18 milljarðar í íslenska landbúnaðarkerfið á ári: „Ég held að þessum peningum þjóðarinnar sé vitlaust varið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2016 10:12 Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir nýja búvörusamninga mikið hagsmunamál fyrir neytendur en allt bendir til að þeir komi til kasta Alþingis á næstunni. Finnur segir núverandi landbúnaðarkerfi gríðarlega dýrt þar sem það kosti íslenska neytendur 18 milljarða á ári. Með nýjum búvörusamningum verði kerfinu viðhaldið en að óbreyttu munu þeir gilda til 10 ára. „Annars vegar eru neytendur að borga of hátt verð út í búð og hins vegar fer þetta í gegnum almenna skatta. Þannig að við borgum skatt og ríkissjóður útdeilir peningum til þessa kerfis. Þannig að það eru verndartollar sem gera það að verkum að verðið úti í búð er of hátt og hins vegar ertu búinn að borga í tekjuskattinum áður en þú kemur í búðina,“ segir Finnur sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann tók sem dæmi kíló af lambakjöti þar sem neytandinn væri búinn að borga 450 krónur fyrir kjötið áður en hann kemur í búðina. Finnur segist vilja fá alvöru umræðu um þetta kerfi þar sem 18 milljarðar á hverju ári til 10 ára sé engin smá upphæð. „Það er alveg ljóst að neytendur eru að greiða þessa upphæð árlega en það er hægt að taka þessa peninga og gera eitthvað annað fyrir þá eða bara lækka reikninginn og auka ráðstöfunartekjur heimilanna með því að breyta þessu kerfi. [...] Ég held að þessum peningum þjóðarinnar sé vitlaust varið.“ Finnur kveðst ekki vera að tala fyrir því að bændur fái enga aðlögun eða verði settir út á gaddinn verði kerfinu breytt. „Þeir eru ekki að fá mikið út úr þessu kerfi sem er dýrt og skilar litlu. Ég held hins vegar að það eigi að fara fram umræða þar sem hlutur bænda er ræddur og ég held að sérstaða þeirra og sóknartækifæri liggi í því að kerfið verði brotið upp. Þá getur hver og einn bóndi náð árangri á sínum forsendum eins og við höfum séð dæmi um í garðyrkjunni,“ segir Finnur. Viðtalið við Finn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir nýja búvörusamninga mikið hagsmunamál fyrir neytendur en allt bendir til að þeir komi til kasta Alþingis á næstunni. Finnur segir núverandi landbúnaðarkerfi gríðarlega dýrt þar sem það kosti íslenska neytendur 18 milljarða á ári. Með nýjum búvörusamningum verði kerfinu viðhaldið en að óbreyttu munu þeir gilda til 10 ára. „Annars vegar eru neytendur að borga of hátt verð út í búð og hins vegar fer þetta í gegnum almenna skatta. Þannig að við borgum skatt og ríkissjóður útdeilir peningum til þessa kerfis. Þannig að það eru verndartollar sem gera það að verkum að verðið úti í búð er of hátt og hins vegar ertu búinn að borga í tekjuskattinum áður en þú kemur í búðina,“ segir Finnur sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann tók sem dæmi kíló af lambakjöti þar sem neytandinn væri búinn að borga 450 krónur fyrir kjötið áður en hann kemur í búðina. Finnur segist vilja fá alvöru umræðu um þetta kerfi þar sem 18 milljarðar á hverju ári til 10 ára sé engin smá upphæð. „Það er alveg ljóst að neytendur eru að greiða þessa upphæð árlega en það er hægt að taka þessa peninga og gera eitthvað annað fyrir þá eða bara lækka reikninginn og auka ráðstöfunartekjur heimilanna með því að breyta þessu kerfi. [...] Ég held að þessum peningum þjóðarinnar sé vitlaust varið.“ Finnur kveðst ekki vera að tala fyrir því að bændur fái enga aðlögun eða verði settir út á gaddinn verði kerfinu breytt. „Þeir eru ekki að fá mikið út úr þessu kerfi sem er dýrt og skilar litlu. Ég held hins vegar að það eigi að fara fram umræða þar sem hlutur bænda er ræddur og ég held að sérstaða þeirra og sóknartækifæri liggi í því að kerfið verði brotið upp. Þá getur hver og einn bóndi náð árangri á sínum forsendum eins og við höfum séð dæmi um í garðyrkjunni,“ segir Finnur. Viðtalið við Finn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira