Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 09:30 Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson. Vísir/EPA og Getty Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. Þjóðverjar og Danir unnu leiki sína í milliriðli tvö í gær og eru bæði með af fullum krafti í baráttunni um sæti í undanúrslitum Evrópumótsins. Sigur Norðmanna á Pólverjum á laugardaginn sá til þess að þriggja leika sigurganga pólska liðsins varð ekki lengri en norska liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð síðan liðið tapaði á móti Íslandi í sínum fyrsta leik.Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í danska landsliðinu hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á Evrópumótinu en þeir komu til baka á móti Spánverjum eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik og unnu seinni hálfleikinn með sjö marka mun, 16-9. Sigur Dana þýðir að þeir eru í frábærum málum og eru nú afar líklegir til að keppa um verðlaunasæti á Evrópumótinu. Danska liðið hefur sex stig eftir þrjá leiki eða jafnmörg og Þýskaland sem hefur spilað einum leik meira en Danir. Þýskaland á bara eftir einn leik á móti Danmörku í lokaumferð milliriðilsins en Danir spila áður við Svía.Lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu sínum fyrsta leik í keppninni á móti Spánverjum og voru síðan fjórum mörkum undir í hálfleik í leik tvö á móti Svíum. Dagur talaði sína menn til í hálfleik, þýsku strákarnir snéru við leiknum og unnu Svía með einu marki. Þýska liðið hefur síðan bætt við þremur sigrum sem komu á móti Slóveníu, Ungverjalandi og Rússlandi. Þýska liðið verður alltaf undir í innbyrðisleikjum á móti Spánverjum og það stefnir því í úrslitaleik á móti Dönum í lokaumferðinni um sæti í undanúrslitunum. Það má búast við því að íslenskan þjóðin fylgist þá spennt með þegar íslensku þjálfararnir mætast í slíkum úrslitaleik. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. Þjóðverjar og Danir unnu leiki sína í milliriðli tvö í gær og eru bæði með af fullum krafti í baráttunni um sæti í undanúrslitum Evrópumótsins. Sigur Norðmanna á Pólverjum á laugardaginn sá til þess að þriggja leika sigurganga pólska liðsins varð ekki lengri en norska liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð síðan liðið tapaði á móti Íslandi í sínum fyrsta leik.Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í danska landsliðinu hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á Evrópumótinu en þeir komu til baka á móti Spánverjum eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik og unnu seinni hálfleikinn með sjö marka mun, 16-9. Sigur Dana þýðir að þeir eru í frábærum málum og eru nú afar líklegir til að keppa um verðlaunasæti á Evrópumótinu. Danska liðið hefur sex stig eftir þrjá leiki eða jafnmörg og Þýskaland sem hefur spilað einum leik meira en Danir. Þýskaland á bara eftir einn leik á móti Danmörku í lokaumferð milliriðilsins en Danir spila áður við Svía.Lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu sínum fyrsta leik í keppninni á móti Spánverjum og voru síðan fjórum mörkum undir í hálfleik í leik tvö á móti Svíum. Dagur talaði sína menn til í hálfleik, þýsku strákarnir snéru við leiknum og unnu Svía með einu marki. Þýska liðið hefur síðan bætt við þremur sigrum sem komu á móti Slóveníu, Ungverjalandi og Rússlandi. Þýska liðið verður alltaf undir í innbyrðisleikjum á móti Spánverjum og það stefnir því í úrslitaleik á móti Dönum í lokaumferðinni um sæti í undanúrslitunum. Það má búast við því að íslenskan þjóðin fylgist þá spennt með þegar íslensku þjálfararnir mætast í slíkum úrslitaleik.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira