Fimm markahæstu menn á Spáni spila með annaðhvort Barca eða Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2016 22:00 Luis Suárez og Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Barcelona og Real Madrid unnu bæði örugga sigra í leikjum sínum í spænsku deildinni í fótbolta í dag, Real Madrid vann 5-1 sigur á Sporting Gijón og Barcelona vann 6-0 sigur á Athletic Bilbao. Eftir leiki tuttugustu umferðarinnar er athyglisvert að skoða listann yfir markahæstu menn í deildinni. Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez skoraði þrennu í kvöld og er nú markahæstur í deildinni með átján mörk. Luis Suárez hefur tveggja marka forystu á næstu menn sem eru Real Madrid mennirnir Cristiano Ronaldo og Karim Benzema og liðsfélagi hans hjá Barcelona, Neymar. Fimmti á markalistanum er síðan Real Madrid maðurinn Gareth Bale með þrettán mörk. Þetta þýðir að fimm markahæsti leikmennirnir á Spáni spila með annaðhvort Barcelona eða Real Madrid og enginn þeirra heitir Lionel Messi. Lionel Messi missti mikið úr fyrir áramót vegna meiðsla en hann skoraði sitt níunda deildarmark í sigrinum í dag. Það má búast við því að Messi hækki sig á listanum á næstu vikum og svo gæti farið að sex markahæstu menn deildarinnar myndi vera í herbúðum risanna tveggja. Barcelona á reyndar leik inni á önnur lið í kringum sig og sá leikur er á móti Eibar. Messi gæti strax unnið sig upp listann með því að skora nokkur mörk þar. Menn hafa líka gaman af því að bera saman þríeyki liðanna, þeirra BBC hjá Real Madrid (Benzema-Bale-Cristiano) og MSN (Messi--Neymar) hjá Barcelona. Staðan núna í deildarmörkum á leiktíðinni er 45-44 fyrir BBC menn í Real Madrid.Markahæstir í spænsku deildinni 2015/2016: Luis Suárez, Barcelona 18 Cristiano Ronaldo, Real Madrid 16 Karim Benzema, Real Madrid 16 Neymar, Barcelona 16 Gareth Bale, Real Madrid 13---- Næstu menn ---- Antoine Griezmann, Atlético Madrid 12 Imanol Agirretxe, Real Sociedad 12 Lucas, Deportivo La Coruña 12 Aritz Aduriz, Athletic Bilbao 11 Kévin Gameiro, Sevilla 11 Spænski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Barcelona og Real Madrid unnu bæði örugga sigra í leikjum sínum í spænsku deildinni í fótbolta í dag, Real Madrid vann 5-1 sigur á Sporting Gijón og Barcelona vann 6-0 sigur á Athletic Bilbao. Eftir leiki tuttugustu umferðarinnar er athyglisvert að skoða listann yfir markahæstu menn í deildinni. Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez skoraði þrennu í kvöld og er nú markahæstur í deildinni með átján mörk. Luis Suárez hefur tveggja marka forystu á næstu menn sem eru Real Madrid mennirnir Cristiano Ronaldo og Karim Benzema og liðsfélagi hans hjá Barcelona, Neymar. Fimmti á markalistanum er síðan Real Madrid maðurinn Gareth Bale með þrettán mörk. Þetta þýðir að fimm markahæsti leikmennirnir á Spáni spila með annaðhvort Barcelona eða Real Madrid og enginn þeirra heitir Lionel Messi. Lionel Messi missti mikið úr fyrir áramót vegna meiðsla en hann skoraði sitt níunda deildarmark í sigrinum í dag. Það má búast við því að Messi hækki sig á listanum á næstu vikum og svo gæti farið að sex markahæstu menn deildarinnar myndi vera í herbúðum risanna tveggja. Barcelona á reyndar leik inni á önnur lið í kringum sig og sá leikur er á móti Eibar. Messi gæti strax unnið sig upp listann með því að skora nokkur mörk þar. Menn hafa líka gaman af því að bera saman þríeyki liðanna, þeirra BBC hjá Real Madrid (Benzema-Bale-Cristiano) og MSN (Messi--Neymar) hjá Barcelona. Staðan núna í deildarmörkum á leiktíðinni er 45-44 fyrir BBC menn í Real Madrid.Markahæstir í spænsku deildinni 2015/2016: Luis Suárez, Barcelona 18 Cristiano Ronaldo, Real Madrid 16 Karim Benzema, Real Madrid 16 Neymar, Barcelona 16 Gareth Bale, Real Madrid 13---- Næstu menn ---- Antoine Griezmann, Atlético Madrid 12 Imanol Agirretxe, Real Sociedad 12 Lucas, Deportivo La Coruña 12 Aritz Aduriz, Athletic Bilbao 11 Kévin Gameiro, Sevilla 11
Spænski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira