Þeir sem tilnefndir eru til Óskarsins fá fokdýra gjafakörfu sem inniheldur sérstæðar gjafir Birgir Olgeirsson skrifar 8. febrúar 2016 10:29 Leonardo DiCaprio er tilefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í The Revenant og mun fá eina gjafakörfu. Vísir/Getty Þeir leikarar, leikkonur og leikstjórar sem tilnefndir eru til Óskarsverðlauna í ár munu venju samkvæmt fá veglega gjafakörfu þegar hátíðin fer fram. Að þessu sinni er andvirði hverrar körfu um 200 þúsund dollarar, sem nemur um 25 milljónum íslenskra króna, en á meðal þess sem er að finna í hverri körfu er 10 daga ferð til Ísrael, kynlífstæki og fegrunaraðgerð. Andvirði körfunnar í fyrra var um 15 milljónir króna. Það er fyrirtækið Distinctive Assets sem setur saman þessar gjafakörfur en um er að ræða samstarf við önnur fyrirtæki sem vonast til að koma sér á framfæri á kostnað þeirra sem tilnefndir eru til Óskarsverðlauna. Karfan í ár inniheldur meðal annars óheftan aðgang að Audi-bílaleigubílum, 15 daga gönguferð um Japan, laser-aðgerð sem ætlað er að þétta húð, lífstíðarbirgðir af húðkremum frá Lizora og Haze Dual V3 rafrettu. Þær leikkonur sem tilnefndar eru munu fá gjafabréf í brjóstafegrunarmeðferð sem nefnist Vampire Breast Lift. Sá sem stendur að baki þessarar aðgerðar lofa fegurri brjóstum með því að draga blóð úr viðskiptavinum sínum og bera það á brjóstin þeirra, og er þetta sagt ein heitasta fegrunaraðgerðin í Hollywood um þessar mundir. Þá munu gjafakörfurnar fyrir leikkonurnar innihalda hjálpartæki ástarlífsins. Óskarsverðlaunin verða afhent í Dolby-höllinni í Hollywood sunnudaginn 28. febrúar næstkomandi. Bíó og sjónvarp Óskarinn Tengdar fréttir Jóhann Jóhannsson aftur tilnefndur til Óskarsverðlauna Keppir við goðsagnir um gullnu styttuna. 14. janúar 2016 13:44 Rússar safna gulli fyrir Óskarsstyttu handa DiCaprio Hópur rússneskra aðdáenda leikarans safnar nú gulli og silfri sem bræða á saman í Óskarsstyttu handa leikaranum. 4. febrúar 2016 21:44 Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Þeir leikarar, leikkonur og leikstjórar sem tilnefndir eru til Óskarsverðlauna í ár munu venju samkvæmt fá veglega gjafakörfu þegar hátíðin fer fram. Að þessu sinni er andvirði hverrar körfu um 200 þúsund dollarar, sem nemur um 25 milljónum íslenskra króna, en á meðal þess sem er að finna í hverri körfu er 10 daga ferð til Ísrael, kynlífstæki og fegrunaraðgerð. Andvirði körfunnar í fyrra var um 15 milljónir króna. Það er fyrirtækið Distinctive Assets sem setur saman þessar gjafakörfur en um er að ræða samstarf við önnur fyrirtæki sem vonast til að koma sér á framfæri á kostnað þeirra sem tilnefndir eru til Óskarsverðlauna. Karfan í ár inniheldur meðal annars óheftan aðgang að Audi-bílaleigubílum, 15 daga gönguferð um Japan, laser-aðgerð sem ætlað er að þétta húð, lífstíðarbirgðir af húðkremum frá Lizora og Haze Dual V3 rafrettu. Þær leikkonur sem tilnefndar eru munu fá gjafabréf í brjóstafegrunarmeðferð sem nefnist Vampire Breast Lift. Sá sem stendur að baki þessarar aðgerðar lofa fegurri brjóstum með því að draga blóð úr viðskiptavinum sínum og bera það á brjóstin þeirra, og er þetta sagt ein heitasta fegrunaraðgerðin í Hollywood um þessar mundir. Þá munu gjafakörfurnar fyrir leikkonurnar innihalda hjálpartæki ástarlífsins. Óskarsverðlaunin verða afhent í Dolby-höllinni í Hollywood sunnudaginn 28. febrúar næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Tengdar fréttir Jóhann Jóhannsson aftur tilnefndur til Óskarsverðlauna Keppir við goðsagnir um gullnu styttuna. 14. janúar 2016 13:44 Rússar safna gulli fyrir Óskarsstyttu handa DiCaprio Hópur rússneskra aðdáenda leikarans safnar nú gulli og silfri sem bræða á saman í Óskarsstyttu handa leikaranum. 4. febrúar 2016 21:44 Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Jóhann Jóhannsson aftur tilnefndur til Óskarsverðlauna Keppir við goðsagnir um gullnu styttuna. 14. janúar 2016 13:44
Rússar safna gulli fyrir Óskarsstyttu handa DiCaprio Hópur rússneskra aðdáenda leikarans safnar nú gulli og silfri sem bræða á saman í Óskarsstyttu handa leikaranum. 4. febrúar 2016 21:44
Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13