Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2016 13:15 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Getty Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. Danir enduðu í fimmta sæti á HM í Katar fyrir ári síðan og það var mikil pressa á íslenska þjálfaranum að koma liðinu í undanúrslitin í Póllandi. Miðað við hvað staðan var góð fyrir síðustu tvo leikina er niðurstaðan gríðarleg vonbrigði. Guðmundur hefur að sjálfsögðu fengið á sig talsverða gagnrýni í dönskum fjölmiðlum en það vekur athygli að samkvæmt samantekt á einkunnagjöf Ekstra Bladet á mótinu stóð enginn leikmaður danska liðsins sig betur en íslenski þjálfarinn á mótinu. Þetta var sjötti leikur danska liðsins á mótinu og fyrsta tapið en liðið missti þó unninn leik á móti Svíum í jafntefli kvöldið áður. Danir unnu fyrstu fjóra leiki sína. Blaðamenn gefa einkunnir í leikjum liðsins og eru þær frá 0 til 6. Guðmundur er með hæstu meðaleinkunnina ásamt þremur leikmönnum en þeir eru allir með 4,0 að meðaltali. Leikmennirnir eru stórskyttan Mikkael Hansen, markvörðurinn Niklas Landin og línumaðurinn Henrik Toft Hansen. Lægstu einkunnir Guðmundar voru þristarnir sem hann fékk fyrir tvo síðustu leiki danska liðsins. Hann fékk aftur á móti fimm af sex mögulegum fyrir sigurleiki liðsins á móti Ungverjum og Spánverjum. Niklas Landin er sá eini sem fékk sexu en það fékk hann fyrir frammistöðu sína á móti Spáni. Landin fékk aftur á móti ás á móti Svartfjallalandi. Hægri skyttan Mads Christiansen fékk einn í einkunn fyrir tvo síðustu leikina og var lægstur af byrjunarliðsmönnum liðsins. Mikkael Hansen var mjög jafn og oftast með fjóra fyrir utan þristinn sem hann fékk í fyrsta leik á móti Rússum og fimmuna sem hann fékk fyrir Ungverjaleikinn. Hinn íslensk ætlaði Hans Lindberg var með aðeins 2,8 í meðaleinkunn og fékk aldrei hærra en 3 í einkunn. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira
Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. Danir enduðu í fimmta sæti á HM í Katar fyrir ári síðan og það var mikil pressa á íslenska þjálfaranum að koma liðinu í undanúrslitin í Póllandi. Miðað við hvað staðan var góð fyrir síðustu tvo leikina er niðurstaðan gríðarleg vonbrigði. Guðmundur hefur að sjálfsögðu fengið á sig talsverða gagnrýni í dönskum fjölmiðlum en það vekur athygli að samkvæmt samantekt á einkunnagjöf Ekstra Bladet á mótinu stóð enginn leikmaður danska liðsins sig betur en íslenski þjálfarinn á mótinu. Þetta var sjötti leikur danska liðsins á mótinu og fyrsta tapið en liðið missti þó unninn leik á móti Svíum í jafntefli kvöldið áður. Danir unnu fyrstu fjóra leiki sína. Blaðamenn gefa einkunnir í leikjum liðsins og eru þær frá 0 til 6. Guðmundur er með hæstu meðaleinkunnina ásamt þremur leikmönnum en þeir eru allir með 4,0 að meðaltali. Leikmennirnir eru stórskyttan Mikkael Hansen, markvörðurinn Niklas Landin og línumaðurinn Henrik Toft Hansen. Lægstu einkunnir Guðmundar voru þristarnir sem hann fékk fyrir tvo síðustu leiki danska liðsins. Hann fékk aftur á móti fimm af sex mögulegum fyrir sigurleiki liðsins á móti Ungverjum og Spánverjum. Niklas Landin er sá eini sem fékk sexu en það fékk hann fyrir frammistöðu sína á móti Spáni. Landin fékk aftur á móti ás á móti Svartfjallalandi. Hægri skyttan Mads Christiansen fékk einn í einkunn fyrir tvo síðustu leikina og var lægstur af byrjunarliðsmönnum liðsins. Mikkael Hansen var mjög jafn og oftast með fjóra fyrir utan þristinn sem hann fékk í fyrsta leik á móti Rússum og fimmuna sem hann fékk fyrir Ungverjaleikinn. Hinn íslensk ætlaði Hans Lindberg var með aðeins 2,8 í meðaleinkunn og fékk aldrei hærra en 3 í einkunn.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira