Hallmar Sigurðsson fallinn frá Bjarki Ármannsson skrifar 31. janúar 2016 12:00 Hallmar var meðal annars leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið og framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands á löngum ferli. Hallmar Sigurðsson, leikari og leikstjóri, er látinn. Hann var 63 ára. Hallmar var meðal annars leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið og framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands á löngum ferli. Andlátstilkynning fyrir hönd aðstandenda er birt hér fyrir neðan í heild sinni.Hallmar Sigurðsson leikari, leikstjóri og framkvæmdarstjóri lést á Landsspítalanum laugardaginn 30.janúar, 63 ára að aldri. Hallmar fæddist á Húsavík 21. maí 1952, sonur hjónanna Sigurðar Hallmarssonar skólastjóra og Herdísar Birgisdóttur húsmóður.Hallmar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1972, BA prófi í Leikhús- og listfræðum frá Stokkhólmsháskóla árið 1976, leikstjórnarnámi frá Dramatiska Institutet (DI) í Stokkhólmi 1978 og MA gráðu í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2008. Að loknu námi á áttunda áratugnum starfaði Hallmar sem leikari, leikstjóri, við leikritun og sem kennari í leiklist í Svíþjóð og á Englandi. Var hann leikstjóri hjá Sænska ríkisleikhúsinu í Örebro, við leikhúsið í Harnesönd og starfaði sem sérfræðingur við leiklistardeild BBC í London. Hallmar var lengi leikstjóri hjá Útvarpsleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Húsavíkur og við Listaháskóla Íslands. Hann var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1987 til 1991. Hallmar varð síðar fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið. Þá leikstýrði hann nokkrum uppfærslum við Þjóðleikhúsið í Ljubljana í Slóveníu. Hann var verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið um sjö ára skeið og umsjónarkennari í Prisma – samstarfsverkefni LHÍ og Háskólans á Bifröst. Þá kom hann að fjölda verkefna í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum sem leikari, leikstjóri, leikmyndahönnuður, þýðandi og sem höfundur efnis.Hallmar vann alla tíð mikið að félagsmálum. Hann var m.a. fulltrúi nemenda í stjórn Dramatiska Instituted, fulltrúi D.I. í Nordiskt scenskoleråd, í stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. Þá var hann í skólanefnd Leiklistarskóla Íslands, í stjórn Sænsk – íslenska félagsins, í fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík, í stjórn Leiklistarsambands Íslands og í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi.Síðustu árin var Hallmar framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, starfaði sjálfstætt við menningarráðgjöf og vann að listmálun og skrifum.Eftirlifandi eiginkona Hallmars er Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt. Eiga þau eina dóttur Herdísi, og tvö barnabörn; Sigríði Maríu og Hallmar Orra. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Hallmar Sigurðsson, leikari og leikstjóri, er látinn. Hann var 63 ára. Hallmar var meðal annars leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið og framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands á löngum ferli. Andlátstilkynning fyrir hönd aðstandenda er birt hér fyrir neðan í heild sinni.Hallmar Sigurðsson leikari, leikstjóri og framkvæmdarstjóri lést á Landsspítalanum laugardaginn 30.janúar, 63 ára að aldri. Hallmar fæddist á Húsavík 21. maí 1952, sonur hjónanna Sigurðar Hallmarssonar skólastjóra og Herdísar Birgisdóttur húsmóður.Hallmar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1972, BA prófi í Leikhús- og listfræðum frá Stokkhólmsháskóla árið 1976, leikstjórnarnámi frá Dramatiska Institutet (DI) í Stokkhólmi 1978 og MA gráðu í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2008. Að loknu námi á áttunda áratugnum starfaði Hallmar sem leikari, leikstjóri, við leikritun og sem kennari í leiklist í Svíþjóð og á Englandi. Var hann leikstjóri hjá Sænska ríkisleikhúsinu í Örebro, við leikhúsið í Harnesönd og starfaði sem sérfræðingur við leiklistardeild BBC í London. Hallmar var lengi leikstjóri hjá Útvarpsleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Húsavíkur og við Listaháskóla Íslands. Hann var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1987 til 1991. Hallmar varð síðar fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið. Þá leikstýrði hann nokkrum uppfærslum við Þjóðleikhúsið í Ljubljana í Slóveníu. Hann var verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið um sjö ára skeið og umsjónarkennari í Prisma – samstarfsverkefni LHÍ og Háskólans á Bifröst. Þá kom hann að fjölda verkefna í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum sem leikari, leikstjóri, leikmyndahönnuður, þýðandi og sem höfundur efnis.Hallmar vann alla tíð mikið að félagsmálum. Hann var m.a. fulltrúi nemenda í stjórn Dramatiska Instituted, fulltrúi D.I. í Nordiskt scenskoleråd, í stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. Þá var hann í skólanefnd Leiklistarskóla Íslands, í stjórn Sænsk – íslenska félagsins, í fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík, í stjórn Leiklistarsambands Íslands og í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi.Síðustu árin var Hallmar framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, starfaði sjálfstætt við menningarráðgjöf og vann að listmálun og skrifum.Eftirlifandi eiginkona Hallmars er Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt. Eiga þau eina dóttur Herdísi, og tvö barnabörn; Sigríði Maríu og Hallmar Orra.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira