Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 79-76 | Mikilvægur sigur Hauka Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 29. janúar 2016 22:00 Haukar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Tindastóli, 79-76, í hörkuleik í 15. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld.Anton Brink, ljósmynari 365, var á vellinum í kvöld og tók þessar myndir. Gestirnir leiddu með sex stigum í hálfleik, 34-40, en Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og fóru með fjögurra stiga forystu, 62-58, inn í lokaleikhlutann. Emil Barja spilaði sinn besta leik í vetur en hann og Kári Jónsson drógu vagninn fyrir Hauka á lokamínútunum. Kári skoraði níu af sínum 20 stigum á síðustu tveimur og hálfu mínútu leiksins og Emil var einnig gríðarlega öflugur, á báðum endum vallarins, en hann innsiglaði í raun sigur Hauka þegar hann tók gríðarlega mikilvægt sóknarfrákast í stöðunni 76-73 þegar 24 sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar héldu haus undir lokin, kláruðu vítin sín og lönduðu þriggja stiga sigri, 79-76. Þetta var fyrsti sigur Hauka í fjórum leikjum en liðið er enn í 6. sæti deildarinnar, nú með 16 stig. Tindastóll hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð en liðið er í 8. sæti deildarinnar með 14 stig. Mikilvægi leiksins sást kannski á spilamennsku liðanna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hittnin var slök (41% - 36%) og tapaðir boltar fjölmargir (alls 30) en baráttan og viljinn var svo sannarlega til staðar. Jerome Hill byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og skoraði 11 af fyrstu 18 stigum Stólanna. Hann lenti svo í villuvandræðum og skoraði ekki meira í fyrri hálfleik. Gestirnir voru með frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik en munurinn var aldrei mikill. Einu stigi munaði á liðunum eftir 1. leikhluta, 17-18, og sama baráttan hélt áfram í 2. leikhluta. Stólarnir náðu fljótlega sex stiga forystu, 19-25, en Haukarnir voru snöggir að jafna. Heimamenn breyttu svo stöðunni úr 27-30 í 34-33 en Tindastóll náði smá áhlaupi undir lok 2. leikhluta og fór því með sex stiga forskot inn í hálfleikinn, 34-40. Svavar Atli Birgisson lét til sín taka undir lok fyrri hálfleiks og skoraði fjögur síðustu stig hans. Haukar komu dýrvitlausir til leiks í seinni hálfleik, spiluðu grimma vörn og í sókninni fór Brandon Mobley mikinn en hann skoraði 10 stig í 3. leikhluta. Heimamenn skoruðu átta fyrstu stig seinni hálfleiks og náðu forystunni, 42-40. Þeir náðu mest sjö stiga forystu, 56-49, eftir þrist frá Hauki Óskarssyni. Eftir það fór að halla undan fæti hjá Haukum sem lentu í villuvandræðum. Stólarnir voru tíðir gestir á vítalínunni en Haukum til happs nýttu gestirnir vítin sín illa í kvöld (59%). Fjórum stigum munaði á liðunum fyrir lokafjórðunginn, 62-58. Haukarnir áttu í vandræðum með að skora framan af 4. leikhluta og þegar hann var fimm mínútna gamall voru aðeins tvö stig komin á töfluna Haukamegin. En í stöðunni 66-67 breyttist leikurinn. Emil kveikti í heimamönnum með þristi og Kári fylgdi fordæmi fyrirliðans, skoraði sjö stig í röð og allt í einu voru Haukar komnir átta stigum yfir, 76-68, og aðeins rúm mínúta til leiksloka. Fimm snögg stig í röð gáfu gestunum von en hún fauk út um gluggann þegar Emil tók áðurnefnt sóknarfrákast í stöðunni 76-73. Lokatölur 79-76, í miklum baráttuleik. Mobley og Kári voru stigahæstir í liði Hauka með 20 stig hvor. Mobley tók einnig 13 fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og varði þrjú skot. Kári bætti fjórum fráköstum, sjö stoðsendingum og þremur stolnum boltum við stigin sín tuttugu. Emil átti sem áður sagði sinn besta leik í vetur en hann skilaði 16 stigum, átta fráköstum, sex stoðsendingum og fimm vörðum skotum. Þá nýtti Emil sjö af níu skotum sínum og spilaði flotta vörn á Darrell Lewis. Hill skoraði 21 stig fyrir Tindastól en Lewis kom næstur með 19 stig. Pétur Rúnar Birgisson sýndi einnig styrk sinn í leiknum; skoraði 13 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti þó illa líkt og flestir félaga sinna í liði Tindastóls.Ívar: Emil er kominn úr sumarfríi Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, var létt eftir þriggja stiga sigur hans manna, 79-76, á Tindastóli í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Hauka í fjórum leikjum. "Það var gríðarleg spenna í þessum leik og rosaleg barátta. Þetta var harður leikur og minnti á leik í úrslitakeppni," sagði Ívar glaðbeittur eftir leik. "Varnarleikurinn okkar var gríðarlega góður í leiknum, og þá sérstaklega í seinni hálfleik," bætti þjálfarinn við. Hans menn voru sex stigum undir í hálfleik, 34-40, en mættu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu átta stig hans. "Við komum mjög vel stemmdir inn úr hálfleiknum og það gaf okkur sjálfstraust eftir magurt gengi að undanförnu," sagði Ívar. Haukar spiluðu sterka vörn í kvöld og kannski full sterka ef marka má villufjöldann en Hafnfirðingar fengu 24 villur í leiknum. Þrátt fyrir það sagði Ívar dómara leiksins hafa komist vel frá sínu. "Mér fannst bæði liðin spila harða vörn en ég veit ekki hvort við höfum verið svona miklir klaufar. Við fengum allavega miklu fleiri villur. "En heilt yfir held ég að þetta hafi verið vel dæmdur leikur," sagði Ívar sem hrósaði Emil Barja fyrir sína frammistöðu í leiknum. Fyrirliðinn hefur ekki átt sitt besta tímabil en hann steig upp í kvöld og skilaði 16 stigum, átta fráköstum, sex stoðsendingum og fimm vörðum skotum. "Emil er kominn til baka úr sumarfríi," sagði Ívar og hló. "Hann var stórkostlegur í kvöld. Vörnin hans var frábær og hann tók (Darrel) Lewis alveg út úr leiknum. "Hann hefur fengið gagnrýni, ekki bara frá fjölmiðlum, heldur einnig frá mér og öðru Haukafólki. En ég ræddi við hann á föstudaginn og hann var ákveðinn að koma til baka. Hann sagðist hafa verið lélegur og hann ætlaði að koma til baka. Sem hann og gerði," sagði Ívar að lokum.Costa: Þurfum að gera einhverjar breytingar José María Costa Gómez, þjálfari Tindastóls, sá sína menn tapa þriðja leiknum í röð á Ásvöllum í kvöld. "Við áttum góða möguleika á að vinna leikinn en gerðum mistök undir lokin," sagði Costa. "Við spiluðum mjög góða vörn en þeir settu opnu skotin niður." Eftir síðasta leik, tap fyrir Þór Þorlákshöfn, gaf Costa það sterklega í skyn að Tindastóll þyrfti að gera einhverjar breytingar fyrir framhaldið. Talsvert hefur verið rætt um framtíð Bandaríkjamannsins Jerome Hill en Costa segir enn óvíst hvort hann verði áfram í herbúðum liðsins. "Við þurfum að breyta einhverju, hvort sem það er að láta hann fara eða ekki. Við erum of háðir (Darrel) Lewis og mótherjarnir leggja mikla áherslu á að stoppa hann," sagði Costa sem vill fá framlag frá fleiri leikmönnum liðsins í sókninni. "Við þurfum hjálp, það þurfa fleiri að leggja lóð sín á vogarskálarnar. Við getum ekki bara talað um Bandaríkjamanninn, það þurfa allir að leggja sitt af mörkum í sókninni. "Vörnin er fín en við þurfum fleiri möguleika í sókninni," sagði þjálfarinn að endingu.Bein lýsing: Haukar - TindastóllTweets by @VisirKarfa2 vísir/anton brink Dominos-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Haukar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Tindastóli, 79-76, í hörkuleik í 15. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld.Anton Brink, ljósmynari 365, var á vellinum í kvöld og tók þessar myndir. Gestirnir leiddu með sex stigum í hálfleik, 34-40, en Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og fóru með fjögurra stiga forystu, 62-58, inn í lokaleikhlutann. Emil Barja spilaði sinn besta leik í vetur en hann og Kári Jónsson drógu vagninn fyrir Hauka á lokamínútunum. Kári skoraði níu af sínum 20 stigum á síðustu tveimur og hálfu mínútu leiksins og Emil var einnig gríðarlega öflugur, á báðum endum vallarins, en hann innsiglaði í raun sigur Hauka þegar hann tók gríðarlega mikilvægt sóknarfrákast í stöðunni 76-73 þegar 24 sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar héldu haus undir lokin, kláruðu vítin sín og lönduðu þriggja stiga sigri, 79-76. Þetta var fyrsti sigur Hauka í fjórum leikjum en liðið er enn í 6. sæti deildarinnar, nú með 16 stig. Tindastóll hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð en liðið er í 8. sæti deildarinnar með 14 stig. Mikilvægi leiksins sást kannski á spilamennsku liðanna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hittnin var slök (41% - 36%) og tapaðir boltar fjölmargir (alls 30) en baráttan og viljinn var svo sannarlega til staðar. Jerome Hill byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og skoraði 11 af fyrstu 18 stigum Stólanna. Hann lenti svo í villuvandræðum og skoraði ekki meira í fyrri hálfleik. Gestirnir voru með frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik en munurinn var aldrei mikill. Einu stigi munaði á liðunum eftir 1. leikhluta, 17-18, og sama baráttan hélt áfram í 2. leikhluta. Stólarnir náðu fljótlega sex stiga forystu, 19-25, en Haukarnir voru snöggir að jafna. Heimamenn breyttu svo stöðunni úr 27-30 í 34-33 en Tindastóll náði smá áhlaupi undir lok 2. leikhluta og fór því með sex stiga forskot inn í hálfleikinn, 34-40. Svavar Atli Birgisson lét til sín taka undir lok fyrri hálfleiks og skoraði fjögur síðustu stig hans. Haukar komu dýrvitlausir til leiks í seinni hálfleik, spiluðu grimma vörn og í sókninni fór Brandon Mobley mikinn en hann skoraði 10 stig í 3. leikhluta. Heimamenn skoruðu átta fyrstu stig seinni hálfleiks og náðu forystunni, 42-40. Þeir náðu mest sjö stiga forystu, 56-49, eftir þrist frá Hauki Óskarssyni. Eftir það fór að halla undan fæti hjá Haukum sem lentu í villuvandræðum. Stólarnir voru tíðir gestir á vítalínunni en Haukum til happs nýttu gestirnir vítin sín illa í kvöld (59%). Fjórum stigum munaði á liðunum fyrir lokafjórðunginn, 62-58. Haukarnir áttu í vandræðum með að skora framan af 4. leikhluta og þegar hann var fimm mínútna gamall voru aðeins tvö stig komin á töfluna Haukamegin. En í stöðunni 66-67 breyttist leikurinn. Emil kveikti í heimamönnum með þristi og Kári fylgdi fordæmi fyrirliðans, skoraði sjö stig í röð og allt í einu voru Haukar komnir átta stigum yfir, 76-68, og aðeins rúm mínúta til leiksloka. Fimm snögg stig í röð gáfu gestunum von en hún fauk út um gluggann þegar Emil tók áðurnefnt sóknarfrákast í stöðunni 76-73. Lokatölur 79-76, í miklum baráttuleik. Mobley og Kári voru stigahæstir í liði Hauka með 20 stig hvor. Mobley tók einnig 13 fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og varði þrjú skot. Kári bætti fjórum fráköstum, sjö stoðsendingum og þremur stolnum boltum við stigin sín tuttugu. Emil átti sem áður sagði sinn besta leik í vetur en hann skilaði 16 stigum, átta fráköstum, sex stoðsendingum og fimm vörðum skotum. Þá nýtti Emil sjö af níu skotum sínum og spilaði flotta vörn á Darrell Lewis. Hill skoraði 21 stig fyrir Tindastól en Lewis kom næstur með 19 stig. Pétur Rúnar Birgisson sýndi einnig styrk sinn í leiknum; skoraði 13 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti þó illa líkt og flestir félaga sinna í liði Tindastóls.Ívar: Emil er kominn úr sumarfríi Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, var létt eftir þriggja stiga sigur hans manna, 79-76, á Tindastóli í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Hauka í fjórum leikjum. "Það var gríðarleg spenna í þessum leik og rosaleg barátta. Þetta var harður leikur og minnti á leik í úrslitakeppni," sagði Ívar glaðbeittur eftir leik. "Varnarleikurinn okkar var gríðarlega góður í leiknum, og þá sérstaklega í seinni hálfleik," bætti þjálfarinn við. Hans menn voru sex stigum undir í hálfleik, 34-40, en mættu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu átta stig hans. "Við komum mjög vel stemmdir inn úr hálfleiknum og það gaf okkur sjálfstraust eftir magurt gengi að undanförnu," sagði Ívar. Haukar spiluðu sterka vörn í kvöld og kannski full sterka ef marka má villufjöldann en Hafnfirðingar fengu 24 villur í leiknum. Þrátt fyrir það sagði Ívar dómara leiksins hafa komist vel frá sínu. "Mér fannst bæði liðin spila harða vörn en ég veit ekki hvort við höfum verið svona miklir klaufar. Við fengum allavega miklu fleiri villur. "En heilt yfir held ég að þetta hafi verið vel dæmdur leikur," sagði Ívar sem hrósaði Emil Barja fyrir sína frammistöðu í leiknum. Fyrirliðinn hefur ekki átt sitt besta tímabil en hann steig upp í kvöld og skilaði 16 stigum, átta fráköstum, sex stoðsendingum og fimm vörðum skotum. "Emil er kominn til baka úr sumarfríi," sagði Ívar og hló. "Hann var stórkostlegur í kvöld. Vörnin hans var frábær og hann tók (Darrel) Lewis alveg út úr leiknum. "Hann hefur fengið gagnrýni, ekki bara frá fjölmiðlum, heldur einnig frá mér og öðru Haukafólki. En ég ræddi við hann á föstudaginn og hann var ákveðinn að koma til baka. Hann sagðist hafa verið lélegur og hann ætlaði að koma til baka. Sem hann og gerði," sagði Ívar að lokum.Costa: Þurfum að gera einhverjar breytingar José María Costa Gómez, þjálfari Tindastóls, sá sína menn tapa þriðja leiknum í röð á Ásvöllum í kvöld. "Við áttum góða möguleika á að vinna leikinn en gerðum mistök undir lokin," sagði Costa. "Við spiluðum mjög góða vörn en þeir settu opnu skotin niður." Eftir síðasta leik, tap fyrir Þór Þorlákshöfn, gaf Costa það sterklega í skyn að Tindastóll þyrfti að gera einhverjar breytingar fyrir framhaldið. Talsvert hefur verið rætt um framtíð Bandaríkjamannsins Jerome Hill en Costa segir enn óvíst hvort hann verði áfram í herbúðum liðsins. "Við þurfum að breyta einhverju, hvort sem það er að láta hann fara eða ekki. Við erum of háðir (Darrel) Lewis og mótherjarnir leggja mikla áherslu á að stoppa hann," sagði Costa sem vill fá framlag frá fleiri leikmönnum liðsins í sókninni. "Við þurfum hjálp, það þurfa fleiri að leggja lóð sín á vogarskálarnar. Við getum ekki bara talað um Bandaríkjamanninn, það þurfa allir að leggja sitt af mörkum í sókninni. "Vörnin er fín en við þurfum fleiri möguleika í sókninni," sagði þjálfarinn að endingu.Bein lýsing: Haukar - TindastóllTweets by @VisirKarfa2 vísir/anton brink
Dominos-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn