Brá mikið við símtal frá lögreglunni Birta Björnsdóttir skrifar 30. janúar 2016 19:30 Lögmaður hælisleitenda gagnrýnir vinnubrögð Útlendingastofnunar harðlega eftir að skjólstæðingi hennar var gert að yfirgefa landið án þess að mál hans hafi verið tekið fyrir. Henry Eza Okafur óttast að vera sendur aftur til Nígeríu og ber enn ör sem hann segir vera eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram. Henry Eze Okafor hefur dvalið hér á landi í tæp fjögur ár en hann kom hingað til lands eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi í Svíþjóð. Hann er á flótta undan ofsóknum í heimalandinu og ber ör á enninu sem hann segir eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram samtakanna. Bróður sinn missti hann í átökum heima fyrir.Fyrir nokkrum mánuðum fékk Eze íslenska kennitölu. „Þá gat ég byrjað að vinna. Ég gat leigt mína eigin íbúð og flutt út úr húsnæði félagsþjónustunnar. Ég var farinn að sjá ljósið. Þess vegna brá mér verulega þegar ég fékk símtalið frá lögreglunni á fimmtudaginn var,“ segir Eze. Í umræddu símtali var Eze gert að yfirgefa landið á mánudaginn kemur. Hjá Útlendingastofnun liggja inni tvær umsóknir, annarsvegar um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hinsvegar beiðni um að dvelja í landinu þar til niðurstaða fæst í umsóknina. Seinni beiðninni var hafnað án þess að fjallað væri um dvalarleyfisumsóknina. Þessi vinnubrögð gagnrýnir lögmaður Eze, Katrín Theodórsdóttir, harðlega. „Það hefði verið hægt að afgreiða þetta mál án þess að breyta lögunum. Útlendingastofnun hefði getað sagt að þeir væru ekki tilbúnir til að veita honum dvalarleyfi. Honum væri heimilt að kæra úrskurðin og jafnframt dvelja á landinu á meðan kæran yrði tekin til meðferðar.“ Á fundi Katrínar og Eze með Útlendingastofnun fyrir helgi var Eze þó fullvissaður um að honum yrði ekki vísað úr landi á meðan umsókn um dvalarleyfi lægi inni hjá stofnunni. Það segir Katrín mikilvægt því erfitt sé að sjá hvernig mögulega jákvæð niðurstaða gagnist manni sem farinn er úr landi. „Mér hefur fundist Útlendingastofnun taka of harkalega á málum sem þessum og er framgangan í máli Eze gott dæmi um það. Það hefði verið eðlilegra ef stofnunin hefði verið búin að taka á umsókininnu um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og þá birta honum þá niðurstöðu. Ef ákveðið hefði verið að veita honum ekki dvalarleyfi hefði þurft að veita honum upplýsingar um réttinn til að kæra ákvörðunina til sérstakrar kærunefndar. Jafnframt hefði átt að veita honum leyfi til að dvelja hér á landi á meðan verið er að fjalla um kæruna,“ segir Katrín. Flóttamenn Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Lögmaður hælisleitenda gagnrýnir vinnubrögð Útlendingastofnunar harðlega eftir að skjólstæðingi hennar var gert að yfirgefa landið án þess að mál hans hafi verið tekið fyrir. Henry Eza Okafur óttast að vera sendur aftur til Nígeríu og ber enn ör sem hann segir vera eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram. Henry Eze Okafor hefur dvalið hér á landi í tæp fjögur ár en hann kom hingað til lands eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi í Svíþjóð. Hann er á flótta undan ofsóknum í heimalandinu og ber ör á enninu sem hann segir eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram samtakanna. Bróður sinn missti hann í átökum heima fyrir.Fyrir nokkrum mánuðum fékk Eze íslenska kennitölu. „Þá gat ég byrjað að vinna. Ég gat leigt mína eigin íbúð og flutt út úr húsnæði félagsþjónustunnar. Ég var farinn að sjá ljósið. Þess vegna brá mér verulega þegar ég fékk símtalið frá lögreglunni á fimmtudaginn var,“ segir Eze. Í umræddu símtali var Eze gert að yfirgefa landið á mánudaginn kemur. Hjá Útlendingastofnun liggja inni tvær umsóknir, annarsvegar um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hinsvegar beiðni um að dvelja í landinu þar til niðurstaða fæst í umsóknina. Seinni beiðninni var hafnað án þess að fjallað væri um dvalarleyfisumsóknina. Þessi vinnubrögð gagnrýnir lögmaður Eze, Katrín Theodórsdóttir, harðlega. „Það hefði verið hægt að afgreiða þetta mál án þess að breyta lögunum. Útlendingastofnun hefði getað sagt að þeir væru ekki tilbúnir til að veita honum dvalarleyfi. Honum væri heimilt að kæra úrskurðin og jafnframt dvelja á landinu á meðan kæran yrði tekin til meðferðar.“ Á fundi Katrínar og Eze með Útlendingastofnun fyrir helgi var Eze þó fullvissaður um að honum yrði ekki vísað úr landi á meðan umsókn um dvalarleyfi lægi inni hjá stofnunni. Það segir Katrín mikilvægt því erfitt sé að sjá hvernig mögulega jákvæð niðurstaða gagnist manni sem farinn er úr landi. „Mér hefur fundist Útlendingastofnun taka of harkalega á málum sem þessum og er framgangan í máli Eze gott dæmi um það. Það hefði verið eðlilegra ef stofnunin hefði verið búin að taka á umsókininnu um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og þá birta honum þá niðurstöðu. Ef ákveðið hefði verið að veita honum ekki dvalarleyfi hefði þurft að veita honum upplýsingar um réttinn til að kæra ákvörðunina til sérstakrar kærunefndar. Jafnframt hefði átt að veita honum leyfi til að dvelja hér á landi á meðan verið er að fjalla um kæruna,“ segir Katrín.
Flóttamenn Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira