Mest skorið niður í ráðhúsinu segir borgarstjóri Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2016 13:39 Borgarstjóri segir ekki verið að auka við niðurskurð í borginni með þeim tillögum sem ræddar voru í borgarstjórn í gær. Þær séu útfærslur á niðurskurðar- og hagræðingartillögum sem samþykktar hafi verið vuð afgreiðslu fjárhagsáætlunar þessa árs. Reykjavíkurdeild Félags stjórnenda leikskóla sögðu í ályktun í gær að þeir væru uggandi vegna boðunar niðurskurðar á skóla- og frístundasviði upp á 670 milljónir króna. Þá hefði ákvörðun borgarráðs að leikskólar taki með sér halla frá árinu 2015 yfir á árið 2016 komið stjórnendum í opna skjöldu á sama tíma og niðurskurður væri boðaður. Komið sé inn að beini í skerðingu á fjármagni til leikskóla sem ekki væri hægt að mæta nema með beinni skerðingu á þjónustu við börn og fjölskyldur og með minni gæðum í leikskólastarfinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að tillögur sem samþykktar voru í borgarstjórn í gær feli ekki í sér viðbótarniðurskurð uppá 1,8 milljarða ofan á þær aðgerðir sem samþykktar hafi verið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar í desember. Um væri að ræða útfærslur á þeim tillögum. „Núna eru málaflokkarnir búnir að útfæra þetta hver á sínum stað. Við erum líka búin að leggja línurnar varðandi niðurskurð í ráðhúsinu, í miðlægu þjónustunni og stöð þjónustinni. Sem er hlutfallslega töluvert meiri en úti í málaflokkunum og þjónustunni,“ segir Dagur. Niðurskurður og hagræðing á þesu ári væri um 1,8 prósent af heildarútgjöldum borgarinnar sem væru um eitt hundrað milljarðar króna. Niðurskurðurinn verði mestur í ráðhúsinu og miðlægri starfsemi. Forgangsraðað sé í þágu þeirrar þjónustu sem borgin veiti. „Ég er líka mjög ánægður með hvernig málaflokkarnir nálgast þetta hjá sér. Af virðingu fyrir þeirri starfsemi sem borgin stendur fyrir sem er auðvitað mörgum mjög nauðsynleg. Þannig að þetta gangi sem minnst á þjónustuna. Það þýðir líka að við verðum að velta við öllum steinum og vera útsjónarsöm í að endurskipuleggja það sem telst til yfirstjórnar og er miðlægt,“ segir borgarstjóri. Víða verði ekki ráðið í laus störfu og kannað hvort hægt sé að hagræða þegar einhver hættir störfum hjá borginni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segja margar tillögur meirihlutans óraunhæfar, til að mynda sparnaður upp á um 20 milljónir með heilsuátaki til að fækka veikindadögum starfsfólks. Borgarstjóri segir veikindi á vissum sviðum borgarinnar vera meiri en almennt gerist á vinnumarkaðnum. „Þetta stendur nú hjarta mínu nærri úr læknisfræðinni. Þannig að ég hef trú á að þetta skipti máli. Ekki bara fyrir rekstur borgarinnar heldur líka fyrir vellíðan starfsfólks og starfsemina þar með,“ segir Dagur.Og þessu verður framfylgt og fylgt eftir? „Já, já og er komið af stað,“ segir Dagur B. Eggertsson. Alþingi Tengdar fréttir „Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu. 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Borgarstjóri segir ekki verið að auka við niðurskurð í borginni með þeim tillögum sem ræddar voru í borgarstjórn í gær. Þær séu útfærslur á niðurskurðar- og hagræðingartillögum sem samþykktar hafi verið vuð afgreiðslu fjárhagsáætlunar þessa árs. Reykjavíkurdeild Félags stjórnenda leikskóla sögðu í ályktun í gær að þeir væru uggandi vegna boðunar niðurskurðar á skóla- og frístundasviði upp á 670 milljónir króna. Þá hefði ákvörðun borgarráðs að leikskólar taki með sér halla frá árinu 2015 yfir á árið 2016 komið stjórnendum í opna skjöldu á sama tíma og niðurskurður væri boðaður. Komið sé inn að beini í skerðingu á fjármagni til leikskóla sem ekki væri hægt að mæta nema með beinni skerðingu á þjónustu við börn og fjölskyldur og með minni gæðum í leikskólastarfinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að tillögur sem samþykktar voru í borgarstjórn í gær feli ekki í sér viðbótarniðurskurð uppá 1,8 milljarða ofan á þær aðgerðir sem samþykktar hafi verið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar í desember. Um væri að ræða útfærslur á þeim tillögum. „Núna eru málaflokkarnir búnir að útfæra þetta hver á sínum stað. Við erum líka búin að leggja línurnar varðandi niðurskurð í ráðhúsinu, í miðlægu þjónustunni og stöð þjónustinni. Sem er hlutfallslega töluvert meiri en úti í málaflokkunum og þjónustunni,“ segir Dagur. Niðurskurður og hagræðing á þesu ári væri um 1,8 prósent af heildarútgjöldum borgarinnar sem væru um eitt hundrað milljarðar króna. Niðurskurðurinn verði mestur í ráðhúsinu og miðlægri starfsemi. Forgangsraðað sé í þágu þeirrar þjónustu sem borgin veiti. „Ég er líka mjög ánægður með hvernig málaflokkarnir nálgast þetta hjá sér. Af virðingu fyrir þeirri starfsemi sem borgin stendur fyrir sem er auðvitað mörgum mjög nauðsynleg. Þannig að þetta gangi sem minnst á þjónustuna. Það þýðir líka að við verðum að velta við öllum steinum og vera útsjónarsöm í að endurskipuleggja það sem telst til yfirstjórnar og er miðlægt,“ segir borgarstjóri. Víða verði ekki ráðið í laus störfu og kannað hvort hægt sé að hagræða þegar einhver hættir störfum hjá borginni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segja margar tillögur meirihlutans óraunhæfar, til að mynda sparnaður upp á um 20 milljónir með heilsuátaki til að fækka veikindadögum starfsfólks. Borgarstjóri segir veikindi á vissum sviðum borgarinnar vera meiri en almennt gerist á vinnumarkaðnum. „Þetta stendur nú hjarta mínu nærri úr læknisfræðinni. Þannig að ég hef trú á að þetta skipti máli. Ekki bara fyrir rekstur borgarinnar heldur líka fyrir vellíðan starfsfólks og starfsemina þar með,“ segir Dagur.Og þessu verður framfylgt og fylgt eftir? „Já, já og er komið af stað,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Alþingi Tengdar fréttir „Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu. 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
„Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu. 3. febrúar 2016 07:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum