Um skipulag miðborgar Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 12. janúar 2016 00:00 Talsverð umræða hefur skapast undanfarið um skipulag miðborgar Reykjavíkur. Það minnir okkur á að skipulag byggðar varðar okkur öll. Það á að skipta okkur máli og á því eigum við að hafa skoðun. En um hvað snýst skipulag miðborgar? Það snýst vissulega um byggingarstíl og útlit einstakra bygginga, en það er þó mun fleira sem ræður úrslitum um það hvort miðborg auðnast að halda aðdráttarafli sínu gagnvart atvinnurekendum, íbúum og gestum.Miðborgin er hjartað Miðborg má segja að sé hjartað í hverri borg. Þar dynur hjartsláttur lykilstofnana samfélagsins, verslunar og ýmiskonar atvinnurekstrar. Og þar býr fólk, allskonar fólk. Miðborgir eru líka gjarnan vettvangur helstu samkoma borgarbúa, hvort sem komið er saman til að gleðjast eða mótmæla. Og þar er lifandi vettvangur óformlegra samskipta borgarbúa og gesta frá degi til dags, á hvaða aldri sem þeir eru og hvaða þjóðfélagshópi sem þeir tilheyra. Húsnæði og rými í miðborgum þurfa að taka mið af þessu.Niður sögunnar Í miðborgum er gjarnan að finna sögulegt upphaf viðkomandi borgar. Töfrar og dýnamík miðborga felast oft í því samspili og jafnvel spennandi togstreitu sem þar er finna á milli gamals og nýs. Það er afrakstur uppbyggingar yfir langan tíma og þess að þar koma saman fjölbreytt notkun og allskonar fólk. Það er það sem við sækjum í, hvort sem það er í miðborg höfuðborgarinnar okkar, eða þegar við heimsækjum borgir í öðrum löndum. Og miðborg er ekki líkleg til að þrífast ef við festum yfirbragð hennar og bæjarmynd við tiltekið tímabil. Þvert á móti, þurfum við í senn að skilja og virða þá sögu sem endurspeglast í byggðinni, um leið og okkar samtími þarf að fá að leggja sitt af mörkum til þróunar miðborgarinnar.Að byggja nýtt í miðborg Hvort sem eingöngu er verið að byggja á stakri lóð, eða stærri reitum í miðborg, er viðfangsefni skipulagsyfirvalda ávallt að greina af alúð og þekkingu hvers taka þarf tillit til varðandi það sem fyrir er og hvað rétt er að byggja – hve mikið, hvernig útfært og fyrir hvaða notkun. Alltaf með það í huga, hvað kemur borgarsamfélaginu og þróun miðborgarinnar best. Það þarf að gæta þess að nýta land vel. Það þarf að gæta að samsvörun við nærliggjandi byggð. Það getur verið gert með því að trappa húshæðir niður þar sem nýtt mætir gömlu. Í öðrum tilvikum getur orðið ofan á að láta nýtt mæta gömlu sem skýrari andstæða. Þýðingarmikill þáttur í endurskipulagningu í miðborg er að tryggja fjölbreytta notkun og lifandi og áhugaverð göturými og torg. Almennt er happasælast að tryggja góða blöndu verslunar, skrifstofa og íbúða í miðborg. Það tryggir líf á götum og ljós í gluggum á ólíkum tímum dags og viku. Jafnframt þarf að forma byggingarreiti og byggingar þannig að tengingar í gegnum byggðina séu góðar og að sem best njóti sólarljóss og skjóls í götu- og torgrýmum.Skammaryrðin byggingarmagn og nýtingarhlutfall Stundum hljómar umræða um skipulagsmál miðborgarinnar eins og hugtökin byggingarmagn og nýtingarhlutfall séu skammaryrði. Vissulega eru til dæmi um að of djarft hafi verið teflt í úthlutun byggingarheimilda. Aðalatriðið er hinsvegar að byggingarmagnið skili samfélaginu gæðum. Land til uppbyggingar í miðborg er takmörkuð auðlind sem skipulagsyfirvöldum ber skylda til að nýta vel, samfélaginu til hagsbóta. Í einhverjum tilvikum getur það þýtt að ráðlegt sé að heimila tiltölulega mikið byggingarmagn á einstökum reitum.Áræði gagnvart hefð Í almennri umræðu um byggingarstíl er ákveðin tilhneiging til að líta svo á að lausnin felist í að byggja nýtt með ásýnd gamals. Við erum svo lánsöm að eiga frábær dæmi í miðborg Reykjavíkur um verðuga fulltrúa byggingarlistar sinnar samtíðar frá ólíkum tímum sem hafa lagt af mörkum til bæjarmyndar og bæjarlífs miðborgarinnar með áræðinni og kunnáttusamri hönnun. Þar má nefna þær opinberu byggingar sem reistar hafa verið í miðborginni á síðustu áratugum - Hörpu, Ráðhús Reykjavíkur, Seðlabankann og hús Hæstaréttar.Eru skipulagsmál leiðinlegt þref? Skipulag byggðar varðar okkur öll. Það stýrir því hvar og hvernig við búum, störfum, verslum og verjum frístundum. Það hefur áhrif á líðan okkar og getur latt okkur eða hvatt til útiveru, hreyfingar og mannlegra samskipta. Og skipulagsmál geta verið skemmtileg. Því miður dettur umræða um skipulagsmál oft í farveg þrefs og tortryggni frekar en samtals með hlustun og lærdómi. Þegar vel tekst til getur skipulagsumræðan hinsvegar verið frjór jarðvegur um það hvernig samfélag við viljum vera og hverskonar umgjörð styður þá samfélagsþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Talsverð umræða hefur skapast undanfarið um skipulag miðborgar Reykjavíkur. Það minnir okkur á að skipulag byggðar varðar okkur öll. Það á að skipta okkur máli og á því eigum við að hafa skoðun. En um hvað snýst skipulag miðborgar? Það snýst vissulega um byggingarstíl og útlit einstakra bygginga, en það er þó mun fleira sem ræður úrslitum um það hvort miðborg auðnast að halda aðdráttarafli sínu gagnvart atvinnurekendum, íbúum og gestum.Miðborgin er hjartað Miðborg má segja að sé hjartað í hverri borg. Þar dynur hjartsláttur lykilstofnana samfélagsins, verslunar og ýmiskonar atvinnurekstrar. Og þar býr fólk, allskonar fólk. Miðborgir eru líka gjarnan vettvangur helstu samkoma borgarbúa, hvort sem komið er saman til að gleðjast eða mótmæla. Og þar er lifandi vettvangur óformlegra samskipta borgarbúa og gesta frá degi til dags, á hvaða aldri sem þeir eru og hvaða þjóðfélagshópi sem þeir tilheyra. Húsnæði og rými í miðborgum þurfa að taka mið af þessu.Niður sögunnar Í miðborgum er gjarnan að finna sögulegt upphaf viðkomandi borgar. Töfrar og dýnamík miðborga felast oft í því samspili og jafnvel spennandi togstreitu sem þar er finna á milli gamals og nýs. Það er afrakstur uppbyggingar yfir langan tíma og þess að þar koma saman fjölbreytt notkun og allskonar fólk. Það er það sem við sækjum í, hvort sem það er í miðborg höfuðborgarinnar okkar, eða þegar við heimsækjum borgir í öðrum löndum. Og miðborg er ekki líkleg til að þrífast ef við festum yfirbragð hennar og bæjarmynd við tiltekið tímabil. Þvert á móti, þurfum við í senn að skilja og virða þá sögu sem endurspeglast í byggðinni, um leið og okkar samtími þarf að fá að leggja sitt af mörkum til þróunar miðborgarinnar.Að byggja nýtt í miðborg Hvort sem eingöngu er verið að byggja á stakri lóð, eða stærri reitum í miðborg, er viðfangsefni skipulagsyfirvalda ávallt að greina af alúð og þekkingu hvers taka þarf tillit til varðandi það sem fyrir er og hvað rétt er að byggja – hve mikið, hvernig útfært og fyrir hvaða notkun. Alltaf með það í huga, hvað kemur borgarsamfélaginu og þróun miðborgarinnar best. Það þarf að gæta þess að nýta land vel. Það þarf að gæta að samsvörun við nærliggjandi byggð. Það getur verið gert með því að trappa húshæðir niður þar sem nýtt mætir gömlu. Í öðrum tilvikum getur orðið ofan á að láta nýtt mæta gömlu sem skýrari andstæða. Þýðingarmikill þáttur í endurskipulagningu í miðborg er að tryggja fjölbreytta notkun og lifandi og áhugaverð göturými og torg. Almennt er happasælast að tryggja góða blöndu verslunar, skrifstofa og íbúða í miðborg. Það tryggir líf á götum og ljós í gluggum á ólíkum tímum dags og viku. Jafnframt þarf að forma byggingarreiti og byggingar þannig að tengingar í gegnum byggðina séu góðar og að sem best njóti sólarljóss og skjóls í götu- og torgrýmum.Skammaryrðin byggingarmagn og nýtingarhlutfall Stundum hljómar umræða um skipulagsmál miðborgarinnar eins og hugtökin byggingarmagn og nýtingarhlutfall séu skammaryrði. Vissulega eru til dæmi um að of djarft hafi verið teflt í úthlutun byggingarheimilda. Aðalatriðið er hinsvegar að byggingarmagnið skili samfélaginu gæðum. Land til uppbyggingar í miðborg er takmörkuð auðlind sem skipulagsyfirvöldum ber skylda til að nýta vel, samfélaginu til hagsbóta. Í einhverjum tilvikum getur það þýtt að ráðlegt sé að heimila tiltölulega mikið byggingarmagn á einstökum reitum.Áræði gagnvart hefð Í almennri umræðu um byggingarstíl er ákveðin tilhneiging til að líta svo á að lausnin felist í að byggja nýtt með ásýnd gamals. Við erum svo lánsöm að eiga frábær dæmi í miðborg Reykjavíkur um verðuga fulltrúa byggingarlistar sinnar samtíðar frá ólíkum tímum sem hafa lagt af mörkum til bæjarmyndar og bæjarlífs miðborgarinnar með áræðinni og kunnáttusamri hönnun. Þar má nefna þær opinberu byggingar sem reistar hafa verið í miðborginni á síðustu áratugum - Hörpu, Ráðhús Reykjavíkur, Seðlabankann og hús Hæstaréttar.Eru skipulagsmál leiðinlegt þref? Skipulag byggðar varðar okkur öll. Það stýrir því hvar og hvernig við búum, störfum, verslum og verjum frístundum. Það hefur áhrif á líðan okkar og getur latt okkur eða hvatt til útiveru, hreyfingar og mannlegra samskipta. Og skipulagsmál geta verið skemmtileg. Því miður dettur umræða um skipulagsmál oft í farveg þrefs og tortryggni frekar en samtals með hlustun og lærdómi. Þegar vel tekst til getur skipulagsumræðan hinsvegar verið frjór jarðvegur um það hvernig samfélag við viljum vera og hverskonar umgjörð styður þá samfélagsþróun.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun