Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 21:00 Stefán Rafn Sigurmannsson í leiknum í kvöld. vísir/valli Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. Auk þess að vera úr leik á EM 2016 eftir aðeins þrjá leiki þá á íslenska liðið ekki lengur möguleika á því að komast á Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og þá eru líkur á því að liðið verði í neðri styrkleikaflokki í undankeppni HM í Frakklandi sem gerir liðinu mun erfiðara fyrir að komast á næsta HM. Strákarnir settu stefnuna á fjórðu Ólympíuleikana í röð en nú er orðið ljóst að í fyrsta sinn síðan í Sydney 2000 verður Ísland ekki með handboltalið á leikunum. Verði íslenska liðið í neðri styrkleikaflokki fyrir dráttinn í umspilið um laus sæti á heimsmeistaramótinu í Frakklandi þá fær liðið mögulega leiki á móti einni af bestu handboltaþjóðum Evrópu sem er mjög erfitt verkefni. Serbía endaði í 13. sæti á EM 2014 og var þá í efri styrkleikaflokki þegar dregið var í umspilið. Liðin sem enduðu í 14. til 16. sæti á EM í Danmörku 2014, Noregur, Tékkland og Svartfjallaland, voru öll í neðri styrkleikaflokki. Frakkar eru þegar komnir inn á HM á heimavelli árið 2017 og þrjár efstu þjóðirnar á EM 2016 komast einnig beint á HM og sleppa við umspilið. Næstu átta þjóðir fara hinsvegar í umspilið og gætu orðið mótherjar íslenska liðsins. Íslenska liðið tapaði með níu marka mun fyrir Króatíu í kvöld og það gæti farið svo að Ísland mæti Króatíu í umspilinu í vor. Það eru margar aðrar sterkar þjóðir sem þurfa að fara umspilsleiðina inn á HM. Fari allt á versta veg mun íslenska landsliðið fyrst eiga möguleika á því að komast á stórmót þegar EM fer fram í Króatíu í janúar 2018.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. Auk þess að vera úr leik á EM 2016 eftir aðeins þrjá leiki þá á íslenska liðið ekki lengur möguleika á því að komast á Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og þá eru líkur á því að liðið verði í neðri styrkleikaflokki í undankeppni HM í Frakklandi sem gerir liðinu mun erfiðara fyrir að komast á næsta HM. Strákarnir settu stefnuna á fjórðu Ólympíuleikana í röð en nú er orðið ljóst að í fyrsta sinn síðan í Sydney 2000 verður Ísland ekki með handboltalið á leikunum. Verði íslenska liðið í neðri styrkleikaflokki fyrir dráttinn í umspilið um laus sæti á heimsmeistaramótinu í Frakklandi þá fær liðið mögulega leiki á móti einni af bestu handboltaþjóðum Evrópu sem er mjög erfitt verkefni. Serbía endaði í 13. sæti á EM 2014 og var þá í efri styrkleikaflokki þegar dregið var í umspilið. Liðin sem enduðu í 14. til 16. sæti á EM í Danmörku 2014, Noregur, Tékkland og Svartfjallaland, voru öll í neðri styrkleikaflokki. Frakkar eru þegar komnir inn á HM á heimavelli árið 2017 og þrjár efstu þjóðirnar á EM 2016 komast einnig beint á HM og sleppa við umspilið. Næstu átta þjóðir fara hinsvegar í umspilið og gætu orðið mótherjar íslenska liðsins. Íslenska liðið tapaði með níu marka mun fyrir Króatíu í kvöld og það gæti farið svo að Ísland mæti Króatíu í umspilinu í vor. Það eru margar aðrar sterkar þjóðir sem þurfa að fara umspilsleiðina inn á HM. Fari allt á versta veg mun íslenska landsliðið fyrst eiga möguleika á því að komast á stórmót þegar EM fer fram í Króatíu í janúar 2018.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09
Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35