Kaupendur Borgunar hagnast óeðlilega mikið Höskuldur Kári Schram skrifar 6. febrúar 2016 18:56 vísir/gva Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála forsætisráðherra um að sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun hafi verið klúður. Hann vill þó ekki taka afstöðu til þess hvort bankastjórinn og stjórn bankans eigi að láta af störfum en segir að kaupendur hafi hagnast óeðlilega mikið á viðskiptunum. Salan hefur verið harðlega gagnrýnd og hefur Bankasýsla ríkisins meðal annars óskað eftir upplýsingum frá bankanum vegna málsins. Forsætisráðherra sagði í ræðu á Alþingi að salan hafi verið klúður og undir það tekur fjármálaráðherra. „Já ég er algjörlega sammála því og í sjálfu sér liggur það í orðum Landsbankans þegar þeir segja að það hafi verið mistök að standa svona að málum þá er það í sjálfu sér klúður. Það þarf ekki að velta því fyrir sér,“ segir Bjarni. Verðmæti Borgunar hefur nánast þrefaldast á rúmu ári eða frá þeim tíma sem Landsbankinn seldi fyrirtækið. Bankinn hefur nú samkvæmt frétt Morgunblaðsins óskað eftir svörum frá stjórnendum fyrirtækisins um hvort upplýsingum hafi verið leynt þegar gengið var frá sölunni. Margir hafa kallað eftir því að bankastjórinn og stórn bankans segi af sér vegna málsins. Bjarni vill þó ekki taka afstöðu til þess. „Núna er Bankasýslan að kalla eftir skýringum. Það skiptir miklu að þær komi fram. Menn eiga að fara yfir þær mjög gaumgæfilega. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni. Við öll Íslendingar ætlumst til þess að það sé farið vel með þær eigur sem að við treystum einstaka fyrirtækjum eða stofnunum fyrir. Í þessu máli þá má segja að þingið og bankasýslan sé að fara ofan í saumana á þessu og ég ætla að fylgjast vel með því hvað kemur út úr því,“ segir Bjarni. Bjarni segir hins vegar að Landsbankinn hafi skilað gríðarlegri virðisaukningu á síðustu árum. „Þetta mál er kannski til vitnis um það að það hefði verið betra fyrir bankann að selja bréfin ekki frá sér. Það sem er í sérstakri skoðun núna er að hefðu menn á þeim tíma átt að vita betur. Það held ég að sé spurningin sem að menn eru að taka sérstaklega til skoðunar núna. Mér finnst rétt að það sé í gegnum Bankasýsluna. Við viljum hafa svona armslengdar sjónarmið að leiðarljósi hér. En auðvitað blasir það við mér eins og öllum öðrum að þeir sem að keyptu af bankanum hafa hagnast ótrúlega mikið og eins og öllum finnst óeðlilega mikið,“ segir Bjarni Borgunarmálið Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála forsætisráðherra um að sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun hafi verið klúður. Hann vill þó ekki taka afstöðu til þess hvort bankastjórinn og stjórn bankans eigi að láta af störfum en segir að kaupendur hafi hagnast óeðlilega mikið á viðskiptunum. Salan hefur verið harðlega gagnrýnd og hefur Bankasýsla ríkisins meðal annars óskað eftir upplýsingum frá bankanum vegna málsins. Forsætisráðherra sagði í ræðu á Alþingi að salan hafi verið klúður og undir það tekur fjármálaráðherra. „Já ég er algjörlega sammála því og í sjálfu sér liggur það í orðum Landsbankans þegar þeir segja að það hafi verið mistök að standa svona að málum þá er það í sjálfu sér klúður. Það þarf ekki að velta því fyrir sér,“ segir Bjarni. Verðmæti Borgunar hefur nánast þrefaldast á rúmu ári eða frá þeim tíma sem Landsbankinn seldi fyrirtækið. Bankinn hefur nú samkvæmt frétt Morgunblaðsins óskað eftir svörum frá stjórnendum fyrirtækisins um hvort upplýsingum hafi verið leynt þegar gengið var frá sölunni. Margir hafa kallað eftir því að bankastjórinn og stórn bankans segi af sér vegna málsins. Bjarni vill þó ekki taka afstöðu til þess. „Núna er Bankasýslan að kalla eftir skýringum. Það skiptir miklu að þær komi fram. Menn eiga að fara yfir þær mjög gaumgæfilega. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni. Við öll Íslendingar ætlumst til þess að það sé farið vel með þær eigur sem að við treystum einstaka fyrirtækjum eða stofnunum fyrir. Í þessu máli þá má segja að þingið og bankasýslan sé að fara ofan í saumana á þessu og ég ætla að fylgjast vel með því hvað kemur út úr því,“ segir Bjarni. Bjarni segir hins vegar að Landsbankinn hafi skilað gríðarlegri virðisaukningu á síðustu árum. „Þetta mál er kannski til vitnis um það að það hefði verið betra fyrir bankann að selja bréfin ekki frá sér. Það sem er í sérstakri skoðun núna er að hefðu menn á þeim tíma átt að vita betur. Það held ég að sé spurningin sem að menn eru að taka sérstaklega til skoðunar núna. Mér finnst rétt að það sé í gegnum Bankasýsluna. Við viljum hafa svona armslengdar sjónarmið að leiðarljósi hér. En auðvitað blasir það við mér eins og öllum öðrum að þeir sem að keyptu af bankanum hafa hagnast ótrúlega mikið og eins og öllum finnst óeðlilega mikið,“ segir Bjarni
Borgunarmálið Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira