefnadeildar lögreglu, hafa birst í upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE) yfir menn í gæsluvarðhaldi. Þaðan var því kippt út en greinilega ekki nógu snemma til þess að út spurðist að umræddur lögreglumaður væri í varðhaldi. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkFærður til í starfi en engin óháð rannsókn Athygli vekur að í því tilfelli fór engin óháð rannsókn fram á lekanum og var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara. Hins vegar var lögreglumaðurinn færður sem fyrr segir til í starfi en hann hafði þá í töluverðan tíma gegnt bæði yfirmannsstöðu innan upplýsingadeildar og fíkniefnadeildar sem ku vera einstakt og ámælisvert að mati yfirlögregluþjóns hjá dönsku lögreglunni. Var hann í aðstöðu til að hafa áhrif á rannsóknir umfangsmikilla fíkniefnamála enda upplýstur um hverjir væru að veita upplýsingar til lögreglu og meðvitaður um hverjir væru til rannsóknar. Eftir að hafa verið færður úr þeirri stöðu og í nýja stöðu hjá kynferðisbrotadeild var hann aftur færður í starf við símhlustanir. Þar hafa starfsmenn upplýsingar um þá aðila sem eru til hlerunar á hverjum tíma fyrir sig - aðgerðir sem eru afar leynilegar og eiga mikið undir því að þeir aðilar sem eru til rannsóknar séu ekki meðvitaðir um að verið sé að hlusta á þá. Algengt er að hlustunarúrræði sé beitt við rannsóknir á fíkniefnamálum.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson voru yfirmenn beggja lögreglumanna hjá fíkniefnadeildinni.VísirRannsökuðu báðir fíkniefnamál Yfirmenn þess lögreglumanns og reyndar einnig þess sem nú situr í gæsluvarðhaldi, Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson, hafa ekki viljað tjá sig um það mál og vísað á Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Hún hefur þó ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu þrátt fyrir að málið sé ekki komið formlega til rannsóknar hjá ríkissaksóknara. Athygli vekur að báðir lögreglumennirnir hafa starfað við rannsóknir á fíkniefnamálum. Eins og Vísir hefur fjallað um geta glæpamenn haft gríðarlega hagsmuni af upplýsingum úr röðum lögreglu. Í fíkniefnamálum sem hafa verið til umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði getur virði einstakra sendinga til landsins numið fleiri hundruð milljónum króna.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45
Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30
Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45
Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00
Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15