Menntamálaráðherra vill ekki að Alþingi úthluti listamannalaunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2016 20:00 Menntamálaráðherra er ekki fylgjandi því að úthlutun listamannalauna verði færð úr höndum stjórnar listamannalauna yfir til Alþingis. Hann segir nauðsynlegt að styrkja íslenska höfunda og vill ekki tekjutegngja listamannalaun eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur til. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag. að það væri óeðlilegt að listamenn sætu sjálfir í stjórnum sem úthlutuðu listamannalaunum. Þeir sæu ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum en gagnrýndu margir slík vinnubrögð á öðrum sviðum. „Þeir hinir sömu verða því að þola þegar rætt er um þeirra mál. Sem eru í algerum molum og ekki boðlegt hvernig hvernig rithöfundar og fagfélög þeirra skipar sjálft sitt fólk í í úthlutunarnefndir. Sem síðan úthluta þeim sem skipuðu þá listamannalaunum. Jafnvel til margra ára,“ sagði Ásmundur. Gera ætti opinbert hverjir fengju listamannalaun og fyrir hvað. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ekki væri rétt að tekjutengja listamannalaun, sem eru um 350 þúsund krónur á mánuði og Alþingi úthlutaði þeim. „Í mínum huga er það algerlega óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalaunatil listamannanna sjálfra. Sem síðar, eins og dæmin sýna og sanna beita klíkuskap og ógagnsæum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði Ásmundur. Menntamálaráðherra sagði ekkert í lögum um að ekki ætti að upplýsa um úthlutn listamannalauna og sagði gott að almennt ríkti gagnsæi í þessum málum. Hann væri ekki fylgjandi því að tekjutengja listamannalaun. „Af því að háttvirtur þingmaður nefndi það í sinni ræðu hvort hvort við ættum ekki að færa þetta val hingað til þingsins, þá er mitt svar nei við því. Ég er ekki sammála því. Ég vil ekki að stjórnmálin taki þessar ákvarðanir. Ég sé alveg þá vankanta sem uppi eru og ég veit vel að stjórnmál geta leynst víða. En mér finnst betra að hafa það fyrirkomulag að þetta sé í höndum listamannanna sjálfra . En þá skiptir máli að þetta séu gagnsæar ákvarðanir,“ sagði Illugi og tók undir þann þátt í málflutningi Ásmundar. Þá væri óumdeilt að að 500 milljónir í listamannalaun skiluðu sér til samfélagsins. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt til dæmis ef við horfum á rithöfundana, mikilvægt fyrir fámennt málsvæði eins og okkar; að það séu starfandi rithöfundar. Það er útilokað mál að ætlast til þess að það sé hægt að viðhalda íslenskri tungu einungis með þeim fjölda rithöfunda sem markaðurinn ber,“ sagði Ilugi Gunnarsson. Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna segir þessi mál í stöðugri framþróun. Sjá má viðbrögð hennar við umræðunni á Alþingi í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan. Listamannalaun Tengdar fréttir „Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. 27. janúar 2016 17:47 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Menntamálaráðherra er ekki fylgjandi því að úthlutun listamannalauna verði færð úr höndum stjórnar listamannalauna yfir til Alþingis. Hann segir nauðsynlegt að styrkja íslenska höfunda og vill ekki tekjutegngja listamannalaun eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur til. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag. að það væri óeðlilegt að listamenn sætu sjálfir í stjórnum sem úthlutuðu listamannalaunum. Þeir sæu ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum en gagnrýndu margir slík vinnubrögð á öðrum sviðum. „Þeir hinir sömu verða því að þola þegar rætt er um þeirra mál. Sem eru í algerum molum og ekki boðlegt hvernig hvernig rithöfundar og fagfélög þeirra skipar sjálft sitt fólk í í úthlutunarnefndir. Sem síðan úthluta þeim sem skipuðu þá listamannalaunum. Jafnvel til margra ára,“ sagði Ásmundur. Gera ætti opinbert hverjir fengju listamannalaun og fyrir hvað. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ekki væri rétt að tekjutengja listamannalaun, sem eru um 350 þúsund krónur á mánuði og Alþingi úthlutaði þeim. „Í mínum huga er það algerlega óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalaunatil listamannanna sjálfra. Sem síðar, eins og dæmin sýna og sanna beita klíkuskap og ógagnsæum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði Ásmundur. Menntamálaráðherra sagði ekkert í lögum um að ekki ætti að upplýsa um úthlutn listamannalauna og sagði gott að almennt ríkti gagnsæi í þessum málum. Hann væri ekki fylgjandi því að tekjutengja listamannalaun. „Af því að háttvirtur þingmaður nefndi það í sinni ræðu hvort hvort við ættum ekki að færa þetta val hingað til þingsins, þá er mitt svar nei við því. Ég er ekki sammála því. Ég vil ekki að stjórnmálin taki þessar ákvarðanir. Ég sé alveg þá vankanta sem uppi eru og ég veit vel að stjórnmál geta leynst víða. En mér finnst betra að hafa það fyrirkomulag að þetta sé í höndum listamannanna sjálfra . En þá skiptir máli að þetta séu gagnsæar ákvarðanir,“ sagði Illugi og tók undir þann þátt í málflutningi Ásmundar. Þá væri óumdeilt að að 500 milljónir í listamannalaun skiluðu sér til samfélagsins. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt til dæmis ef við horfum á rithöfundana, mikilvægt fyrir fámennt málsvæði eins og okkar; að það séu starfandi rithöfundar. Það er útilokað mál að ætlast til þess að það sé hægt að viðhalda íslenskri tungu einungis með þeim fjölda rithöfunda sem markaðurinn ber,“ sagði Ilugi Gunnarsson. Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna segir þessi mál í stöðugri framþróun. Sjá má viðbrögð hennar við umræðunni á Alþingi í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan.
Listamannalaun Tengdar fréttir „Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. 27. janúar 2016 17:47 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
„Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. 27. janúar 2016 17:47