Fylkiskonur stríddu meisturunum út á Nesi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2016 19:51 Eva Björk Davíðsdóttir skoraði átta mörk fyrir Gróttu í kvöld. Vísir/Vilhelm Íslandsmeistarar Gróttu þurftu að hafa mikið fyrir tveggja marka sigri á Fylki, 25-23, í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Grótta hefur þar með unnið alla níu heimaleiki sína í deildinni á tímabilinu en liðið náði þriggja stiga forskoti á Hauka og ÍBV með þessum sigri. Haukakonur og Eyjakonur geta minnkað muninn aftur í eitt stig um helgina. Fylkisliðið kom inn í leikinn á mikilli siglingu enda búið að vinna þrjá leiki í röð og fimm af síðustu sex leikjum sínum. Liðið er áfram í áttunda sæti sem er síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Fylkisliðið er í mikilli framför undir stjórn Halldórs Stefáns Haraldssonar en Gróttu-liðið vann fyrri leik liðanna í Árbænum með tíu marka mun. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði átta mörk fyrir Gróttu og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði sjö mörk en það munaði mikið um það að landsliðskonan Unnur Ómarsdóttir náði bara að skora eitt mark í leiknum. Patricia Szölösi skoraði níu mörk fyrir Fylkisliðið og hin stórefnilega Thea Imani Sturludóttir var með sjö mörk. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, var Fylkisliðinu erfið í kvöld ekki síst í vítunum en Fylkiskonur klikkuðu á þremur vítum í leiknum.Grótta - Fylkir 25-23 (15-14)Mörk Gróttu: Eva Björk Davíðsdóttir 8, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5, Sunna María Einarsdóttir 2, Lovísa Thompson 2, Unnur Ómarsdóttir 1.Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 9, Thea Imani Sturludóttir 7, Þuríður Guðjónsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 2, Vera Pálsdóttir 2. Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira
Íslandsmeistarar Gróttu þurftu að hafa mikið fyrir tveggja marka sigri á Fylki, 25-23, í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Grótta hefur þar með unnið alla níu heimaleiki sína í deildinni á tímabilinu en liðið náði þriggja stiga forskoti á Hauka og ÍBV með þessum sigri. Haukakonur og Eyjakonur geta minnkað muninn aftur í eitt stig um helgina. Fylkisliðið kom inn í leikinn á mikilli siglingu enda búið að vinna þrjá leiki í röð og fimm af síðustu sex leikjum sínum. Liðið er áfram í áttunda sæti sem er síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Fylkisliðið er í mikilli framför undir stjórn Halldórs Stefáns Haraldssonar en Gróttu-liðið vann fyrri leik liðanna í Árbænum með tíu marka mun. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði átta mörk fyrir Gróttu og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði sjö mörk en það munaði mikið um það að landsliðskonan Unnur Ómarsdóttir náði bara að skora eitt mark í leiknum. Patricia Szölösi skoraði níu mörk fyrir Fylkisliðið og hin stórefnilega Thea Imani Sturludóttir var með sjö mörk. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, var Fylkisliðinu erfið í kvöld ekki síst í vítunum en Fylkiskonur klikkuðu á þremur vítum í leiknum.Grótta - Fylkir 25-23 (15-14)Mörk Gróttu: Eva Björk Davíðsdóttir 8, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5, Sunna María Einarsdóttir 2, Lovísa Thompson 2, Unnur Ómarsdóttir 1.Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 9, Thea Imani Sturludóttir 7, Þuríður Guðjónsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 2, Vera Pálsdóttir 2.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira