Fátt nýtt að frétta af skuldbindingum Íslands Svavar Hávarðsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Fólk um allan heim treystir stjórnvöldum til þess að taka á djúpstæðum vanda. nordicphotos/afp Settir verða ábyrgðarmenn yfir öll sextán verkefni sóknaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum í janúar og einnig þegar útfærslu flestra eða allra verkefnanna verður lokið. Fjármögnun sóknaráætlunarinnar liggur fyrir. Hins vegar virðist framhaldið vera óljóst, sérstaklega hvað varðar skuldbindingar til framtíðar litið. Þetta má ráða af svari Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra. Verkefnin sextán miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Átta verkefni miða að því að draga úr nettólosun í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Í svarinu segir að verkefni í sóknaráætluninni fái flest fjárveitingu til eins til þriggja ára og að í mörgum verkefnanna séu fleiri fengnir að vinnu loftslagsverkefna en tíðkast hefur til þessa, og eru í þeim hópi fulltrúar sem tengjast atvinnulífinu. Sóknaráætlunin var sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember og er ætlað að sýna vilja íslenskra stjórnvalda til að taka þátt í alþjóðlegu átaki gegn loftslagsbreytingum og búa í haginn fyrir væntanlegar hertar kröfur um losun eftir 2020. Svandís spurði einnig hvernig vinnu við að útfæra losunarmarkmið Íslands gagnvart sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins verði háttað. Fær hún það svar að Ísland hefur, líkt og Noregur, lýst yfir vilja til að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um losun til 2030. ESB hafi tekið vel í þá málaleitan en ekki hefur verið rætt um hvernig málinu verður fram haldið. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum, þegar ríki taka til við að skipuleggja verkefni sem tengjast eftirfylgni Parísarsamkomulagsins,“ segir í svari ráðherra. Loftslagsmál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Settir verða ábyrgðarmenn yfir öll sextán verkefni sóknaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum í janúar og einnig þegar útfærslu flestra eða allra verkefnanna verður lokið. Fjármögnun sóknaráætlunarinnar liggur fyrir. Hins vegar virðist framhaldið vera óljóst, sérstaklega hvað varðar skuldbindingar til framtíðar litið. Þetta má ráða af svari Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra. Verkefnin sextán miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Átta verkefni miða að því að draga úr nettólosun í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Í svarinu segir að verkefni í sóknaráætluninni fái flest fjárveitingu til eins til þriggja ára og að í mörgum verkefnanna séu fleiri fengnir að vinnu loftslagsverkefna en tíðkast hefur til þessa, og eru í þeim hópi fulltrúar sem tengjast atvinnulífinu. Sóknaráætlunin var sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember og er ætlað að sýna vilja íslenskra stjórnvalda til að taka þátt í alþjóðlegu átaki gegn loftslagsbreytingum og búa í haginn fyrir væntanlegar hertar kröfur um losun eftir 2020. Svandís spurði einnig hvernig vinnu við að útfæra losunarmarkmið Íslands gagnvart sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins verði háttað. Fær hún það svar að Ísland hefur, líkt og Noregur, lýst yfir vilja til að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um losun til 2030. ESB hafi tekið vel í þá málaleitan en ekki hefur verið rætt um hvernig málinu verður fram haldið. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum, þegar ríki taka til við að skipuleggja verkefni sem tengjast eftirfylgni Parísarsamkomulagsins,“ segir í svari ráðherra.
Loftslagsmál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira